Fréttablaðið - 13.02.2021, Side 12

Fréttablaðið - 13.02.2021, Side 12
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Að þessu frumvarpi fram komnu blasir við að framkvæmd barnavernd- ar á ekkert skylt við stjórnmál og flokkslínur. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Málefni barna og ungmenna er eitt mikilvægasta málefni sem við getum látið okkur varða og miklu skiptir að umgjörðin um velferð barna sé fagleg og sett saman af málefnalegum sjónarmiðum. Það verður að segja þá sögu eins og er að oftar hefur í fjöl- miðlum verið fjallað um misbresti í starfsemi barna- verndar en það sem vel er gert. Með Fréttablaðinu á fimmtudag fylgdi blað sem tileinkað var 112 deginum. Þar birtist viðtal við fyrr- verandi skjólstæðing barnaverndarnefndar, Katrínu Salimu Dögg Ólafsdóttur. Þar lýsir hún til dæmis léttinum sem hún hafi fundið fyrir þegar lögreglumenn komu til að taka hana og tvíburasystur hennar og fjar- lægja af heimili móður þeirra. Hún hafi aldrei fundið til ótta, heldur upplifað þá sem bjargvætti sem færðu þær loks á betri stað. Hún hafi, aðeins fimm ára að aldri, átt þá einlægu von að hennar biði betra líf. Í viðtalinu segir Katrín það lán og blessun hvernig barnaverndarnefnd stóð að málum þeirra systra. Þetta er saga af erfiðum aðstæðum sem fékk góðan endi. Ekki er svo um allar. Undir lok viðtalsins segir Katrín: „Við erum lítil þjóð og þetta á ekki að vera flókið. Með yfirsýn og skilvirkni geta allar stofnanir talað saman: leikskóli, grunn- skóli, lögreglan og barnavernd. Ekkert barn á að lifa við aðstæður eins og við gerðum. Við þurfum að hafa börnin í forgangi og bíða ekki með ákvarðanir heldur láta hagsmuni þeirra ráða frekar en móðurréttinn. Við systur vorum heppnar að komast heilar í gegnum þetta en sum börn þola verr við og ná sér aldrei á strik.“ Í samráðsgátt stjórnvalda hefur nýlega verið sett frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um barna- vernd. Þar veit á ýmislegt til framfara í málefnum barnaverndar. Við sem búum hér á suðvesturhorni landsins áttum okkur kannski ekki öll á því hvaða áskorun það er að sinna barnavernd í fámennum sveitarfélögum um landið. Fólk sem sinnir barnavernd við þær aðstæður er sannarlega ekki öfundsvert af verkefnum sínum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Eitt markverðasta nýmælið í frumvarpi ráðherrans er að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Fyrirkomulagið nú er þannig að sveitar- stjórnarmenn koma sér saman um skipan nefnda í hverju sveitarfélagi og barnaverndarnefndir þar á meðal. Að þessu frumvarpi fram komnu blasir við að fram- kvæmd barnaverndar á ekkert skylt við stjórnmál og flokkslínur, heldur skiptir þar mestu sú fagþekking sem fáanleg er. Frumvarpið gerir ráð fyrir að í stað barnaverndar- nefnda verði starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barna á vegum sveitarfélaganna. Þannig verði fagþekking ráðandi í barnaverndarþjónustu. Af sögu Katrínar Salimu Daggar Ólafsdóttur sést hve mikilvægt er að umgjörð öll um velferð barna sé traust. Frumvarp ráðherrans stefnir að því markmiði. Það hlýtur að fá skjóta afgreiðslu Alþingis. Barnavernd Leikjafræði er grein innan stærðfræði, hagfræði og félagsvísinda þar sem líkön eru notuð til að spá fyrir um atburðarás í hvers konar keppni: skák, knattspyrnu, stjórnmálum eða stríði. Hugtakið núllsummuleikur (e. „zero-sum game“) lýsir aðstæðum þar sem ávinningur eins er sjálfkrafa tap annars. Baki