Fréttablaðið - 13.02.2021, Side 8
Þjálfun í litlum
hópum hefur sýnt
að ekki einungis verður
þjálfunin betri, en vin-
skapur myndast og er
markmiðið að félagsskapur-
inn drífi þátttakendur
áfram.
Guðríður
Torfadóttir
þjálfari
Sjö íslensk skip sukku á
árinu 2020 en engin bana-
slys urðu við strendur
landsins, fjórða árið í röð.
SAMFÉLAG Verkefnið Styrkur og vel-
líðan sem hannað er af Hinu húsinu
hlaut á dögunum styrk frá Lýð-
heilsusjóði en námskeiðið er ætlað
ungmennum á aldrinum 16-19 ára
sem vilja auka virkni og félagsleg
tengsl. Berglind Rún Torfadóttir,
verkefnastjóri hjá Hinu húsinu segir
markmiðið með námskeiðinu vera
að kynna þátttakendur fyrir því
hvernig hreyfing getur bætt líkam-
lega og andlega líðan.
„Upplifun okkar í Hinu húsinu
er sú að COVID-19 hefur dregið úr
félagslegri virkni ungs fólks og að
einangrun hafi aukist í samkomu-
banni,“ segir Berglind. „Hugmyndin
að verkefninu kviknaði í samkomu-
banninu þegar framhaldsskólar
voru í fjarnámi og líkamsræktar-
stöðvar lokaðar,“ bætir hún við.
Berglind segist sjálf hafa haft
áhyggjur af stöðunni sem aðstæð-
urnar í samkomubanninu sköpuðu
í lífi ungmenna og sérstaklega and-
legri líðan. „Hreyfing eykur vellíðan
og styður við almenna andlega- og
líkamlegu heilsu. Þátttaka í hreyf-
ingu, þá sérstaklega í hópi, stuðlar
að félagslegri virkni og oft eignast
maður góða æfingafélaga,“ segir hún.
„Góð, félagsleg tengsl leiða til
aukinnar vellíðunar og munum
við hafa það að leiðarljósi í okkar
vinnu,“ segir Berglind. Námskeiðið
er þannig sett upp að ungmennin
mæta einu sinni í viku í Yama heilsu-
rækt þar sem þjálfarinn Guðríður
Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý,
og Daníel Fjeldsted, einkaþjálfari,
stjórna æfingu og segir Gurrý mark-
miðið það að þátttakendur hafi
sjálfstraust til að fara sjálfir af stað
í hreyfingu að námskeiðinu loknu.
„Þjálfun í litlum hópum hefur sýnt
að ekki einungis verður þjálfunin
betri, en vinskapur myndast og er
markmiðið að félagsskapurinn drífi
þátttakendur áfram,“ segir Gurrý.
Þá daga sem ekki verður farið í
Yama hittist hópurinn í Hinu hús-
inu þar sem lögð verður áhersla á
að styrkja hópinn og hafa gaman.
Berglind segist hafa orðið vör við
það í sínu starfi að andlegri heilsu
ungmenna hafi hrakað í faraldr-
inum og að rannsóknir sýni fram á
að einmanaleiki hafi aukist. „Það er
einnig í takti við það sem við höfum
séð í okkar starfi,“ segir Berglind
„Við hvetjum alla á þessu aldurs-
bili til að sækja um aðild að nám-
skeiðinu á heimasíðu Hins hússins
og ekki skemmir fyrir að námskeiðið
kostar ekki krónu fyrir þátttakend-
ur,“ segir Berglind. „Lokun líkams-
ræktarstöðva hefur haft mismikil
áhrif á fólk en það er nauðsynlegt
fyrir alla að hafa rútínu og við telj-
um að hreyfing sé góð leið til þess.“
birnadrofn@frettabladid.is
Bæta félagslega virkni
unglinga á námskeiði
Verkefnið Styrkur og vellíðan hlaut nýlega styrk frá Lýðheilsusjóði. Nám-
skeiðið er ætlað 16 til 19 ára ungmennum sem vilja auka virkni og félagsleg
tengsl. Verkefnastjóri segir COVID hafa haft mikil áhrif á líðan ungmenna.
Berglind Rún Torfadóttir og Breki Bjarnason, Hinu Húsinu, stýra verkefninu Styrkur og vellíðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SJÓSLYS Í ársskýrslu rannsóknar-
nefndar samgönguslysa um sjóatvik
kemur fram að skráð atvik fyrir árið
2020 voru alls 93, sem er lækkun frá
fyrri árum. Flest skráð atvik eru á
norðvestursvæði, eða 40. Það svæði
nær frá Snæfellsnesi að Siglufirði.
Næstf lest voru á suðvestursvæði,
eða 23, sem er svæðið frá Dyrhólaey
að Snæfellsnesi.
Engin banaslys urðu á íslenskum
sjómönnum við strendur landsins
á árinu 2020, sem er sjöunda árið
sem það gerist og fjórða í röð. Skráð
slys á fólki á árinu 2020 voru 58,
engin slys voru skráð hjá nefnd-
inni á fiskibátum undir 20 brúttó-
tonnum.
Samk væmt samantekt voru
algengustu slysin að klemmast eða
verða á milli, 17 talsins. Önnur
algeng slys voru fallslys af ýmsum
toga, slys við vindur ásamt ytri
áverkum. Meðalaldur slasaðra var
43 ár en þeir sem voru yngstir til að
slasast voru tveir 20 ára hásetar á
togveiðiskipum. Sá elsti sem slas-
aðist var 66 ára matsveinn á dýpk-
unarskipi.
Eins og fyrri ár eru það undir-
menn á skipum sem slasast í mikl-
um meirihluta, eða 79 prósent. Flest
slysin koma fyrir háseta, eða 36,
sem eru 62 prósent af öllum slysum.
Aðrir undirmenn sem slasast mest
eru netamenn og matsveinar.
Sjö skip sukku á árinu, fimm
vegna snjóf lóðs á Flateyri, eitt
langleguskip í Hafnarf irði og
eitt togveiðiskip við bryggju á
Stöðvarf irði. Fjórar ásiglingar
voru skráðar á árinu, þrjár gerð-
ust í höfn og ein á ytri höfninni í
Reykjavík, en þar varð slys á far-
þega á skemmtibát. – bb
Hásetar slasast oftast úti á rúmsjó
Hetjur hafsins slasast úti að sækja
verðmætin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Auglýst er eftir umsóknum um árlega styrki úr
Barnamenningarsjóði Íslands. Sjóðurinn er átaksverkefni
til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á
hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018.
Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði
barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka
þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni sem stuðla að
lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi.
Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem
menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka og er
hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra
aðila, t.d. að stofnanir leiti samstarfs við skapandi einstaklinga
fremur en við aðrar stofnanir.
Umsóknarfrestur rennur út 7. apríl 2021 kl. 15.00.
Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á
barnamenningarsjodur.is. Umsóknum og lokaskýrslum
skal skila á rafrænu formi.
Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Sími 515 5800, barnamenningarsjodur@rannis.is
Styrkir úr
Barnamenningarsjóði
Umsóknarfrestur er til 7. apríl kl. 15.00
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð