Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 24
milli atvinnurekstrar sveitarfélaga í þeim til-
gangi að afla tekna fyrir sveitarsjóði, eða at-
vinnurekstur í samræmi við 10. gr. sveitarstj órn-
arlaga, um ráðstafanir til að koma í veg fyrir
almennt atvinnuleysi eða bjargarskort eftir því
sem fært er á hverjum tíma.
í borgarstjórn Reykjavíkur hafa oft komið
fram tillögur um, að borgin skuli reka öll
kvikmyndahús í borginni, gosdrykkjaverk-
smiðjur o.s.frv. Dæmi eru til um það, að sveitar-
félög annist rekstur kvikmyndahúsa, en sannleik-
urinn mun sá, að í fæstum tilvikum, ef nokkrum,
nemur hagnaður sveitarfélaga hærri upphæð en
opinber gjöld einkaaðila, sem kvikmyndarekst-
ur annast. Hér skiptir meginmáli, að öll ein-
okun leiðir til stöðnunar, og hagkvæmi einka-
reksturs hefur sýnt þá yfirburði, að hann skapar
traustasta grundvöllinn fyrir bættum kjörum
fjöldans.
Hitt er svo annað mál, að sveitarfélög eins
og Reykjavík hafa talið sér skylt að leggja út
í atvinnurekstur til að útrýma atvinnuleysi eða
kom í veg fyrir, að það myndaðist. Má í því sam-
bandi nefna Bæjarútgerð Reykjavíkur. Borgar-
sjóður hefur lagt bæjarútgerðinni til milljóna
tugi króna í stofn- og rekstrarfé, en mönnum má
vera ljóst, að ef sveitarfélag þarf að leggja slík-
um atvinnurekstri til fjármagn til að greiða tap
atvinnurekstursins, eins og dæmi eru til um
bæjarútgerðir á fleiri stöðum, þá er atvinnu-
reksturinn rekinn með styrkjum, en styrkja- og
uppbótarkerfið hefur óneitanlega gengið sér til
húðar hér á landi.
Ef komast á hjá því, að sveitarfélög leggi
út í atvinnurekstur og hafi hann með höndum,
þá er það grundvallaratriði, að atvinnuvegir
landsmanna séu reknir með hagnaði, og sveitar-
félög hafi eðlilegar tekjur af skattlagningu at-
vinnufyrirtækja, án þess að stöðva möguleika
þeirra til að endurnýja atvinnutæki sín, auka
afköstin og bæta með því kjör íbúa hvers sveit-
arfélags fyrir sig.
Þegar rætt er um þátttöku sveitarfélaga í at-
vínnurekstri er einnig rétt að minna á ákvæði
11. gr. E-liðar sveitarstjórnarlaganna, þar sem
áskilið er samþykkti félagsmálaráðuneytisins, svo
sem útgerð, iðnað' og verzlun. Ákvæði þetta ber
vitni um, að sveitarfélögum, sem fara með sam-
eiginlegan sjóð íbúa sinna, ber að fara varlega
með það fjármagn og tefla því ekki í neina
tvísýnu.
Af því, sem nú hefur verið rakið, virðist ljóst,
að engin algild regla er til, er kveði nákvæmlega
á um verkefni sveitarfélaga. Þegar lagaboðum
sleppir, hlýtur slíkt að fara mjög eftir aðstæð-
um á hverjum stað. |
Því hlýtur það að vera höfuðskylda þeirra,
sem sveitarfélögunum stjórna, að meta rétti-
lega þær þarfir, sem á hverjum stað eru, gera
sér ljóst, hvernig bezt verði unnið að sameigin-
legum hagsmunamálum íbúanna og stuðla að
því, að hver um sig fái sem bezt notið þeirra
hæfileika, sem í honum búa. En um það ætla
ég, ;að allir frjálshuga menn geti verið sammála,
að í þessu sé einmitt fólgið aðalmarkmið sveit-
arfélaganna, að efla á allan hátt farsæld íbú-
anna, andlega sem efnalega.
22 STEFNIR