Stefnir - 01.05.1962, Page 12

Stefnir - 01.05.1962, Page 12
Það er hald manna, að fátækraframfærsla hafi verið það sjónarmið, er skapaði þetta sam- félag, sem brátt varð sveitarfélag, sem var svo nefnt hreppur. En rétt er að hafa í huga, eins og vikið verð- ur að hér síðar, að framfærsla var um aldir eitt höfuðverkefni íslenkra sveitarfélaga. f Grágás, elztu lögbók fslendinga, er að finna ákvæði um hlutverk sveitarfélaga. Mun annar ræðumaður fjalla um þau efni hér síðar, svo að hér verður einungis drepið á nokkur atriði vegna samhengis. Er þar fyrst fjallað um að sjá þeim farborða, sem ekki gátu af eigin rammleik bjargað sér. Þá er og fjallað um leiðir að leita til sveitarfélagsins. Er það vissu- lega ekki þýðingarminna atriði. Skattskyldir bændur í hverjum hreppi skyldu sjá um framfærslu þurfamanna, ef tilteknir ætt- ingjar gátu ekki annast framfærslu þeirra. — Framfærsla hreppsins var fólgin í því, að ómög- unum var skipt niður á bæi eftir efnum og ástæðum, til matgjafa. -— Menn inntu og af höndum gjöld eftir efnahag, og var þeim tekj- um varið til hjálpar fátækum. En það var fleira gert í sveitarstjórnarmál- efnum á þessum tímum. Hreppsfélagið annaðist einnig tiltekna tryggingarstarfsemi fyrir hrepps- búa. t Búpeningur var tryggður fyrir falli af sóttum og hús fyrir eldsvoða. Þessi tryggingarstarfsemi er hin fyrsta, sem þekkist í heiminum, og þyk- ir ásamt framfærslumálunum vottur um frá- bæran félagsþroska fornmanna. Það er athugandi, að hin kaþólska kirkja annaðist ekki framfærslumálin hér á landi eins eins og í öðrum löndum. Þegar Gissur ísleifs- son biskup fékk sett Tíundarlögin 1097, féll þurfamannatíundin til hreppanna, sem fóru áfram með framfærslumálin. Þegar Jónsbók var lögtekin árið 1280 voru flest ákvæði Grágásar um framfærslu tekin upp í hana. Fór svo um aldir, að ákvæði Jónsbókar í þessum efnum héldust að mestu óbreytt allt til ársins 1781. Það ár varð sú breyting á, að með konungsbréfi var allt vald í framfærslumál- um fengið í hendur sýslumönnum, og fóru hreppstjórar síðan með málin í umboði þeirra. Lítil breyting var síðan á skipan þessara mála allt fram til ársins 1907, er ný og stórbætt lög- gjöf, mannúðlegri og sanngjarnari var sett. Stjórn hreppanna var eftir ákvæðum Grágásar skipuð 5 mönnum, sem bændur í hverjum hreppi kusu. Mörgum málum var þó ráðið til lykta á almennum hreppsfundum. Sjálfstjórn hreppanna var alger innan þeirra takmarka, sem landslög settu, því að ekkert stjórnvald var yfir þá sett fyrstu aldirnar eftir að land byggðist. I þessu var einmitt fólgið hið sérstæða einkenni íslenzka þjóðveldisins. — I landinu var í rauninni enginn valdsmaður, sem hafði allherjarframkvæmdarvald. Hlutverk lög- sögumannsins, sem með vissum hætti var hand- hafi framkvæmdavalds, var mjök takmarkað. Ég hef nú drepið á nokkur grunvallaratriði, sem varða þróun félagslegs samstarfs. Er þá ljóst, að hrepparnir eru undirstaðan og upp- hafið að sveitarstjórn hér á landi. Hér skal á það bent, áður en lengra er haldið, að skipulag sveitarstpórnarmála á okkar dögum hvílir á tvennskonar sveitarfélögum. Það er að segja á hreppum og kaupstöðum. Sameiginlegt heiti þessara aðila er sveitarfélög. Sýslurnar eru á hinn bóginn ekki taldar til sveitarfélaga. Þær eru lögbundið samband margra sveitarfélaga. og yfir þau sett að vissu marki. Sýslurnar og kaupstaðirnir eiga það hinsvegar sameiginlegt að þau eru lögsagnarumdæmi. Aðrir ræðumenn munu sérstaklega ræða um sveitarstjórnarmálefni kaupstaðanna, svo að ég mun hér fremur fjalla um málefni hreppanna og sýslnanna, en minnast á kaupstaðina eftir því, sem við á. 10 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.