Stefnir - 01.05.1962, Side 6

Stefnir - 01.05.1962, Side 6
ins á undanförnum árum, því það starf hefur að verulegu leyti mótast af hagsmunum hinnar uppvaxandi æsku á hverjum tíma. Kemur þetta skýrast í ljós í höfuðborginni, þar sem Sjálfstæðis menn hafa haldið um stjórnvölinn samfLeytt í áratugi. Hvergi í landinu hefur starfsemi bæj- arfélags mótast svo verulega af undirbúningi fyrir ungu kynslóðina og hér í Reykjavík. Sést þetta m.a. af byggingum glæsilegra íþrótta- mannvirkja, svo sem Sundlaugar Yesturbæjar, hinum glæsilega íþróttaleikvangi í Laugardaln- um og nú hinni nýju íþrótta- og sýningarhöll í Laugardal, auk alls, sem gert er fyrir þá sem yngri eru, svo sem leikvellir, vöggustofur o.m.fl. Ekki má heldur gleyma hinu mikla og ört vaxandi starfi æskulýðsráðs, sem vekur athygli og aðdáun allra, sem sækja borgina heim og kynnast því mikla starfi. Þá er árlega byggður og tekinn í notkun ótrúlegur fjöldi nýrra skólastofa með auknum möguleikum í námi og starfi hinnar uppvaxandi kynslóðar. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki undarlegt hið mikla og vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal æskufólks víðs- vegar um landið, sem m.a. birtist nú í miklum fjölda ungra manna, sem skipa örugg sæti á framboðslistum flokksins. Þessir ungu menn munu nú hefja störf við hlið hinna eldri forystumanna að enn bættum mögu- leikum æskufólks, sem auk fjölbreittrar mennt- unar felst í auknum atvinnumöguleikum við fjölhreyttari verkefni en nú eru fyrir hendi með þjóð okkar. Eins og öllum þáttum tækni og vís- inda fleygir nú fram með öðrum þjóðum er höfuð nauðsyn fyrir Islendmga að fylgjast vel með og vera fljótir að tileinka sér það af reynslu annarra þjóða, sem verða mætti til þess, að enn megi renna upp nýtt blómaskeið í atvinnu og rrenningarlífi þjóðarinnar. Engir eru líklegri til að inna þetta hlutverk vel af hendi, en ungir menn, sem enn eru ófjötraðir af úreltum hug- myndum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi borið gæfu til að skilja þarfir og vilja þróttmikillar æsku landsins og hefur því alla tíð uppskorið ríkulegan ávöxt, er hann hefur leitað stuðmngs hennar til að hrinda í framkvæmd stórhuga áformum sínum um áframhaldandi uppbyggingu til sjávar og sveita. Sœkjuin frum. Ungir Sjálfstæðismenn víðsvegar um Iandið leggja því til lokabaráttunnar fyrir þessar bæjar- og sveitarstjórnarkosningar með meiri áhuga, krafti og sigurvissu en nokkru sinni fyrr. Oft hef- ur verið miklu áorkað af samstilltum hópi æsku- manna á styttri tíma en nú er til kosninga og er því ástæða til að ætla að glæsilegur árangur verði sigurlaun þeirra, sem fremst standa í þess- ari baráttu. I kosningunum 1^58 höfðum við góða aðstöðu í baráttunni, þar sem var saman- burðurinn við „afrek” vinstri - stjórnarinnar. En svo hagstæður sem sá samanburður var okkur, þá höfum við þó nú enn betri kenni- leiti að styðjast við, sem er hvort tveggja, hinn glæsilegri árangur, sem náðst hefur af starfi nú- verandi ríkisstjórnar undir forystu flokks okkar og svo hið farsæla starf forystumanna flokksins í bæjar- og sveitarstjórnarmálum víða um landið með Reykjavík og hinn unga og glæsilega borg- arstjóra í fararbroddi. Ungir Sjálfstæðismenn og þúsundir æskufólks um gjörvallt landið setja sér nú það kjörorð eitt, að úrslit þessara kosninga leiði til þess, að sem flestum bæjar- og sveitarfélögum verði að kosn- ingum loknum stjórnað þannig, að þau beri æsku landsins og Sjálfstæðisflokknum glæsilegt vitni. 4 STEFNIR

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.