Stefnir - 01.05.1962, Síða 10

Stefnir - 01.05.1962, Síða 10
ÁSGEIR PÉTURSSON, sýslumaSur: Um þróun og skipan sveitarstjórnarmála Grundvöllur þess, að sjálfstætt ríki fái staðizt er sá, að fyrir hendi sé a.m.k. þrennt: Land, fólk og lög. Það er með öðrum orðiim ekki unnt að telja hóp manna, t.d. einhverja ættkvísl, sem ræður yfir tilteknu landsvæði, sjálfstæðan eða reiðubúinn til sjálfstæðis, nema hann hafi undirgengizt lágmarksreglur um sam- skipti manna, þ.e. lög í víðtækustu merkingu þess orðs. , Menningarstig og félagslegur þroski þjóð- anna ræður því að sjálfsögðu hverju sinni, hver slík lög setur og hvernig þau eru fram- kvæmd. En ljóst er, að upphaf ríkis er fólgið í því að geta haldið uppi reglu á tilteknu lands- svæði. Við stofnun allsherjarríkis á Islandi á tíundu öld var farið af næmum skilningi og félags- þroska. Þannig er t.d. ljóst, að þeir, sem stóðu að skipulagi hins forna lýðveldis, gerðu sér grein fyrir þýðingu skiptingar rikisvaldsins. — Þeir bjuggu vandlega um aðgreiningu löggjaf- arvaldsins og dómsvaldsins, eins og sést bezt á reglunum um skipun dóma og skipan lög- réttunnar. í En þeir góðu menn hafa einnig gert sér nokkra grein fyrir tilvist framkvæmdavaldsins, þótt þeir efli það eigi að því marki, að það yrði fært um að annast hlutverk sitt, þ.e. að halda uppi friði og allsherjarreglu. Sú stað- reynd, að menn þeir, er stóðu að stofnun allsherjarríkis gerðu sér grein fyrir skiptingu ríkisvaldsins, er og verður vegleg minning um þroska og þekkingu landnámsfólksins. Menn munu lengi velta því fyrir sér, hvaða skýring- ar séu á þeim pólitíska þroska, sem þeirrar aidar menn höfðu náð. En hvernig sem því verður svarað, er ljóst að margar aldir líða, þar til settar eru fram beinar kenningar um þessi efni. Það er ekki fyrr en í lok frönsku stjórnarbyltingarinnar, að hugsjónamenn þeirra tíma setja fram hugmyndir um þrískiptingu ríkisvaldsins og telja þá, að sú skipting eigi að vera grundvöllur lýðræðis- ins sjálfs og helzti vörður þess. Ekki verður liér farið út í að skilgreina frekar skiptingu ríkisvaldsins, en ljóst er að það verður að flokka meðferð sveitarstjórnar- mála í víðtækasta skilningi undir framkvæmdar- valdið, og er sú aðgreining þó ekki alltaf örugg. En þetta opinbera vald, sem síðar verður skilgreint lítið eitt nánar, grípur inn í líf okkar með svo margvíslegu móti að segja má, að! það skipti miklu um líf okkar og störf. Sem dæmi um það má nefna þá staðreynd, að þegar við fæðumst, verður að skrá fæðinguna í því sveit- arfélagi, sem foreldrarnir eiga heimili. Sveitfesti föðursins ræður því, hvar móðir- in getur krafið sveitarfélag um meðlag, ef for- eldrar höfðu ekki stofnað til hjúskapar. Reglur sveitarfélagsins um barnavernd og 8 STEFNIR

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.