Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 4

Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 4
TÖLUR VIKUNNAR 07.02.2021 TIL 13.02.2021 8.900 milljarða króna kostnaður er talinn vera vegna hliðarverkana laxeldis í heiminum. 60 fyrirtæki grafa eftir rafmynt hérlendis. 737 börn, 12 mánaða og eldri, eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Þrjú í fréttum Oddviti, rektor og fræðslustýra Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í minnihluta bæjar- stjórnar Ísafjarðarbæjar leggst gegn áform- um um sölu um eitt hundrað leiguíbúða og 29 þjónustu- íbúða aldr- aðra til þess að losa um fé til byggingar knattspyrnuhúss og minnka efnahagsreikning bæjarins að auki. „Þú selur eignina aðeins einu sinni,“ segir hún. „Salan tekur ekki á vandanum nema tímabundið. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti og ekki fara út í risastórar fram- kvæmdir þegar við höfum ekki efni á þeim.“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir skólann hafa til skoðunar að kaupa húsnæði Hótels Sögu og sé í því skyni að r æ ð a v ið menntamálaráðu- neyti um kaupin. Jón Atli segir það ódýrara að festa kaup á Hótel Sögu, að gefnum til- teknum  forsendum, en að byggja nýtt húsnæði. Húsnæðið krefjist einhverra endurbóta til að aðlaga það að skólastarfinu. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ‘78 sagði nýlega í fyrir- lestri að hinsegin nemendur reyni a ð f o r ð a s t l e i k f i m i t í m a , b ú n i n g s k l e f a og íþrót t a hú s . „Krakkarnir eru að forðast þessi kynjuðu rými. Þetta er bara spurning um að búa til rými þar sem allir geta fundið það sem þeir þurfa. Ég heyri það í mínu óformlega spjalli við unglinga að ungmenni forðast rými þar sem þeim finnst að öðrum líði óþægi- lega í kringum þá.“ 2.550 íbúðir er áformað að reisa á á svæði Golfklúbbs Setbergs. 117 ára Lucile Randon sigraðist á COVID-19. FERÐAÞJÓNUSTA Stórframkvæmd- um á ferjunni Norrænu er að ljúka og aðeins innréttingavinna eftir. Kostnaðurinn er talinn vera nálægt 16 milljónum dollara, eða rúmum 2 milljörðum íslenskra króna. Skipið fór í slipp þann 19. desember í Fayard skipasmiðjuna í Mynkebo í Danmörku. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, segir framkvæmdirnar hafa gengið vel og vera á áætlun. Þegar tilkynnt var um breytingarnar í september var stefnt á að ferjan yrði ferðbúin 6. mars næstkomandi og enn er staðið við þá dagsetningu. „Við erum að setja ferjuna í and- litslyftingu sem var kominn tími á,“ segir Linda. Ferjan var smíðuð árið 2003 í Þýskalandi en þar áður hafði eldri ferja siglt frá árinu 1984. Með nýju breytingunum verður 50 káetum fyrir 100 farþega bætt við ofan á skipið sem heilli hæð. Ýmsum nýjungum, svo sem útibar og heit- um pottum, verður komið fyrir um borð. Þá er einnig verið að gera ýmsar endurbætur á öðrum hlutum skipsins, svo sem veitingastöðum. Hinar nýju káetur eru skilgreind- ar sem lúxuskáetur en Linda segir að Smyril Line sé ekki í auknum mæli að stíla inn á farþega sem geta leyft sér meiri lúxus. Það sé hópur sem hafi alltaf siglt með ferjunni. Í gegnum tíðina hafi káeturnar verið endurbættar en nú hafi verið kominn sá tímapunktur að taka þróunina skrefi lengra. Aðspurð um væntingarnar fyrir ferðamannasumarið í ljósi farald- ursins segir Linda þær sveiflast en haldið sé í bjartsýnina. „Vænting- arnar núna eru að upp úr miðju sumri fari að glæðast og fólk fari að hugsa sér til hreyfings. Við finnum að það eru allir í biðstöðu og vilja sjá hvernig bólusetningarnar ganga bæði í þeirra löndum og á Íslandi,“ segir hún. Á hún þá einna helst við ferðamenn frá Skandinavíu og meginlandi Evrópu sem hafa hug á að heimsækja Ísland. Í viðtali við skipasmíðamiðilinn Maritime Professional segir Jóhan av Reyni, hinn færeyski forstjóri Smyril Line, að verkefnið hafi verið mikil áskorun. „Það voru ýmsir hlutir sem hefðu getað orðið að hindrunum, svo sem hvort að skipið gæti borið meiri þunga, en þetta reyndust vera ákaf lega athyglis- verðar endurbætur,“ segir hann. Útboð verkefnisins, sem endaði í höndum danskra hönnuða og skipasmíðamanna, hófst fyrir tæpu ári síðan þegar faraldurinn var að blossa upp í gervallri Evrópu. „Í byrjun virtist þetta ómögulegt en við ákváðum að halda áfram með verkefnið af því að við vissum að faraldurinn mun taka enda,“ segir Jóhan. kristinnhaukur@frettabladid.is Andlitslyfting Norrænu mun kosta um tvo milljarða króna Endurnýjuð Norræna mun hefja siglingar 6. mars og Smyril Line væntir þess að ferðamannastraumurinn fari að glæðast síðla sumars. Káetum verður fjölgað og bætt við útibar og heitum pottum. Verkið var boðið út stuttu áður en faraldurinn braust út í fyrra. Danskir hönnuðir og skipasmiðir hrepptu verkið. 50 káetum hefur verið bætt við, auk útibars, heitum pottum og nýs veitingastaðar ofan á skipinu. MYND/SMYRIL LINE Við finnum að það eru allir í biðstöðu og vilja sjá hvernig bólu- setningarnar ganga bæði í þeirra löndum og á Íslandi. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmda- stjóri Smyril Line RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI MEÐ ALVÖRU 4X4 Einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif. Ótrúlegt verð á bílum hlöðnum lúxusbúnaði. JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.999.000 KR.* JEEP RENEGADE PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.499.000 KR.* *G ildir m eðan birgðir endast, hvítur R enegade, svartur Com pass Lim ited. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.