Stefnir - 01.05.1962, Síða 25
GUÐLAUGUR GÍSLASON, alþingismaður:
TEKJUSTOFNAR SVEITARFÉLAGA
Allt frá fyrstu tíð og segja má allt fram til
ársins 1960 hafa útsvörin verið nær einasti
tekjustofn sveitarfélaganna.
Lengi vel kom þetta ekki að sök. Fátækra-
framfærzlan var þá að heita mátti einustu út-
gjöldin, sem á herðum sveitarfélaganna hvíldu
og voru útsvörin eins konar fjárhagslegur jöfn-
uður milli þeirra, sem betur voru stæðir og
hinna, sem einhverra hluta vegna þurftu á að-
stoð hins opinbera að halda.
Um 120 ára gamlar hreppsnefndarbækur,
sem til eru í skjalasafni Vestmannaeyja kaup-
staðar sýna mjög greinilega, hvernig þessi mál
hafa gengið fyrir á þeim tíma. Var hinum efn-
aðri bændum gert að greiða svo og svo mikið
í útsvar til sveitarsjóðs og var útsvari hvers og
eins ráðstafað fyrir fram til greiðslu á fram-
færslukostnaði tilgreindra þurfalinga sveitar-
félagsins. Meðan að svo var, voru fjármál sveit-
arfélaganna umsvifalítil og í föstum skorð'um
og útsvörin því eðlilegur og nægjanlegur tekju-
stofn þeim til handa.
En eftir því, sem félsgsmál þróuðust hér á
landi og sérstaklega eftir að kauptún og kaup-
staðir fóru að myndast varð hér á veruleg breyt-
ing; í
Ibúar þessara sveitarfélaga fóru í vaxandi
mæli að gera kröfur til forráðamanna
þeirra um fyrirsvar og fjárgreiðslur vegna
ýmsra sameiginlegra menningar og framkvæmda-
mála. Svo sem í sambandi við fræðslumál, heil-
brigðismál, lögreglumál, vegamál og margt
fleira. Við þetta hefur svo bæzt það, að Alþingi
hefur á undanförnum áratugum lagt æ þyngri
fjárkvaðir, sérstaklega á kaupstaðina og sum
stærri sveitarfélög, með samþykkt fjölmargra
laga til dæmis í sambandi við almannatrygging-
ar, sjúkrasamlög, atvinnuleysistryggingasjóð,
byggingarsjóð verkamanna og fleira. Ef litið er
á fjárhagsáætlanir og reikninga kaupstaðanna
mun láta nærri að um 80% af útgjöldum þeirra
sé fyrirfram fastbundið með lögum eða á annan
h'átt. Sameiginleg útgjöld sveitarfélaganna munu
árlega nema nokkuð yfir 500 millj. kr. og er
rekstur þeirra því orðinn verulegur þáttur í
fjármálakerfi þjóðarinnar.
En þrátt fyrir þetta hafa útsvörin allt fram
að árinu 1960 verið nær einasti tekjustofn þeirra,
og yfirleitt fram að því mjög þunglega tekið
af hinu háa Alþingi að breyta nokkru þar um.
Utsvör og aðrir beinir skattar eru ávallt háð-
ir afkomu almennings og atvinnuveganna. Sveit-
arfélögin hafa því og eru að mestu leiti enn
algerlega háð þeim sveiflum, sem kunna að
verða í afkomu þessara aðila, með fjárhagsaf-
komu sína. Þetta kom herlegast í ljós á árun-
um frá 1930 og fram að síðari heimsstyrjöld,
er kreppa geysaði hér og afkoma almennings var
langt fyrir neðan meðallag. Utsvörin reyndust
þá mjög haldlítill tekjustofn fyrir sveitarfélögin
og munu fjárreiður kaupstaðanna flestra hafa
farið algerlega úr skorðum, þar sem flestir
STEFNIR 23