Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 74

Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 74
Landinu er hollara að vera klætt og í því felst líka stór ávinningur fyrir loftslagið. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Kristinn Fjeldsted frá Raknadal við Patreksfjörð, lést í faðmi fjölskyldunnar í Perth í Ástralíu, föstudaginn 15. janúar, eftir stutt veikindi. Hann verður jarðsettur á Patreksfirði og mun útför hans verða auglýst síðar. Frances Taylor Ragnar Fjeldsted Hrafhildur Hjálmarsdóttir Kristín Fjeldsted Styrgerður Fjeldsted Jóhannes Héðinsson Helga Fjeldsted Kjartan Björnsson Egill Steinar Fjeldsted Caren E. Capangpangan Júlía Veronica Fjeldsted Aaron Kristinn Fjeldsted Sigursteinn Steinþórsson Þóra Guðrún Grímsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Vilhjálmur K. Hjartarson bifreiðastjóri, Fossvegi 8, Selfossi, áður Bakkaseli 24, Reykjavík, sem lést þann 28. janúar síðastliðinn verður jarðsunginn frá Fella-og Hólakirkju miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13. Jarðsett verður í Laugardælakirkjugarði í Flóa að athöfn lokinni. Ekki verður streymt frá athöfninni en allir ættingjar og vinir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þ. Harpa Jónsdóttir Hjörtur V. W. Vilhjálmsson Sangwan Wium Ragnhildur Vilhjálmsdóttir Ingibjörn Jóhannsson Gunnar Örn Vilhjálmsson Jón Vilhjálmsson Súsanna Gunnarsdóttir Kristinn Þ. Vilhjálmsson Anna Lilja Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svala Jónsdóttir Lautasmára 1, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 6. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13. https://youtu.be/iVGMPejj7tM Bragi Friðþjófsson Sigurborg Bragadóttir Karl Helgason Dagbjört Jóna Bragadóttir Skarphéðinn Skarphéðinsson Göran Skog Björk Bragadóttir Þorvaldur Kröyer Roger Seager Jenny Seager og ömmubörn. Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Svavar Gestsson Hjartans þakkir til allra sem minntust Svavars við andlát hans og útför. Sú hlýja og væntumþykja sem við fundum fyrir frá vinum og vandamönnum, nær og fjær, var okkur ómetanlegur stuðningur í sorginni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut, sem sýndi einstaka fagmennsku, alúð og virðingu við Svavar. Það var dýrmætt fyrir okkur, hans nánustu. Guðrún Ágústsdóttir Svandís Svavarsdóttir Torfi Hjartarson Benedikt Svavarsson María Ingibjörg Jónsdóttir Gestur Svavarsson Halldóra Bergþórsdóttir Ragnheiður Kristjánsdóttir Svavar Hrafn Svavarsson Árni Kristjánsson Anna María Hauksdóttir Gunnhildur Kristjánsdótttir Sigurður Ólafsson og fjölskyldur Dúi Landmark hefur verið ráðinn hjá Landgræðsl-unni til eins árs sem verkefnastjóri miðlunar. Það er nýtt starf. „Land-græðslan er að þróast sem þekkingar- og þjónustustofnun, því er miðlun upplýsinga vaxandi hluti af starfseminni,“ útskýrir hann og bætir við: „Miðað við heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna, sem við Íslendingar tökum þátt í, og mikilvægi umhverfis- verndar í almennri umræðu, hafa verk- efni Landgræðslunnar breyst. Að hluta til snúast þau um að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér sjálf, það fer eftir ástandi svæða. Okkar stóra markmið er að vekja almenning til vitundar um að þetta land okkar er stórskaddað. Gróðurþekja þess er aðeins 5% af því sem talið er að hún hafi verið við landnám.“ Eru til gróðurkort frá þeim tíma? „Nei,“ svarar Dúi. „En við erum að vinna að heildarúttekt á gróðurfari landsins. Ég get bent á svæði innan borgarinnar sem mikið er sótt í til gönguferða, Úlf- arsfellið. Það ætti að vera gróðri vaxið upp á topp eins og var við landnám. Sama má segja um marga staði – verk- efnið er risastórt.“ Er ekki í lagi að hafa auðnir sums staðar ef þær eru ekki að fara neitt? „Þegar ég vann sem leiðsögumaður sýndi ég ferðamönnum stoltur auðnir landsins og víðerni. En Ólafur Arnalds gaf út fyrir nokkrum mánuðum rit sem nefnist Ástand lands og hrun íslenskra vistkerfa, hann notar þar hugtakið samdaunasýki. Við venjumst landinu og finnst það eiga að vera eins og það er, en þegar gögn um rannsóknir eru skoðuð kemst maður að raun um annað. Landinu er hollara að vera klætt og í því felst líka stór ávinningur fyrir loftslagið. Við verðum að græða það eins mikið og við getum og vinna að heimsmarkmið- unum.“ Enn þrjóskast ég, bendi á að hægt sé að stíga svo óvarlega til jarðar í upp- græðslu að óafturkræf spjöll verði á íslenskri náttúru, samanber lúpínuna. „Landgræðslan sáir ekki lengur lúpínu,“ fullyrðir Dúi og viðurkennir að hún hafi reynst of ágeng. „Við munum vinna að því að koma landinu í hægfara bata og til upprunalegs horfs, komandi kynslóðum til hagsbóta á heimsvísu. Okkur langar að vekja almenning til vitundar um hvernig ástandið er og tala meðal annars við fólkið sem mestu máli skiptir, unga fólkið. Við viljum vinna fyrir það og með því.“ gun@frettabladid.is Verðum að græða landið Dúi Jóhannsson Landmark hefur starfað við myndatöku og framleiðslu efnis fyrir fjöl- miðla og sem leiðsögumaður. Nú er hann verkefnastjóri miðlunar hjá Landgræðslunni. Dúi vill vekja almenning til vitundar um hvernig ástandið er og hefur Úlfarsfellið sem viðmið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.