Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 6

Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 6
VELFERÐARMÁL Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, sem rekur eitt þriggja áfanga- heimila sinna í Fannborg í Kópa- vogi, segist hafa óskað eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu veiti styrk til að ráða megi nætur- verði að heimilinu. Umtalsverð sala á fíkniefnum fer fram á svæðinu í kringum Fann- borg og Hamraborg eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Gefur auga leið að slík undirheimastarf- semi fer illa saman við rekstur áfangaheimilis þar sem íbúarnir reyna eftir mætti að halda sér alls- gáðum á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á Vogi. „Það eru menn að koma inn í húsið eftir að við sem erum að vinna þarna erum farin,“ segir Arnar. „Þessi beiðni á sér það til- efni að það dó hjá okkur kona úr of stórum skammti. Ég sá á myndavél- um að það fór einhver maður, sem átti ekki heima á áfangaheimilinu, inn á herbergið hennar nóttina áður. Ég komst síðan að því að þetta væri þekktur dópsali. Það er mjög líklegt að hann hafi verið að selja henni eitthvað.“ Arnar kveðst því vonast til að styrkbeiðnin vegna næturvörslu fái jákvæðar undirtektir. „Einhvers staðar verður þetta fólk að vera, það er ekki til neitt pláss fyrir það. Þarna tek ég inn fólk sem er að bíða eftir að komast í meðferð og er að berjast við að vera edrú og þetta er það sem okkur vantar,“ segir hann. Í Fannborg séu 24 fullbúin herbergi sem jafnan séu fullskipuð. Áfangaheimilið í Fannborg er eitt þriggja sem Arnar rekur. Hin tvö heimilin segir hann fyrir fólk sem sé að koma úr meðferð. Í þeim séu samtals 22 herbergi. „Þar gengur mjög vel og þarf enga gæslu,“ segir hann. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í október síðastliðnum óskuðu Arnar og félagar hans í Bláa band- inu eftir því að fá gamla Víðines- heimilið á Álfsnesi til að innrétta þar meðferðarstöð. Hann segir þá sjálfa ekki ætla að reka stöðina heldur sjá um að standsetja bygg- ingarnar í sjálf boðavinnu. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á sex mán- aða bið eftir að komast í áfengis- og fíkniefnameðferð. „Það er bara þjóðfélaginu til skammar.“ gar@frettabladid.is Vill næturvörslu eftir dauðsfall í Fannborg Óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að ráða næturverði á áfangaheimili Betra lífs í Kópavogi. Tilefnið er sagt vera dauðsfall konu sem bjó á heimilinu eftir að fíkniefnasali heimsótti hana um miðja nótt. Kynferðisofbeldi mótmælt Ungir aðgerðasinnar settu á svið jarðarför í Katmandú í Nepal til að mótmæla nauðgunum og kynferðisof beldi þar í landi. Hundruð mótmælenda tóku þátt í göngu til að mótmæla auknu kynferðisof beldi og heimilisof beldi í garð kvenna. Einn mótmælandinn þóttist vera látin á meðan aðrir héldu á henni. Mótmælin spruttu í kjölfar dauða 17 ára gamallar stúlku sem var nauðgað og hún myrt á föstudaginn í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Arnar Gunnar Hjálmtýsson við áfangaheimili í Fannborg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þarna tek ég inn fólk sem er að bíða eftir að komast í meðferð og er að berjast við að vera edrú og þetta er það sem okkur vantar. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns mánuda -f studaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 A stu strönd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is VELDU GÆÐI! Taktu forskot á Bolludaginn Þú færð gómsætar bollur hjá okkur alla helgina. ÁFENGI Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur fengið samþykkta stækkun á bjórkælinum í Heiðrúnu á kostnað vörulagersins. ÁTVR sótti um til byggingar- fulltrúa að minnka vörulager og stækka bjórkæli og verslun. Einn- ig á að breyta starfsmannarými og snyrtingum og fyrirkomulagi í Vín- búðinni auk þess sem skrifstofu er breytt. ÁTVR tilkynnti í gær um lokun á Vínbúðinni í Borgartúni frá og með mánudeginum 22. febrúar. Í tilkynningu frá ÁTVR kemur fram að það harmi þessa niðurstöðu en því miður séu ekki aðrir valkostir að svo stöddu. – bb Bjórkælirinn í Heiðrúnu stækkar STJÓRNMÁL Áhugafólk um nýja stjórnarskrá mun ekki bjóða fram framboðslista til alþingiskosning- anna í september. „Þessi umræða kemur alltaf upp við og við en það er enginn þungi í henni á þessum tímapunkti,“ segir Katrín Odds- dóttir, formaður félagsins. Lýðræðisvaktin bauð fram til þings árið 2013, með áherslu á stjórnarskrármálið. Nokkrir stjórn- lagaþingsfulltrúar voru á lista, svo sem Þorvaldur Gylfason, Örn Bárð- ur Jónsson, Lýður Árnason og Þór- hildur Þorleifsdóttir. Flokkurinn hafði aðeins 2,5 prósent úr krafsinu. Stjórnarskrármálin hafa verið nokkuð til umræðu á árinu, meðal annars vegna undirskriftalista sem 43.500 manns skrifuðu undir. Katrín segir að félagið muni beita sér í kosningabaráttunni þótt það verði ekki í kjöri. Hún er þó þögul um þær áætlanir en segir að félagið muni styðja við málflutning þeirra frambjóðenda sem beita sér fyrir nýrri stjórnar- skrá og hvetja fólk til að kjósa ekki þá sem standa vörð um óbreytt kerfi. Nefnir hún helst Sjálfstæðis- flokkinn í því samhengi. – khg Félagið verður ekki í framboði til þings í haust Katrín Odds- dóttir, formaður Stjórnarskrár- félagsins Vínbúðinni í Borgartúni verður lokað 22. febrúar. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.