Vinnan - 01.03.1995, Page 25
Norðitienn verðo ríkari og ríkari
Þegar Norðmenn sjá fram
á að verða ríkari en nokkru
sinni fyrr biður Sigbjörn
Johnsen fjármálaráðherra
landsmenn sína einnar
frómrar bónar: Hagið ykkur
ekki eins heimskulega og
Svíar.
Þannig hefst frétt í norska
Dagblaðinu föstudaginn 17. febr-
úar síðastliðinn. I fréttinni er skýrt
frá því að átta helstu stórfyrirtækj-
um Norðmanna sé spáð hagnaði
sem nemur 29,7 milljörðum ísl.
króna á þessu ári, fyrir skatt.
- Svíar áttu sinn uppgangstíma
á árunum í kringum 1990. Þá
voru þeir ofan á. En sjáið erfið-
leikana hjá þeim nú. Við getum
lært sitthvað af þessu, hefur Dag-
blaðið eftir fjármálaráðherranum.
- Við getum ekki uppfyllt allar
góðar fyrirætlanir í einu en nú
erum við farin að njóta þess að
okkur hefur tekist að undanförnu
að halda niðri kostnaði og vöxt-
um, segir Johnson, en tekur fram
að Norðmenn hafi jafnframt notið
hins alþjóðlega efnahagsbata.
Síðustu dæmin um rífandi
gang í norsku efnahagslífí eru:
Um miðjan febrúar var stað-
fest að unnt væri að auka olíu-
vinnslu úr Norðursjó sem yki ol-
íutekjumar um 1400 milljónir ísl.
króna næstu tíu árin.
Daginn eftir tilkynnti Statoil
nýtt Norðurlandamet í hagnaði
fyrirtækja: 169 milljarðar ísl.
króna.
Þamæsta dag var tilkynnt að
hagnaður átta stærstu fyrirtækja á
landi stefndi í að verða 30 millj-
arðar ísl. króna á þessu ári.
Þessar uppörvandi upplýsingar
koma til viðbótar
því að rífandi gang-
ur er nú þegar hjá
norskum fyrirtækj-
um. Síðastliðin tvö
ár hafa hlutabréf í
norsku stórfyrir-
tækjunum átta tvö-
faldast í verði og
spáð er áframhald-
andi vexti.
- Það verður ör-
ugglega hagnaður á
ríkisreikningunum
árið 1996 og hvem-
ig á fólk þá að skilja
nauðsyn þess að
sýna aðhaldssemi?
segir Sigbjöm John-
son, fjármálaráð-
herra Norðmanna.
Hann telur þó að
fólk muni skilja að það er erfitt að
snúa frá tapi til gróða og miklu
skipti að það missi ekki trú á því
að hægt sé að deila byrðunum
jafnt. Hann telur litla hættu á að
einstaka atvinnurekandi skerist úr
leik, meðal þeirra hafi orðið við-
horfsbreyting.
En hvað á svo að gera við alla
þessa milljarða króna sem eiga
eftir að velta inn í ríkiskassann?
- Greiða niður skuldir og
stofna sjóð, helst í útlöndum, og
njóta góðs af vöxtunum í framtíð-
inni. Því til viðbótar þarf að
leggja aukna áherslu á menntun,
því menntaðra starfsfólk þeim
mun minna atvinnuleysi. Og sam-
hengi batnandi efnahags og at-
vinnuleysis er ljóst: I fyrra urðu til
35 þúsund ný störf og í ár er búist
við 30 þúsund störfum í viðbót,
segir norski fjármálaráðherrann í
samtali við Dagblaðið norska.
r . . , «... -
Attir þu erfitt með að
. *,
yakna 1 morgun?
Prófaðu Rautt Eðal Gihseng og
arangurmn lætur ekki a ser standa.
*—7 ...........................
*»■ . : ■.:' ' |as
Shyrfrá 'KEA er sannkal
ráðherraskyr ogfæsUm
flestum matvöruw^
Það er eina sfoM
náttúruleúd fi