Vinnan - 01.03.1995, Síða 26
Fullyrt er að kassafólk í
stórmörkuðum sé tíðum
ráðið sem verktakar þótt
ekkert dœmi um slíkt hafi
enn komið til
Verslunarmannafélags
Reykjavíkur. (Myndin er úr
myndasafni og var tekin í
Miklagarð sem er ekki
lengur í rekstri. Hún tengist
á engan hátt fullyrðingum
um verktöku kassafólks.)
Verktakar í launþegavinnu
Samdráttur á vinnumark-
aöi hefur leitt til þess aö
launafólk er í síauknum
mæli ráöiö sem verktakar
eöa undirverktakar en
ekki tekið inn á launaskrá
fyrirtækja. Meö þessu
móti reyna fyrirtæki að
skjóta sér undan ábyrgð á
starfsmönnum. Starfs-
menn uppskera oft hærra
tímakaup en þurfa í staö-
inn aö standa skil á gjöld-
um í opinbera sjóöi og
kaupa sér sjálfir sjúkra-
og slysatryggingar sem
vinnuveitendur sjá launa-
fólki annars fyrir.
— Það færist í aukana að at-
vinnurekendur ráði fólk sem
verktaka frekar en launafólk.
Þetta er orðið vandamál og
maður heyrir af hinum ótrúleg-
ustu störfum sem farið er að
ráða verktaka í. Oft er um ungt
eða reynslulítið fólk að ræða
sem veit lítið um þessi mál,
segir Elías Magnússon í kjara-
máladeild Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur (VR).
Hann telur mjög brýnt að
auka umræðu og fræðslu um
hvað það feli í sér að gera verk-
takasamning. Af VR-fólki segir
hann að sölumenn séu helst
ráðnir sem verktakar.
— Þetta er nákvæmlega eins
vinna og var borguð sem laun-
þegavinna áður. Fyrirtæki eru
að reyna að losa sig við laun-
þega til þess að þurfa ekki að
borga launatengd gjöld. Annars
vegar eru lítil fyrirtæki sem eru
ekki með neina launþega og
vilja ekki byrja á því og hins
vegar fyrirtæki sem hafa verið
með launþega en eru að reyna
að færa sig yfir á verktaka
Elías segir nokkuð um að
_________________
▼ Eftir Auði
Ingólfsdóttur nema í
hagnýtri fjölmiölun við Hl
fólk komi á skrifstofu VR til
þess að fá ráð áður en það ræð-
ur sig sem verktaka. Oftast
kemur það þó ekki fyrr en eitt-
hvað hefur komið upp á. Ekkert
mál sem komið hefur á borð hjá
VR hefur farið fyrir dóm þar
sem atvinnuveitendur gefa sig
fljótt þegar á þá er gengið og
samþykkja að viðkomandi sé í
raun launþegi enda hafa þeir oft
lítinn sem engan rökstuðning
fyrir öðru.
Kassafólk verktakar?
— Já, ég hef heyrt af því að
kassafólk sé sums staðar ráðið
sem verktakar en ekkert slíkt
dæmi hefur þó komið inn á
borð til okkar hjá VR, segir Elí-
as.
Hann bendir á að slíkir
samningar geti ómögulega ver-
ið gildir verktakasamningar.
Það sé fráleitt að kassafólk geti
verið verktakar enda ræður það
hvorki vinnutíma sínum né
leggur til nein tæki eða má ráða
aðra til að vinna fyrir sig. Það
uppfyllir því greinilega engin
skilyrði til að verktakasamning-
ur sé gildur.
Ekki af frjólsum vilja
Verktakavinna er einnig tölu-
vert vandamál hjá Rafiðnaðar-
sambandi íslands (RSÍ)
— Það er algengt að menn
ráði sig sem verktaka og margir
eiga engra kosta völ; annað
hvort ráða þeir sig sem verk-
taka eða þeir fá enga vinnu.
Það eru því margir sem fara
ekki í þetta af fúsum og frjáls-
um vilja, segir Helgi Gunnars-
son, skrifstofustjóri RSÍ.
Til þessa hafa þeir á skrif-
stofu RSÍ aðeins frétt um brot
af þessari vinnu, sjálfsagt aðal-
lega frá þeim sem eru óánægð-
ir. Helgi telur engu að síður að
verktakamarkaðurinn sé kom-
inn út í öfgar. Víða eru komin
mörg lög af verktökum, eins og
hann orðar það, og hann veit
dæmi þess að allt upp í fimm
verktakar vinni hver undir öðr-
um.
— Oft er greinilega um
hreina og klára launavinnu að
ræða. Menn eru ráðnir sem
verktakar en eru á tímakaupi,
mæta á staðinn og ganga í þá
vinnu sem þarf að vinna. Þeir
eru því ekki að vinna sjálfstætt
að ákveðnu verki, segir Helgi
Gunnarsson.
Fyrirtæki fría sig
ekki ábyrgð
Það er upp og ofan hve fróðir
menn eru um muninn á því að
vera launþegi og verktaki og
það er allur gangur á því hvort
þeir kaupa sér til dæmis nauð-
synlegar tryggingar sem al-
mennir launþegar hafa. Helgi
bendir líka á að það þurfi að
upplýsa atvinnuveitendur um
að þótt þeir ráði fólk sem verk-
taka hafi þeir ekki þar með frí-
að sig allri ábyrgð. Verktaka-
samningar hafi verið dæmdir
ógildir fyrir rétti á þeim for-
sendum að verktaki sé í raun í
launþegavinnu og atvinnuveit-
endur verði því að greiða trygg-
ingar og önnur gjöld eins og
um launþega væri að ræða.
26
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS