Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 10
11
mínútna löng samantekt
af ýmsum demókrötum að
segja orðið „berjast“ var
sýnd í réttarhöldunum.
UTANRÍKISMÁL Flugi tveggja öflugra
rússneskra sprengjuvéla á norður-
slóðum var beint af leið af her-
þotum norska hersins á þriðjudag.
Forbes greinir frá því að talið sé að
flug þeirra sé svar við fyrirhuguðum
æfingum bandaríska flughersins í
næsta mánuði, en einnig er hugsan-
legt að vélarnar hafi átt að fljúga í átt
að Íslandi og senda skilaboð til Atl-
antshafsbandalagsins, NATO, vegna
loftrýmisgæslu hér á landi.
Kremlarstjórn sjálf tilkynnti
ferð vélanna, sem eru öf lugustu
sprengjuvélar flughersins, af gerð-
inni Tu-160, og geta borið kjarna-
vopn. Hafa þessar vélar meðal ann-
ars verið notaðar til þess að varpa
sprengjum á andspyrnumenn í Sýr-
landi. Á friðartímum hafa þessar
vélar verið notaðar til þess að senda
óvinum Rússlands skilaboð.
Ekki er óalgengt að rússneskar
herflugvélar fari um norðurslóðir
og sé vikið burt áður en þær koma
að lofthelgi NATO-ríkja. Sú leið sem
sprengjuvélarnar fóru er hins vegar
talin óvanaleg, eins og verið væri að
prófa nýja flugleið til hernaðar í átt
að Íslandi.
„Þetta gætu hafa verið skilaboð
gagnvart loftrýmisgæsluverkefninu
á Íslandi,“ segir Hans Kristensen,
sérfræðingur í kjarnorkumálum
hjá hugveitunni FAS í Bandaríkj-
unum við Forbes. FAS var stofnað af
vísindamönnum sem komu að gerð
fyrstu kjarnorkusprengjunnar árið
1945 en hlutverk þess er að stuðla
að heimsöryggi fyrir kjarnorku-
vopnum.
Ef út brytist stríð milli stórveld-
anna er talið að GIUK-hliðið svo-
kallaða, milli Grænlands, Íslands
og Bretlands, yrði átakapunktur og
skotmark rússneskra sprengjuflug-
véla. Bandarískar sprengjuflugvélar,
staðstettar á Íslandi, geta ógnað
rússneskum skotmörkum, til að
mynda höfnum. „Þetta gerir Ísland
að mikilvægu skotmarki fyrir rúss-
neska flugherinn,“ segir Kristensen.
Rússnesku vélarnar tvær flugu frá
herstöð í borginni Engels í vestur-
hluta Rússlands norður í Íshaf.
Þaðan vestur til Svalbarða og suður
yfir Noregshaf. Tvær orrustuþotur
norska flughersins, af gerðinni F-16,
flugu þangað og beindu þeim af leið.
Héldu þær þá austur og aftur til Eng-
els.
Joe Biden, nýkjörinn forseti
Bandaríkjanna, gerði Vladímír
Pútin Rússlandsforseta það ljóst
að stefna Bandaríkjanna gagnvart
Rússlandi væri breytt. Rússar myndu
ekki lengur fá að vaða uppi eins og í
stjórnartíð forvera hans.
Æfingarnar í Noregi eru til marks
um þetta og Rússar hafa mótmælt
þeim harðlega. Í æfingunni munu
stórar, bandarískar sprengjuvélar,
af gerðinni B-1, æfa með norskum
vélum af gerðinni, F-35.
„Við fylgjumst áhyggjufull með
hvernig Noregur leyfir háskaleik
útlendinga á eigin landsvæði,“ segir
í yfirlýsingu rússneska sendiráðsins
í Noregi. „Við erum sannfærð um
að það séu engin vandamál í Evr-
ópu sem réttlæti komu bandarískra
sprengjuflugvéla.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Sprengjuvélum Rússa bægt frá Íslandi
Norski flugherinn beindi tveimur rússneskum sprengjuvélum, sem geta borið kjarnorkuvopn, af leið. Þær voru á óvanalegri leið í
átt að Íslandi. Fluginu líklega ætlað að senda NATO skilaboð. Svæði milli Íslands og Grænlands gæti orðið átakapunktur í ófriði.
Tupelov Tu-160 er öflugasta sprengjuvél rússneska flughersins og getur borið kjarnorkuvopn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Við erum sannfærð
um að það séu engin
vandamál í Evrópu sem
réttlæti komu bandarískra
sprengjuflugvéla.
Rússneska sendiráðið í Noregi
BANDARÍKIN Verjendur Donalds
Trump, fyrrverandi Bandaríkja-
forseta, f luttu mál sitt í réttarhöld-
unum yfir honum í öldungadeild
Bandaríkjaþings í gær.
Demókratar ákærðu Trump í
annað skipti fyrir embættisbrot
fyrir um mánuði síðan. Í þetta skipti
er hann sakaður um að hafa hvatt
til árásarinnar á þinghúsið 6. janúar
síðastliðinn.
Áður en réttarhöldin hófust í
gær sögðu verjendur Trumps að
þeir myndu klára málflutning sinn
sama dag. Þeir nýttu sér því aðeins
tvo daga til að flytja mál sitt.
Lögmenn Trumps hófu málflutn-
ing sinn á að segja réttarhöldin vera
pólitískar nornaveiðar sem væru
ekki á rökum reistar. Þeir sögðu að
Trump hafi ekki hvatt stuðnings-
menn sína til of beldis og hafi alltaf
beitt sér fyrir löghlýðni og rétti til
friðsamlegra mótmæla.
Máli sínu til stuðnings sýndu
þeir nokkur myndbönd, sum hver
skeytt með dramatískri tónlist. Eitt
þeirra bar saman ummæli Trumps
til hliðar við ummæli fjölda demó-
krata sem þeir töldu sambærileg
og sýndu fram á að forsetinn fyrr-
verandi hafi ekki hvatt til of beldis.
Annað myndband var ellefu
mínútna löng samantekt af demó-
krötum að segja orðið „berjast“ við
ýmsar aðstæður, en notkun Trumps
á orðinu í ræðu sinni til stuðnings-
manna sinna var ein af ástæðum
demókrata fyrir ákærunni á hendur
honum.
Lögmenn Trumps sögðu mynd-
bandið sýna að hægt væri að nota
orðið án þess að hvetja til of beldis,
og að demókratar hefðu tekið orð
Trumps úr samhengi.
Réttarhöldin halda áfram næstu
daga en líkur eru taldar á að Trump
verði sýknaður af ákærunum. Til
þess að hann verði sakfelldur þurfa
allir f immtíu þingmenn demó-
krata og sautján þingmenn repúbl-
ikana að greiða atkvæði þess efnis,
en margir repúblikanar hafa lýst
yfir að þeir muni ekki beita sér fyrir
sakfellingu. – atv
Skjótur málflutningur hjá
lögmannateymi Trumps
David Schoen, lögmaður Trumps, sakaði demókrata um hræsni í málsvörn
sinni í réttarhöldunum í gær. Málsvörnin tók fljótt af. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fulltrúar launamanna í stjórn
Birtu lífeyrissjóðs
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að
taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2021 til 2023.
Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta
tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu
og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu
stjórnarmanna.
Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára, einn
stjórnarmann (karl) til eins árs og einn varamann (karl) til tveggja ára í stjórn sjóðsins.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu
framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið
valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 18. febrúar 2021.
• vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð.
• ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar.
• vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv.
31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim
kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum
lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar.
• Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir
uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu.
Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og
sjóðinn má finna á vefnum birta.is
ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU
Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð