Fréttablaðið - 13.02.2021, Side 30
Hann afi minn hafði mikla trú á mér og það er dýrmætt veganesti að finna fyrir tiltrú
annarra. Hann var sá sem hvatti
mig til að læra arkitektúr en ég var
ekkert endilega á þeim buxunum
þá. Ég vissi það eitt að ég vildi vinna
mér inn góð laun og verða fjárhags-
lega sjálfstæð en svo kom í ljós að
maður fer ekki í arkitektúr til að fá
góð laun,“ segir Margrét Leifsdóttir
og skellihlær. Hún er arkitekt og
heilsumarkþjálfi.
Afi Margrétar var Gísli Halldórs-
son, landskunnur og mikilsvirtur
arkitekt. Hann teiknaði meðal
annars Laugardalshöllina, Laugar-
dalsvöllinn, Tollhúsið og Hótel
Loftleiðir, ásamt fjölda íþrótta-
húsa og einbýlishúsa um land allt.
„Ég hef oft borið mig saman við
afa því hann var stór fyrirmynd í
mínu lífi,“ segir Margrét, sem býr í
húsi sem afi hennar teiknaði og bjó
í á Tómasarhaganum. Afi hennar
byggði sömuleiðis vinnustofu í
garðinum þar sem Margrét starfar
nú sem arkitekt hjá A - arkitektum.
„Ég hugsa stundum: „Vá, hvað
afi var búinn að hanna mörg hús
á mínum aldri, en ég ekki eins
mörg“, en við áttum ekki bara
arkitektúrinn sameiginlegan.
Afi hafði líka brennandi áhuga á
lýðheilsumálum, hann var forseti
ÍSÍ og Ólympíusambandsins, og
stóð meðal annars fyrir framúr-
stefnulegri herferð ÍSÍ um að
landsmenn færu út að skokka sér
til heilsubótar; nokkuð sem annar
hver maður gerir í dag en einstaka
furðufugl gerði í þá daga. Afi var
líka upptekinn af góðum sam-
skiptum og mjög hæfur í þeim,
sáttfús og diplómatískur og mikið
hægt að læra af honum.“
Lærði heilsumarkþjálfun
eftir að hafa veikst
Margrét hefur, eins og Gísli afi
sinn, óþrjótandi áhuga á góðum
samskiptum.
„Mér finnst stóra málið í lífinu
vera hvernig við tölum við okkur
sjálf því það endurspeglar hvernig
við tölum við aðra. Ef við erum
góð við okkur sjálf, erum við líka
góð við aðra, en ef við erum vond
við okkur sjálf verður líka erfitt að
sýna öðrum gæsku,“ segir Margrét,
sem stendur fyrir námskeiðunum
vinsælu „Tíu daga hreint mat-
aræði“. Þar fer hún líka inn á góð
mannleg samskipti og fleira sem
tengist heilsumarkþjálfun.
„Ég veiktist alvarlega árið 2007
og fór þá að læra heilsumarkþjálf-
un til að hjálpa sjálfri mér. Ég var
svo heppin að kynnast hafnfirsku
fimleikastelpunni og heilsumark-
þjálfanum Lindu Pétursdóttur og
lærði síðar markþjálfun við sama
skóla og hún. Eftir að hafa sótt
námskeiðið „Tíu daga hreint mat-
aræði“ hjá Lindu fór ég að hjálpa
henni með námskeiðin og hélt
svo áfram með þau hér á Íslandi,
en Linda er nú búsett í Banda-
ríkjunum,“ útskýrir Margrét, sem
stundar líka nám í lífsráðgjöf (e.
life coaching) hjá Guðna Gunnars-
syni í Rope Yoga.
Margrét hefur síðan bætt við
fleiri frábærum námskeiðum sem
heilsumarkþjálfi.
„Ég bý til námskeið sem ég væri
sjálf spennt fyrir að sækja. Það er
svo mikil alvara í lífinu og þess
vegna nauðsynlegt að leika sér
sem mest. Í nóvember bjuggum
við Tinna Thorlacius hómópati
til föstu- og sjóbaðsnámskeið, en
höfum síðan haldið áfram með sjó-
baðsnámskeiðin og hvílt fösturnar
í bili. Þar förum við með fólk í létt
sjóböð og strandpartí í fjörunni.
Sjóböð hafa mögnuð áhrif til góðs
á líkamann og meðal annars mjög
góð áhrif á exem. Það er magnað að
sjá þátttakendur sigrast á sjálfum
sér, fara út fyrir þægindahring sinn
og stækka þar með heimildina
sína. Það er svo gaman að rækta
heilsuna með hópi af góðu fólki.
Mér finnst gleðin ómissandi á
námskeiðum og mun eflaust hætta
að halda þau þegar mér finnst þau
ekki lengur spennandi sjálf.“
Mikilvægt að stíla inn
á eigið styrkleikasvið
Margrét ólst upp á Seltjarnar-
nesinu og bjó þar til tvítugs þegar
hún fór utan til Berlínar í arki-
tektúrnám og bjó þar í sjö ár.
