Vinnan - 01.03.1995, Page 27
Vissum ekki
hvað fólst
í því að vera
verktaki
Þétt handtak, rólegur
talandi og bak viö orðin er
greinileg festa og
ákveðni. Hann heitir Vign-
ir Hjálmarsson og hefur
ákveðið að segja frá
reynslu sinni í von um að
hún megi verða öðrum
víti til varnaðar.
Vignir vinnur sem rafeinda-
virki fyrir Islenska útvarpsfé-
lagið (ÍÚ) í tengslum við
myndlyklaverkefni Stöðvar 2.
Hann vinnur á vöktum og er á
tímakaupi en er engu að síður
ráðinn sem verktaki. Hann er
ráðinn tímabundið til 31. mars
og við ráðningu var honum
strax gert ljóst að ef hann sætti
sig ekki við verktakasamning
yrði ekki um neina vinnu að
ræða.
— Ég vissi í rauninni ekki
út á hvað verktakasamningur
gekk í byrjun. Það var ef til vill
vanhugsað að kynna sér ekki
málin betur en samningurinn
var undirbúinn af lögfræðingi
og maður hélt að allt væri í
lagi, segir Vignir í samtali við
Vinnuna.
Sú hefur hins vegar ekki
orðið raunin og Vignir telur
mjög hæpið að samningur hans
við IÚ geti staðist sem verk-
takasamningur.
Launþegar í dagvinnu
— verktakar í yfirvinnu
Vignir er einn af sex mönnum
sem vinna á verkstæði mynd-
lyklaverkefnisins. Þrír þeirra
eru launþegar en hinir verktak-
ar eins og Vignir.
— í byrjun vorum við aðal-
lega að gera við myndlykla og
unnum bara dagvinnu. En þeg-
ar dreifing nýju lyklanna fór af
stað varð meira að gera og í
framhaldi af því var vinnufyrir-
komulagi breytt. I nýja fyrir-
komulaginu fólst að fjórir menn
voru settir á vaktir en tveir voru
ekki á vöktum. Þeir voru aðal-
lega í tengingum á myndlykl-
um. Alagið var hins vegar svo
mikið að auk vaktanna urðu
menn að vinna mikla yfirvinnu
og yfirmenn IÚ gerðu athuga-
semdir við það, segir Vignir.
Yfirmenn fyrirtækisins
ákváðu því að launþegamir þrír
ættu að skila yfirvinnunni sem
verktakar en sú ákvörðun var
Hvað fylgir því að
vera verktaki?
AMissir réttar til launa í veikindum
AMissir slysatryggingar
AGreiðsla 10% iðgjalds til lífeyrissjóðs í stað 4%
A Verktaki þarf að standa skil á staðgreiðslu skatta
A Verktaki þarf að greiða tryggingagjald af eigin vinnu
AOrlofsgreiðslur falla niður
AUppsagnarfrestur fellur niður
A Verktaki er bókhaldsskyldur, þarf að telja fram til skatts
sem atvinnurekandi og standa skil á virðisaukaskatti.
Vignir Hjálmarsson rafeindavirki segir lesendum Vinnunnar af
samskiptum sínum við Islenska útvarpsfélagið í von um að hún megi
verða öðrum víti til varnaðar.
tekin án samþykkis launþeg-
anna og Vignir telur að með því
hafi samningar launþega verið
brotnir. A fundi í janúar var
bent á þetta samningsbrot og
báru forráðamenn ÍÚ fram af-
sökun en engin leiðrétting hefur
verið gerð.
Vignir bendir á að auk lægri
launa fylgi verktökunni ýmis
aukakostnaður. Skyndilega
þurftu launþegarnir að standa
skil á opinberum gjöldum,
meðal annars að borga í trygg-
ingasjóð og skila virðisauka-
skatti af seldri vinnu.
— Margir hafa kannski enga
þekkingu á þessu og þurfa til
dæmis að kaupa sér þjónustu til
að fylla út eyðublöð vegna op-
inberra gjalda sem þarf að skila
mánaðarlega og einnig skatt-
skýrslu þar sem hún verður
mun flóknari við þetta, segir
Vignir.
Forsendur verktaka-
samnings fóar
Þessi ágreiningur vegna yfir-
vinnu þeirra sem voru á laun-
þegasamningum varð til þess
að Vignir fór að skoða reglur
um verktakasamninga nánar.
Eins og fyrr segir vinnur hann
vaktavinnu og er á tímakaupi
og ræður því ekki vinnutíma
sínum. Honum er ekki heldur
heimilt að fá annan aðila til að
vinna fyrir sig eins og eðlilegt
væri í verktakasamningi. í byrj-
un skorti verkfæri og Vignir og
starfsfélagar hans fengu verk-
færapeninga sem þeir keyptu
sjálfir verkfæri fyrir. Öll stærri
tæki eru hins vegar í eigu IÚ.
Forsendur verktakasamnings
virðast því fáar. Vignir bendir
jafnframt á að samkvæmt iðn-
aðarlögum verði viðkomandi
að vera meistari til að geta unn-
ið samkvæmt verktakasamn-
ingi. Slíkt er ekki um að ræða í
þessu tilviki því enginn þeirra
sexmenninga hefur slík réttindi.
Vignir varð ýmislegs vísari
þegar hann fór að skoða samn-
ingana nánar.
— Við erum ráðnir sam-
kvæmt samningum Rafiðnaðar-
sambands íslands (RSÍ) og
vinnum sömu störf og aðrir
RSI-félagar. Þrátt fyrir það var
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS
27