Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2021, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 13.02.2021, Qupperneq 66
Hvað þýddu 150 kossar upp úr aldamótum 1900? Við vitum það ekki. Við getum aldrei verið alveg viss um hvað heimild- irnar vitna um. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Huldukonur.is er afrakstur söfnunar og rannsókna þeirra Ástu, Hafdísar og Írisar á íslenskum heimildum um konur og kynverund á Íslandi frá 18. öld og til ársins 1960, þegar nútíma sjálfsmyndarhugtök, á borð við lesbía og tvíkynhneigð, hófu vegferð sína inn í tungutak þjóðarinnar. Allar vinna þær nú hjá Háskóla Íslands. Ásta er nýdoktor í íslenskum bókmenntum, Íris er lektor í deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið og Hafdís er doktorsnemi í sagnfræði. „Helsti hvatinn fyrir því að við settum saman þetta námsefni er sá að það er ekki til neitt námsefni um hinsegin sögu sem miðað er að nemendum í framhaldsskóla, en í aðalnámskrá framhaldsskólanna er kveðið á um að nemendur læri um margbreytileika mannlífsins, meðal annars hvað varðar kyn og kynverund. Þau sem kenna kynja- fræði í menntaskóla hafa bent á að þetta vanti sárlega,“ segir Ásta. Efnið á vefnum er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér hinsegin kynverund kvenna frá 1700–1960. Námsefninu er skipt í 10 kafla með mismunandi þemu sem kanna frekar hinsegin kynverund kvenna fyrir 1960. Námsefnið er fjölbreytt og er hægt að flétta inn í ýmsar námsgreinar eins og mannkynssögu, kynja- fræði, íslensku og fleira. „Verk- efnið byrjaði á því að við vorum að grúska og stunda rannsóknir á hinsegin sögu og í heimildum fyrir 20. öld virtist ekkert vera til um hinsegin konur. Einhverjir gætu haldið því fram að hinsegin konur hefðu ekki verið til, en við vitum að það er einfaldlega ekki rétt. Það virtist hins vegar vera erfiðara að finna heimildir um hinsegin konur heldur en karla. Við þurftum að leita eftir þeim sérstaklega og fengum styrk frá Jafnréttissjóði Íslands. Þá skoðuðum við bréf, dagbækur, skjöl, greinar í dag- blöðum og ýmislegt fleira.“ Ásta segist ekki vera viss um hvort til sé álíka námsefni sem hafi verið gefið út annars staðar í heiminum. „Mig langar að vona að það sé til eitthvað, af því þetta er eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að varpa ljósi á hinsegin sögu. Það er lítið til um hinsegin sögu á Íslandi almennt og víða erlendis líka. Meira hefur verið gert á enskum málsvæðum en mest af þessari þekkingu er einskorðað við háskólana þar sem hún hefur ekki nægileg áhrif. Þessi þekking þarf að skila sér í fræðslu til almennings.“ Námsefnið á huldukonur.is er ekki skylduefni í framhaldsskóla frekar en annað námsefni. „Við munum á næstu mánuðum kynna efnið á meðal framhaldsskóla- kennara. Þá vonumst við til þess að kennarar sýni frumkvæði að því að taka upp námsefnið í sína kennslu, enda er það ábyrgðar- hlutverk af hálfu þeirra, sem taka það alvarlega að uppfylla ákvæði aðalnámskrár, að skoða svona efni og gera því skil í sinni kennslu.“ ... þín einlæg elskandi vina- Kaflarnir 10 taka fyrir ákveðin þemu sem tengjast kyni og kyn- verund, eins og tilfinningar milli kvenna, þögn og eyður, konur í buxum og fleira. Hver kafli byrjar á því að kynna þemað. Næst eru tekin dæmi um heimildir sem falla undir þemað og í lokin eru umræðuverkefni fyrir nemendur. Í einum kaflanum er fjallað um til- finningar kvenna og tekið er dæmi um bréfaskriftir Ingibjargar Guð- brandsdóttur, sem var kölluð Imba Brands, og Ingibjargar H. Bjarna- son, sem var fyrsta konan til að sitja á Alþingi á Íslandi. Í sumum bréfum sem Imba skrifar til Ingibjargar birtast, að því er virðist, skýr dæmi um rómantíska ást þeirra á milli, ef bréfin eru skoðuð út frá nútíma- hugmyndum um vináttu og ást. Imba lýkur til dæmis einu bréfi sínu á: „Vertu margblessuð elskan mín góð og guð gefi þjer mörg gleðileg nýár já og helst ástrík, því algjör gleði getur það ekki verið nema maður elski einhvern og offri [fórni] sjer fyrir ekki satt? ...þín einlæg elskandi vina Imba Brands.