Stefnir - 01.05.1962, Síða 28

Stefnir - 01.05.1962, Síða 28
stofnunum, olíufélögunum o.fl. aðilum, sem bein viðskipti hafa við landsmenn alla, þó að starf- ræksla þeirra fari aðallega fram í einu eða fleiri sveitarfélögum. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að landsútsvörin gangi til Jöfnunarsjóðs, honum til eflingar, en verði úthlutað til sveitarfélaganna allra eftir reglum sjóðsins. — Þó þannig, að það sveit- arfélag, þar sem greiðsluskylt fyrirtæki er stað- sett fái fyrst y. hluta útsvarsins og síðan í réttu hlutfalli við íbúatölu sína, eins og hin al- menna úthlutun úr Jöfnunarsjóði gerir ráð fyrir. JöfnunarsjóSur. Eins og ég sagði áðan, er Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna þegar orðinn all öflugur. Hlýtur það að verða eitt af aðalmálum þeirra manna, sem þar ráða í framtíðinni að efla hann eftir þeim leiðum, sem möguleikar eru á hverjum tíma. Ef hugmyndin um landsútsvörin verður lögfest, aukast tekjur sjóðsins allverulega og hvað sem þar við bætist fer hann að verða allveruleg fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna, þó hlutfallslega mest þeirra smærri, sem jafnvel á næstu árum fá framlag allt að 50% miðað við álögð útsvör. Er þetta að ég tel einhver raunhæfasta leiðin til að tryggja fjárhagsafkomu sveitarfélaganna í framtíðinni. NiSurjöfnun útsvaranna. Nefnd sú, sem unnið hefur að undirbúningi frumvarpsins um tekjustofna sveitarfélaganna hefur viðað að sér margháttuðum upplýsingum í sambandi við niðurjöfnun útsvara og þá gjald- stofna, sem þau byggjast á. Þjóðfélagið samanstendur af 228 sveitarfélög- um og eru þá kaupstaðirnir 14 meðtaldir. Allt fram til ársins 1960, er bráðabirgðabreytingin var gerð á útsvarslögunum, má heita að hvert sveitarfélag hafi jafnað niður útsvörum hjá sér, eftir sínum sérstöku reglum. Er því ekki of sagt, að jafnað hafi verið niður eftir allt að 220 mismunandi útsvarsstigum hér á landi fram að þeim tíma. Þessi breyting á útsvarslögunum fól meðal annars í sér, að lögfestir voru þrír mismunandi útsvarsstigar, sem sveitarfélögin gátu valið um til niðurjönfnunar. Töldu stjórn- arandstæðingar þetta fráleita hugmynd og óframkvæmanlega. Reynslan hefur þó sýnt allt annað, og mun undirbúningsnefndin nú leggja til að lögfestur verði aðeins einn útsvarsstigi fyrir allt landið, aðeins með fráviki í persónu- frádrætti, sem þau sveitarfélög þurfa ekki að notfæra sér er telja útsvarsstigann með þeim hætti of lágan til að ná út heildarupphæð áætlaðra útsvara. Fyrirliggjandi skýrsla sýnir, að jafnað hefur verið niður í útsvörum hér á landi árið 1961, samtals 474 millj. króna. Skiptast útsvörin sem hér segir: Tekjuútsvör 373 millj. Eignaútsvör 16 millj. Veltuútsvör 85 millj. Gjaldstofn sem þessi útsvör eru lögð á ei þessi: Útsvarsskyldar tekjur 4050 millj. Utsvarsskyldar eignir 3573 millj. Útsvarsskyld velta 9532 millj. Samkvæmt þessu hafa tekjuútsvör numið að meðaltali 9,2% af útsvarsskyldum tekjum. — Eignarútsvör 4,50/oo af útsvarsskyldum eignum veltuútsvör 0,9% af útsvarsskyldri veltu. Heildarútsvar nam að meðaltali á hvern íbúa í kaupstöðum árið 1961 kr. 3180.00, en í kaup- túnum og smærri hreppsfélögum kr. 1650.00. Sýna skýrslur þær, sem hjá tekjustofnanefnd- inni liggja, mjög glögglega hvernig niðurjöfnun útsvara hefur gengið fyrir sig í heild á árunum 1960 og 1961 og á hvaða gjaldstofnum þau hvíla, og einnig hvernig niðurjöfnun útsvaranna hefur gengið fyrir sig í hverju einstöku hinna 228 sveitarfélaga á landinu. 26 STEFNIR

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.