Stefnir - 01.05.1962, Side 26

Stefnir - 01.05.1962, Side 26
þeirra urðu þá, auk hinna fastákveðnu og lög- bundnu útgjalda, að halda uppi verulegri at- vinnubótavinnu nokkurn tíma ársins, þó að þeir hefðu raunverulega enga fjárhagsgetu til iþess. Vonandi á sú sorgarsaga ekki eftir að endur- taka sig, jafn miklum erfiðleikum og það olli þeim mönnum, sem þá voru í fyrirsvari fyrir sveitarfélögin. | Til atvinnutryggingar og til þess að afla sveitarfélaginu tekna umfram útsvörin réðust fyrirsvarsmenn margra kaupstaða og kauptúna í opinberan rekstur á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Aðallega var hér um útgerð að ræða. Er því ekki að neita að nokkuð gætti hér áhrifa stefnu og ofurtrúar vinstri flokkanna á opinberan rekstur, þó að því sé ekki að neita, að margir sveitarstjórnarmenn, sem minni trú höfðu á opinberum rekstri leiddust út í þetta æfintýri. Því miður fór hér á annan veg en til var stofnað. Undantekningarlaust hafa öll sveitar- félög, sem í þetta réðust beðið við það fjár- hagstjón og í flestum tilfellum orðið til að þyngja útsvarsbyrðina, en að létta hana, og ætti þetta höfuðstefnumál vinstri flokkanna, opinber rekst- ur sem tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélögin þar með hafa gengið sér til húðar. Eins og að framan segir voru ústvörin allt fram til ársins 1960 að heita mátti einasti tekju- stofn sveitarfélaganna. Á Alþingi það ár voru samþykkt lögin um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og honum ætlaðar verulegar tekjur, eða 20% af hinum almenna söluskatti, þó ekki lægri upphæð en 56 millj. króna. Er með samþykkt þessara laga og með stofnun Jöfnunarsjóðs í fyrsta sinn af Alþingi viðurkennd nauðsyn sveitarfélaganna fyrir öðrum öruggari tekju- stofni en útsvörunum. Hafði áður, með tillögu sem Gunnar Thoroddsen o.fl. Sjálfstæðismenn fluttu á Alþingi, verið gerð tilraun til að ná nokkrum hluta af þáverandi söluskatti til handa sveitarfélögunum, en það strandað á þröngsýni Framsóknarflokksins, sem þá var í stj órnarsam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokk- urinn brást svo hart og illa við þessari tillögu, að hann hótaði stjórnarslitum, ef flutningsmenn héldu fast við tillögu sína. Sýndu Framsóknar- menn að þessu hug sinn til sveitarfélaganna og þeirra manna, sem þar eru í fyrirsvari. Námu tekjur hans árið 1961 rúmlega 70 millj. króna og er úthlutað úr honum eftir íbúa- tölu hvers sveitarfélagsog nam úthlutunin 400 krónum á hvern íbúa árið 1961. Fengu hinir 14 kaupstaðir þetta ár samtals 47 millj króna, en kauptún og önnur minni sveitarfélög 23 millj. króna. Reyndist þetta 12,6% miðað við álögð útsvör í kaupstöðum en 23,3% miðað við álögð útsvör í öðrum sveitar- félögum. Er því ekki að neita að Jöfnunarsjóðurinn er þegar orðinn verulegur fjárhagsstyrkur fyrir þau, sérstaklega hin smærri sveitarfélög. Hlýtur það að verða framtíðarverkefni sain- taka sveitarfélaganna að efla þennan sjóð og eru góðar horfur á, að svo verði jafnvel á þessu ári, ef lögfest verður sú löggjöf, sem nú er í undirbúningi um tekjustofna sveitarfélaganna. Þegar sjóðurinn er orðinn það öflugur, að hlut- ur kaupstaðanna nemi um 25% miðað við álögð útsvör má segja, að hann sé veruleg trygg- ing fyrir fjárhagsafkomu þeirra, jafnvel þó að eitthvað beri út af um traustleika útsvaranna. Og það er einnig annað, sem ber að hafa í huga í þessu sambandi, en það er að tilkoma Jöfnunarsjóðs eykur stórlega lánstraust sveitar- félaganna. Lánsstofnanir hafa aldrei viljað líta á útsvörin sem veðhæf, eða viljað veita fyrir- greiðslu í sambandi við þau, og er það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, þar sem innheimta þeirra er algerlega liáð, f j árhagsafkomu gjaldenda, hvers og eins. Með Jöfnunarsjóðsframlaginu fá 24 STEFNIR

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.