Fréttablaðið - 13.02.2021, Side 62
ari sem auglýsti námskeið og bjóst
við að nokkrir myndu sækja um,
en það voru bara fleiri hundruð
manns sem vildu vera með. Hann
bara trúði þessu ekki.“
Björgvin og leikhópurinn fara á
æfingar einu sinni í viku í Hlíðar
fjalli en hann segir æðislegt hversu
stutt er að fara upp í fjallið og upp
lifa fjalladýrðina.
„Þetta er bara svo góð stemning.
Við erum með geggjaðan kenn
ara, hann heitir Þráinn. Færið er
ótrúlega gott og ég er nýfarinn að
geta rennt mér smá. Þetta er alveg
drullugaman. Þetta er bæði góð
æfing fyrir líkamann og svo færðu
líka adrenalínið sem fylgir því að
renna sér niður brekkurnar. Ég
náði í fyrsta sinn að renna mér um
daginn og það var þvílíkur sigur.
Við vorum nokkur sem skutluð
umst út í snjóinn og duttum. Það
verða samt engin stórslys á göngu
skíðunum, við dettum í mesta lagi
aðeins á rassinn.“
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Það hefur orðið sprengja í gönguskíðaiðkun, sérstaklega eftir COVID, skilst mér á
þeim sem þekkja til hérna,“ segir
Björgvin Franz, sem ásamt hópi af
vinnufélögum hjá Leikfélagi Akur
eyrar réði sér þjálfara og mætir
einu sinni í viku upp í Hlíðarfjall á
gönguskíðaæfingu eftir æfingar á
söngleiknum um Benedikt búálf.
„Þegar maður flytur norður
verður maður að elska snjóinn. En
við erum að reyna að vera ábyrg,
við leikararnir hérna. Við viljum
ekki snúa okkur og meiða okkur
og þá er gönguskíðasportið örugg
ast. Við erum farin að fara niður
brekkur og gera allan fjandann.
Þetta er ógeðslega gaman, það
eru sem betur fer nokkur nokkuð
venjuleg í hópnum sem halda
okkur hinum niðri á jörðinni,“
segir Björgvin og hlær.
Björgvin segir að þrátt fyrir að
hafa ekki stundað gönguskíði áður
sé skíðaíþróttin ekki alveg ný fyrir
sér.
„Ég byrjaði að stunda skíði
í Minnesota. Það var ógeðs
lega fyndið. Ég hef aldrei verið
íþróttatýpan og var alltaf valinn
síðastur í liðið. Ég er með frekar
skrýtnar hreyfingar þegar kemur
að íþróttum. Það er tekið eftir
því hvað þær eru ósamhæfðar. Ég
og bolti eigum til dæmis ekki vel
saman,“ segir hann.
„En svo bara datt ég inn í skíðin.
Ég fór á námskeið í Minnesota og
skíðaþjálfarinn sagði við mig að ég
panikaði mikið. Ég sagði bara: Já,
ég veit. En svo bara allt í einu kom
þetta og þá fannst mér viðbjóðs
lega gaman. Við fjölskyldan vorum
á fullu í þessu. Það voru skíði og
snjóbretti og allur pakkinn.“
Björgvin segir að hann hafi svo
lagt skíðaskóna á hilluna þegar
hann fór að leika í Ellý í Borgarleik
húsinu og sýna sex sinnum í viku.
„Þá hugsaði ég: Þú getur ekki
farið að hringja í Kristínu Eysteins
og segja: Þú trúir aldrei hvað
gerðist á skíðum um helgina. Raggi
Bjarna er ekki að fara að mæta á
næstu sýningar, því miður. Þannig
að ég lagði niður skíðin.“
Fjalladýrðin æðisleg
Vinafólk Björgvins, sem hann býr
hjá á Akureyri, er aftur á móti á
fullu á svigskíðum að sögn Björg
vins og hefur mikið reynt að draga
hann með sér á skíði.
„Ég fer yfirleitt í Hlíðarfjall, en
ég fór til Ólafsfjarðar um daginn.
Þá var ég með vönu fólki en ég hélt
mig bara með eldri borgurunum í
neðri hringnum. Það var alveg nóg
fyrir mig. Það er svo skrýtið að það
er eins með gönguskíðin og svig
skíðin. Það er smá panik fyrst og
svo er þetta bara ógeðslega gaman.
Skíðakennarinn sagði einmitt við
mig fyrst þegar við hittum hann,
að einu sinni hefðu bara nokkrir
skrýtnir karlar og konur stundað
gönguskíði en nú væru bara allir
byrjaðir á því. Það var einn kenn
Þetta er ógeðslega gaman
Gönguskíðaæði hefur gripið um sig meðal þjóðarinnar og fjöldi iðkenda hefur margfaldast.
Björgvin Franz Gíslason leikari er einn þeirra sem er nýfarinn að stunda þetta skemmtilega sport.
Hópurinn sem er að æfa Benedikt búálf með LA fer einu sinni í viku saman
upp í Hlíðarfjall að æfa sig á gönguskíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Leikhópurinn hress saman í Hlíðarfjalli á gönguskíðum. MYND/AÐSEND
Björgvin Franz æfir gönguskíði með vinnufélögunum. MYND/SAGA SIG/
Þegar maður flytur
norður verður
maður að elska snjóinn.
En við erum að reyna að
vera ábyrg, við leikar-
arnir hérna. Við viljum
ekki snúa okkur og
meiða okkur og þá er
gönguskíðasportið
öruggast.
6 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RVETRARSPORT