„Ég vinn sem heilsuarkitekt, það
er sambland af starfsheitinu arki-
tekt og heilsumarkþjálfi. Ég er léleg
í að sitja og teikna allan daginn,
en samstarfskonur mínar, Fríða og
Hrefna, eru góðar í því og fagna því
að ég sé um víðan völl eins og þarf.
Við bætum hver aðra upp; ég fæ að
vera í mínu elementi, þar sem ég er
best, og þær í sínu. Það er mikil-
vægt að þurfa ekki að þvinga sig í
verkefni sem henta manni engan
veginn. Við eigum að stíla okkur
inn á eigið styrkleikasvið; það er
svo gaman og þá blómstrum við,“
segir Margrét.
Tekur Feel Iceland kollagen
til að hjálpa líkamanum
Margrét æfði handbolta með
Gróttu og fótbolta með KR, þar til
hún sleit krossbönd fyrir tvítugt
og lenti í þrálátum meiðslum.
„Nú iðka ég golf, göngu og fjalla-
skíði, því ég má ekkert hlaupa
lengur og er komin með brjósk-
eyðingu í hnéð. Þess vegna tek ég
Feel Iceland kollagen, til að hjálpa
líkamanum í þeirri vinnu,“ segir
Margrét sem tekið hefur kollagen
í rúmt ár.
„Ég ákvað að prófa Feel Iceland
kollagenið út af hnénu og exemi
sem ég hef glímt við. Eftir tvo mán-
uði fann ég mikinn mun á nögl-
unum og hárinu, sem varð bæði
þykkara og líf legra. Ég fann líka
fyrir framförum í ræktinni, mér
óx afl og gat tekið meiri þyngdir
en áður, sennilega vegna þess hve
kollagenið er öflugt prótín. Ég trúi
því líka að kollagenið sé gott fyrir
brjósk, bein og liði. Innihaldslýs-
ingin er svo rökrétt,“ segir Margrét,
ánægð með áhrif kollagensins.
„Ég tek sjaldan inn bætiefni og
vil heldur fá þau úr fæðunni, en
mér finnst Feel Iceland kollagenið
svo nálægt því að vera matur. Mér
finnst líka skipta máli að kolla-
genið er íslensk afurð, úr villtum,
þurrkuðum þorski, og ekki
skemmir fyrir að það eru íslenskar
konur sem unnu frumkvöðla-
starfið að baki Feel Iceland.“
Mælir heilshugar með
Feel Iceland kollageninu
Margrét setur kollagen út í sítrónu-
vatn að morgni eða græna þeyt-
inga, en uppáhaldsdrykkurinn er
sá sem Guðbjörg vinkona hennar
kenndi henni að útbúa og saman-
stendur af kollageni, appelsínu,
ólífuolíu, vatni og ísmolum.
„Þá er eins og maður sé kominn
með frískandi góðan sumardrykk
á strandbar á Spáni,“ segir hún
hlæjandi og gefur nemendum
sínum á Tíu daga-námskeiðinu
uppskrift að kollagendrykkjum,
enda mælir hún heilshugar með
kollageninu frá Feel Iceland.
Fram undan er nýtt tíu daga-
námskeið sem hefst 1. mars og
hægt að skrá sig og komast í sam-
band við Margréti Leifsdóttur á
Facebook og á margretleifs.is.
„Þetta eru tíu daga æfingabúðir
sem ég held nokkrum sinnum á
ári með Oddrúnu Helgu Símonar-
dóttur heilsumarkþjálfa. Tilgangur
námskeiðsins er að finna hvaða
matur gerir manni gott og hvaða
matur hentar manni síður. Grunn-
urinn að því að breyta einhverju er
að skipuleggja hvernig við ætlum
að gera það, hvaða trú við ætlum
að hafa á sjálf okkur og hvernig
umgjörðin á að vera. Það gerist ein-
hver galdur þegar maður fer í svona
æfingabúðir saman, það er miklu
auðveldara og skemmtilegra en
maður heldur. Í samkomubanninu
færðist námskeiðið yfir í fjarfunda-
búnað og þátttakendur eru mjög
ánægðir með að hafa matreiðslu-
námskeiðið sem fylgir 10 daga-
námskeiðinu heima í sínu eldhúsi.
Þetta hefur Covid kennt okkur og
nú geta allir verið með, hvar sem
þeir eru staddir, á landsbyggðinni
líka og í útlöndum.“
Feel Iceland fæst meðal annars í
öllum helstu apótekum og heilsu-
vöruverslunum, svo sem Lyfju,
Heilsuhúsinu, Lyf og heilsu, Apó-
tekaranum, Fjarðarkaupum, Hag-
kaup, Krónunni, Nettó og í Fríhöfn-
inni. Sjá nánar á feeliceland.com
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Margrét æfði
fótbolta með
KR og hand-
bolta með
Gróttu á árum
áður. Hún
stundar nú golf,
göngur og fjalla-
skíði en er hætt
að hlaupa vegna
brjóskeyðingar
í hné. Hún notar
Feel Iceland
kollagen til að
hjálpa líkam-
anum í þeirri
vinnu. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
Margrét setur kollagen út í appelsínudrykk, sítrónuvatn og þeytinga.
Margrét leiðir meðal annars heilsubætandi sjóböð á skemmtilegum nám-
skeiðum sem enda með góðu strandpartíi. MYND/HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R