Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 92

Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 92
Lífið í vikunni 07.02.21- 13.02.21 AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is FORNVINAFUNDUR Þingflokkur Framsóknarflokksins setti sig í stellingar vinanna í Friends í auglýsingu fyrir opna Zoom-fundi með kjósendum. En er þá Sigurður Ingi Ross? Passar Lilja Dögg í sæti Rachel? Willum Þór þingflokksformaður upplýsti Fréttablaðið um að tilviljun mætti ráða því hver úr flokknum væri hvaða vinur. MARTRÖÐ Í FRAMTÍÐAR- DRAUMI Stefán Mekk- inósson fékk martröð sem varð kveikjan að handriti sálfræðitryllis og lokaverkefnis hans í kvikmynda- námi í Kanada og setti af stað hópsöfnun til þess að safna upp í framleiðslukostnað myndarinnar sem hann bindur miklar vonir við að muni opna honum og sam- starfsfólki hans greiðari leið inn í kvikmyndabransann. GÓÐAR DRUSLUR Íslenska kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla, sem Ólöf Birna Torfadóttir skrifar og leikstýrir, er komin í bíó og fékk ***1/2 stjörnu hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins sem meðal annars sagði hana gera út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassadrusla. EFTIRSÓTT HLAÐVARP Sóley Margrét Valdimarsdóttir er formaður hlaðvarps- nefndar Verzlunar- skóla Íslands, sem heldur úti hlaðvarpinu Verzló Podcast þar sem rætt er við nem- endur og fyrrum nemendur við skólann. Gísli Marteinn gaf sig sjálfur fram sem viðmælanda eftir að óskað var eftir honum sem gesti á Instagram. Málverkin mín eru eins og mann-e s k j a n s e m er alls konar, f lókin, falleg, ljót, marglaga, full af andstæðum, mistökum, til- finningum og mótsögnum,“ segir Sunneva Ása Weisshappel um einkasýninguna Undirlög, þar sem hún leikur sér með myndmálið í gróteskri og bleikri dýrð. „Ég er alltaf mikið að fást við tím- ann í málverkinu og gjörningana bak við málverkin. Ég hef alltaf verið heilluð af striganum og hinu tvívíða hugarástandi málverksins og á þessari sýningu er ég að reyna að sýna fram á tíma í málverki,“ segir Sunneva og bætir við að í til- raunum sínum kafi hún ofan í feg- urð, grótesku og alls konar tabú. Árás á striga „Ég ríf strigann í sundur. Það er mjög grótesk aðgerð að rífa sundur mál- verk og líma saman aftur og bæta kannski við lögum sem eru með- höndluð á ólíkan máta og mynda saman verk sem er marglaga, hrátt og tímatengt.“ Striginn verður þannig einhvers konar gjörningur og með nokkurri einföldun má segja að fyrri verk og gjörningar Sunnevu séu í raun hrá- efni verkanna. „Það eru gjörningar þarna, Polaroid-myndir og efni sem ég er búin að vera að nota í sýning- um og verkum síðustu tíu ár. Þannig að ég er að taka efni sem eru kannski úr þekktum gjörn- ingum, setja inn í strigann og vinna með augnablikið og læt í rauninni tímann verða að kyrru málverki,“ segir Sunneva og bendir á að í und- irlögunum leynist meðal annars undirföt. Nærföt og nælon „Öll verkin eru eiginlega bleik og það eru nærföt þarna og nælon- sokkabuxur og alls konar vísanir í kvennakúltúr og sýningin heitir Undirlög vegna þess að bak við mál- verkið eru öll þessi lög. Það er svo löng saga inni í hverju málverki. Mörg lög af tíma. Ég meina, þetta eru bara nælonsokkabuxur sem ég hef verið í áður í tuttugu gjörning- um og svo eru þær núna fastar inni í málverki.“ Sunneva segir að þessu megi líkja við hamskipti. Að losa sig við eitt- hvað gamalt en skilja samt eitthvað eftir. Sunneva hefur fundið listsköpun- inni farveg í málverkinu, gjörning- um, innsetningum, myndböndum og hönnun leikmynda og búninga en segist í raun alltaf vera að fást við það sama. Máluð leikmynd „Ég er í grunninn að vinna með and- stæður og að festa tíma á striga. Það er svo skemmtilegt við myndlistina að maður er í rauninni að tala með myndum og að gera leikmynd fyrir kvikmynd er bara eins og að mála á striga,“ segir Sunneva. Sömu lögmál gildi einnig um búningahönnun. „Ég horfi bara á mannslíkamann eins og skúlptúr og er þá að segja sögu manneskjunnar með myndum. Þetta er ótrúlega nátengt þegar þú hugsar út í það og þar sem ég hef unnið með frásagnir og líkama hef ég átt auðvelt með að vinna í leikhúsi og kvikmyndum,“ heldur Sunneva áfram. „Ég hugsa ekki um mig sem leik- mynda- eða búningahönnuð. Ég er bara alltaf að búa til myndmál og hugsa um með hvaða myndmáli ég get sagt hverja sögu best og leyfi mér bara að nota þetta til þess að styrkja mig sem listakonu,“ segir Sunneva, sem hefur nýlokið störfum sem leikmyndahönnuður sjónvarps- þáttaraðanna Katla og Ófærð 3 þar sem hún hefur unnið náið með kærastanum sínum, leikstjóranum og framleiðandanum, Baltasar Kor- máki. „Við vinnum mjög vel saman og erum bæði frekar prófessjonal, held ég,“ segir Sunneva um samstarf ð og sambandið, sem stóðst álagspróf kvikmyndagerðarinnar. toti@frettabladid.is Undir lögum Sunnevu Gamlar nælonsokkabuxur Sunnevu Ásu nýtast sem merkingar- bært undirlag í tilraun hennar til að gera augnablikið eilíft á striga. Sunneva Ása sýnir undirlög sín í Þulu við Hjartatorg frá miðvikudegi til sunnudags út febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÉG MEINA, ÞETTA ERU BARA NÆLONSOKKA- BUXUR SEM ÉG HEF VERIÐ Í ÁÐUR Í TUTTUGU GJÖRNINGUM OG SVO ERU ÞÆR NÚNA FASTAR INNI Í MÁLVERKI. ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Ótrúleg útsala í fjórum búðum og á dorma.is Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði PURE COMFORT fiberkoddi Léttur, ódýr og þægilegur fiberkoddi. Stærð kodda: 50x70cm. 700g. Má þvo á 60°c.. Fullt verð: 3.900 kr. Aðeins 3.120 kr. PURE COMFORT fibersæng Létt og þægileg fibersæng. Stærð: 140x200 cm. Sængin er 300g. Má þvo á 60°c Fullt verð: 9.900 kr. Aðeins 7.920 kr. 20% AFSLÁTTUR ÚTSALA 20% AFSLÁTTUR ÚTSALA DORMA útsalan LOKAHELGIN EKKI MISSA AF ÞE SSU Allar verslanir Dorma eru opnar á laugardögum og einnig á sunnudögum á Smáratorgi 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.