ég til dæmis súkkulaðiköku handa fjölskyldunni í dag er afraksturinn núllsummuleikur. Þegar ég sker úr kök- unni sneið, set hana á disk og afhendi hann horugum grislingi sem arkar inn úr snjónum er einni sneið minna af köku eftir handa mér. Horugi grislingurinn hefur hins vegar grætt því sem nemur tapi mínu. Súkkulaðikaka skapar hamingju. Hamingja er hins vegar ekki eins og súkkulaðikaka. Hingað til hefur hamingja ekki verið talin núllsummuleikur. Þótt ríkir verði gjarnan ríkir á kostnað einhvers á það ekki við um þá sem verða hamingjuríkir. Því hamingja er ótak- mörkuð auðlind. Hamingja verður ekki tekin úr vasa eins og færð í vasa annars. Eða svo kveður kenningin. Hola af harmleik Mikil hamingja ríkti í upphafi vikunnar þegar slakað var á sóttvarnareglum hér á landi. Krár og skemmti- staðir opnuðu dyr sínar og líkamsræktarstöðvar búningsklefana. Venju samkvæmt voru einhverjir óánægðir með að hugðarefni þeirra hefði ekki hlotið náð fyrir augum þríeykisins. Aðeins eitt dæmi var hins vegar um að óhamingja ríkti með opnun ein- hvers sem hafði áður verið lokað. Fyrir tæpu ári var spilakassasölum lokað vegna smithættu af völdum COVID-19. Stuttu síðar bárust fréttir af betri líðan fólks sem glímdi við spilafíkn. Rannsóknir benda til að rúmlega 2000 Íslendingar glími við alvarlega spilafíkn og allt að þrefalt f leiri glími við fíknina í einhverri mynd. Talið er að spila- kassar séu þrisvar til fjórum sinnum meira ávana- bindandi en aðrar tegundir fjárhættuspila. Samkvæmt Gallup-könnun vilja 86% Íslendinga að spilakassar verði ekki opnaðir aftur. Samtök áhugafólks um spilafíkn kölluðu nýverið eftir því að spilakassasölum yrði lokað til frambúðar. Ákallið var hunsað. Í vikunni opnuðu spilasalir þvert á óskir margra þeirra sem þá sækja og fjölskyldna þeirra. En ef gestir spilakassasala vilja ekki að þeir opni, hverjir vilja það þá? Árið 2019 töpuðu Íslendingar 3,9 milljörðum króna í spilakössum. Tvö fyrirtæki reka spilakassa hér á landi. Annars vegar Happdrætti Háskóla Íslands, og hins vegar Íslandsspil sem er í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargar og SÁÁ. Í lok síðasta árs tilkynnti SÁÁ að samtökin hygðust hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Af því tilefni var framkvæmdastjóri Rauða krossins, Kristín Hjálmtýsdóttir, spurð hvort rekstur spilakassa samrýmdist hugsjón samtakanna. „Já,“ svaraði Kristín og sagði spilakassana hafa verið mikilvæga fjáröflun síðastliðin fimmtíu ár. Á heimasíðu Rauða krossins segir að samtökin séu „mannúðarhreyfing“ sem hafi að markmiði að „vernda líf og heilsu berskjaldaðra hópa“. Ekki eru þó öll góðverk jafngóð. Upp á sitt einsdæmi – og alveg óvart – hefur Rauða krossinum tekist að sýna fram á að hamingja getur víst verið núllsummuleikur. Þau góðverk sem Rauði kross Íslands fjármagnar með peningum úr spilakössum auka ekki heildarhamingju í veröldinni, þau draga ekki úr heildareymd mannkyns, þau minnka ekki neyð berskjaldaðra hópa – þau færa hana til. Milljón af mannúð á einum stað á sér samsvar- andi milljón króna holu af harmleik annars staðar. Rauði krossinn gerir sér að féþúfu „berskjaldaðan hóp“ sem hreyfingin ætti heldur að sýna mannúð og gera að skjólstæðingi sínum. Hvað segðum við ef dýraverndunarsamtökin PETA tækju að selja mulin nashyrningahorn í fjáröflunarskyni? Slík „núllsummu- gæska“ teldist varla mikil gæska. Tilfærsla hamingjunnar 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.