Stefnir - 01.05.1962, Side 15

Stefnir - 01.05.1962, Side 15
eiga sæti helztu forystumenn þeirra stjórnmála- flokka, sem fulltrúa eiga í bæjarsjórninni. Því má telja öruggt að mál, sem hlotið hefur sam- þykki bæjarráðs, eigi vísa staðfestingu bæjar- stjórnar. Eftir lögunum er heimilt að láta bæjarráð taka við starfi fastra nefnda að meira eða minna leyti. Er því heimil fullnaðarákvörðun mála, sem ekki eru veruleg fjárhagsatriði, enda sé eigi ágreiningur í bæjarráði né við bæjarstjórn um slíkar ákvarðanir. Bæjarstjóri eða borgarstjóri í Reykjavík hef- ur á hendi framkvæmdastjórn sveitarfélaga og oddviti eða sveitarstjórar hafa slíka framkvæmd á hendi í hreppum, eins og sagt var. Þessir forystumenn sveitarfélaganna hafa á hendi framkvæmd ákvarðana þeirra, sem bæjar- stjórn eða hreppsnefnd gerir, og annast þeir jdirleitt framkvæmdir bæjar- eða hreppsmál- efna, nema annað hafi sérstakiega verið ákveðið. Þeir eiga sæti í sveitarstjórninni, en hafa ekki atkvæðisrétt, nema þeir séu jafnframt kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar. Vald þessara forsvarsmanna er á stundum allmikið. Til dæmis geta þeir fellt úr gildi til bráðabirgða ákvörðun bæjarstjórnar, ef þeim virðist ákvörðunin ganga út fyrir valdsvið henn- ar, vera gagnstæð lögum eða skaðleg fyrir sveit- arfélagið. Þótt framkvæmdarstjórar sveitarfé- félaganna hafi þetta vald, hafa þeir þó víst lítið beitt því. En beiti þeir því, verða þeir að leggja málið til félagsmálaráðuneytisins til endanlegs úrskurðar. Ekki er unnt að skilja svo við þennan þátt niálsins, að ekki sé minnst á sveitarfundi. En svo hagar til, að frá allra fyrstu tíð hefur sú venja verið hér á landi í sveitarstjórnarmálum að halda svonefnda sveitarfundi. Aður fyrr varu slíkir fundir mjög þýðingar- miklir að því leyti, að þar voru teknar allar aðalákvarðanir viðvíkjandi málefnum sveitarfé- laganna. Nú á dögum eru þessir fundir orðnir þýðingarminni, en þó eru ennþá í lögum ákvæði um þá. Eru þau í 31 gr. laganna um sveitar- stjórnir. Segir þar, að hreppsnefnd sé rétt að boða til almenns sveitarfundar um málefni sveit- arfélagsins, og er slíkt skylt, ef tíundi hluti at- kvæðisbærra manna í hreppum óskar þess. Oddviti stjórnar venjulega fundum þessum eða eftir atvikum hreppstjóri. Þess má hér geta, að þegar boðaðir voru hreppsfundir, var víðast við lýði sá háttur, að fundarboð var sent tiltekna boðleið, og var það forn kvöð á hverjum búanda að koma slíku fundarboði til næsta bæjar eins fljótt og auðið var. Hætt er nú við að síminn og útvarpið hafi eytt þessari gömlu venju að mestu. Ég ætla ekki að' fara út fyrir efni mitt með því að ræða fjárhagshlið þessara mála, en get þess sem varðar skipulag þeirra, að skylt er að loknum hverjum almennum sveitarstjórnar- kosningum að kjósa tvo endurskoðendur til fjögurra ára í senn. Fulltrúar í sveitarstjórn eru ekki kjörgengir, sem endurskoðendur. í hinum stærri sveitarfélögum er gert ráð fyrir sérstakri deild, sem annist endurskoðun. Þannig er t.d. sjálfstæð deild innan borgarskrifstofu Reykja- víkur, sem annast endurskoðun. — Víða erlend- is er sá háttur hafður á, að sambönd sveitarfé- laga reka sameiginlega endurskoðunarskrifstofu, stundum fyrir mörg sveitarfélög. Þyrfti að at- huga hér á landi, hvort ekki væri unnt að koma slíkri skipan á hér. Er óhætt að fullyrða, að slíkt framtak yrði til bóta. Eins og sagt var, er landinu auk þeirra skipt- ingar, sem getið hefur verið, skipt niður í sýsl- ur. Þæi' eru um margt jafnsettar kaupstöðunum, en eru samsettar a fhreppum, sem greiða kostn- aðinn við starfsemi sýslnanna að vissu marki. Sýslurnar eru að vísu fyrst og fremst byggðar á ski])tingu í þágu ríkisins, þ.e. til lögreglu- stjórnar og dómgæzlu. STEFNIR 13

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.