Stefnir - 01.05.1962, Qupperneq 13
Löggjöf um sveitarstjórn á íslandi hefur ver-
ið mjög dreifð, þar lil nú, að' sett hafa verið
heildarlög um þessi efni. Komu þau til fram-
kvæmda 1. janúar 1962.
1 þessum lögum eru hrepparnir skipulagðir
á sama grundvelli og verið hefur, að því er
varðar mörk þeirra. Hrepparnir eru mjög mis-
stórir bæði að landsstærð og fjölmenni og er
síður en svo, að landsstærð og fjölmenni hreppa
fari saman að jafnaði.
Hér í lögsagnarumdæmi Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, er fjölmennasti hreppurinn t.d.
með um 900 íbúa, en sá fámennasti með 85
íbúa. Verður meðaltalið um 200 íbúar í
hverjum hrepp. Hreppamörkin hafa hér um
slóðir verið hin sömu í höfuðatriðum allt frá
fornri tíð. Nokkrar breytingar hafa þó verið
gerðar á þeim. T.d. er kunnugt um eina breyt-
ingu, sem sennilega er mesta fádæmi. En hún
er sú, að einn hreppanna í Mýrarsýslu náði suð-
ur yfir Hvítá, sem þó aðgreinir sýslurnar, sem
mynda lögsagnarumdæmið. Þetta var Hvítár-
síðuhreppur.
Svo var málum skipað að Húsafell, sem er
sunnan Hvítár og því í Borgarfjarðarsýslu,
taldist til Hvítársíðuhrepps í Mýrarsýslu. Hélzt
þetta fram á 18 öld.
Sést þetta m.a. af bæjarþulu gamalli, sem til
er um alla bæi í Hvítársíðu. Hún er svona:
Húsafell og tungur tvær
Þorvaldsstaðir og Hallkelsbær
Kolstaðir og Gilsbakki grær,
Þar með slotið Bjarna.
Kirkjuból, Hvammur, Haukagil.
Hef ég Sámsstaða komið til.
Á Háafelli ég hírast vil
heldur en Tóftarkjarna.
Þorgautsstaðir og Fróðafrón
eru frábær hjón.
Síðumúli og Veggir varna.
Þessi þula er að vísu heldur leirkenndur kveð-
skapur, en lnin hefur gildi að því leyti, að hún
fræðir okkur um skipan hrepps, þ.e^a.s. hvaða
bæir til hans töldust, og því um mörk hans.
Eftir sveitarstjórnarlögunum nýju er heimilt
að gera breytingar á hreppamörkum, bæði
sameina hreppa og skipta þeim. Meginreglan
um sameiningu hreppa er sú, að ef íbúatala
hrepps hefur verið lægri en 100 samfellt í 5
ár, er viðkomandi ráðuneyti heimilt, eftir til-
lögu sýslunefndar að sameina hreppinn þeim
nágrannahreppi í sömu sýslu, sem sýslunefnd
telur bezt henta.
Að því er skiptingu hrepps varðar er aðal-
reglan sú, ,að kauptún með 300 íbúa eða fleiri,
sem er í hreppi með dreifbýli, sem telur 200
íbúa eða fleiri, hefur heimild til þess að stofna
nýjan hrepp.
Það er ljóst, að það er ýmsum erfiðleikum
háð að halda uppi sveitarfélögum, sem mjög
eru fámenn. Er því rétt að hafa þessar heimildir
í lögunum. En á hinn bóginn er viðbúið, að
menn verði á stundum tregir til þess að leggja
niður forn hreppamörk, þótt í hreppnum fækki
um skeið.
Sú hefur þróunin orðið, að sveitarfélögum
hérlendis hefur fjölgað um 60 s.l. rúm 100 ár.
Þau voru 169 árið 1845 en munu nú vera 214.
Þess skal hér rétt getið, að lögbundið er,
hverjir teljast þegnar tiltekins sveitarfélags. —
Eru það allir þeir, sem lögheimili eiga í sveitar-
félaginu, samkvæmt lögum um lögheimili frá
1960. Það er að sjálfsögðu þýðingarmikið
atriði, hvernig þegnum ríkisins er skipt milli
sveitarfélaganna. Virðist reglan um lögheimili
í alla staði eðlileg við þá skiptingu.
Ekki er unnt að skilja svo við þennan þátt,
að ekki sé gerð örstutt grein fyrir stjórn sveitar-
félaganna, kaupstaðanna og hreppanna. Hrepps-
nefnd stjórnar málefnum viðkomandi hrepps.
Eru fimm menn í hreppsnefndinni. Hún er kosin
STEFNIR 11