“ Einnig talar Imba um að senda tvær tennur til Ingibjargar, sem virkar stórfurðulegt fyrir nútíma- lesanda. „Þetta er vissulega heillandi og skrítið. En á þessum tíma var eðlilegt að gefa ástvini lokk af hári. Það er spurning hvort hér sé gengið lengra? Eða hvort um sé að ræða verðmætar gervitennur sem hægt var að endurnýta?“ En eins og er með merkingu endurgjaldsins sem Imba biður um á móti, það er 100 eða 150 kossar, þá eru þetta spurningar sem er ómögulegt að svara. „Hvað þýddu 150 kossar upp úr aldamótum 1900? Við vitum það ekki. Við getum aldrei verið alveg viss um hvað heimildirnar vitna um. Það er ekkert sem segir okkur hvernig sambandinu var háttað og hvort að þær hafi litið á sjálfar sig sem eitthvað meira en góðar vin- konur.“ Þagnir og eyður Sagan á bak við bréfin er annars áhugaverð og varpar ákveðnu ljósi á innihald þeirra. Ingibjörg H. Bjarnason var þjóðfræg kona en einkalíf hennar hefur verið nokkuð hulið. „Einkaskjalasafn hennar er þó tiltölulega nýkomið inn á Lands- bókasafn, rétt fyrir nokkrum árum þegar við vorum að byrja að safna heimildum fyrir verkefnið. Safnið innihélt meðal annars þessi bréf á milli Ingibjarganna tveggja og eru mörg þeirra á svipuðum nótum. Þau lýsa löngun kvennanna til þess að vera nálægt hvor annarri og áætlunum um að búa saman. Hér finnst okkur vera skýrt dæmi um eyðu eða þögn sem getur átt sér stað í sögunni. Það er, til eru ýmsar heimildir en þeim er af ein- hverjum ástæðum haldið til hliðar og geymdar, þar sem fræðimenn og almenningur komast ekki í þær. Á meðan þessum heimildum er haldið til hliðar getum við ekki kynnst þessari hlið sögunnar. Annað dæmi er um tvær konur, Þær Ingibjörgu Ólafsson og Despinu Karadja prinsessu, sem voru sambýliskonur í fjörutíu ár. Þegar Ingibjörg lést árið 1962 lét Despina Borgarskjalasafn Reykjavíkur fá skjalasafn hennar. Samkvæmt öllum skilgreiningum í dag voru þær lífsförunautar. Ingi- björg ferðaðist mikið en á þessum 40 árum er þó ekki til ein einasta heimild um bréfaskriftir þeirra á milli sem stenst engan veginn. Líklegasta svarið er að Despina hafi fjarlægt bréfin sjálf þar sem þau gætu hafa innihaldið persónulega tjáningu þeirra á milli sem þær vildu ekki að heimurinn fengi að sjá.“ Kennsla í gagnrýninni hugsun „Það sem ég held að verði skemmti- legt við þetta námsefni er að ungt fólk í framhaldsskóla er ekki jafn fast í sömu hugsanarömmum og til dæmis fræðifólk í háskóla- samfélaginu. Við vitum ekki fyrir fram hvernig þau muni upplifa svona tjáningu og þess vegna geta umræður um svona atriði verið svo áhugaverðar. Ég vona svo sannarlega að nem- endur útskrifist úr framhaldsskóla með þær hugmyndir að hinsegin konur hafi verið til fyrr á öldum þó svo við lesum ekki um þær í sögubókunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að hjálpa nemendum að átta sig á því hvernig fólk hugsaði til dæmis fyrir 200 árum um kyntján- ingu, kynjahlutverk, klæðaburð og vináttu og að við getum ekki varpað okkar hugmyndum á for- tíðina og skilið hana út frá okkar sjónarmiði. Við finnum vissulega dæmi, eins og á milli Ingibjargar og Imbu, þar sem við könnumst við ýmislegt, en við vitum ekki hvað á að kalla það. Ég yrði hamingju- sömust með að vita að nemendur hugsuðu í framhaldi á gagnrýninn hátt um námsefnið sem þeim stendur til boða.“ Hulu svipt af hinsegin sögu kvenna Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger opnuðu huldukonur.is í janúar 2020. Í vikunni bættu þær við fróðlegu námsefni handa nemendum í framhaldsskóla. Hafdís Erla, Ásta Kristín og Íris standa að baki huldukonur.is og varpa ljósi á hvernig hinsegin kynverund kvenna var tjáð fyrir tíma nútíma sjálfsmyndarhugtaka á borð við lesbía eða tvíkynhneigð. MYND/DAVÍÐ ALEXANDER CORNO, FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is MYNDLIST Á ÍSLANDI Sérblaðið Myndlist á Íslandi kemur út laugardaginn 25. febrúar. Þarna viljum við gefa stórum og litlum söfnum og galleríum tækifæri til að koma á framfæri því sem verður í gangi á nýja árinu! Í þessu blaði bjóðum við upp á hefðbundnar auglýsingar og kynningar sem unnar eru í samráði við blaðamenn og ljósmyndara Fréttablaðins. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.