Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 29
J Ó N A S G. R A F N A R, alþingismaður:
Fjáröflun sveitarfélaga til framkvæmda
Ef sveitarfélag á að gegna hlutverki sínu,
kemst það ekki hjá því að standa í margvísleg-
um framkvæmdum.
Gera má greinarmun á framkvæmdum vegna
félags- og heilbrigðismála t.d. skóla- og sjúkra
húsabygginga og svo vegna atvinnulífsins t.d.
hafnargerðir.
Framkvæmdir þessar leiða ýmist beint af
lögum, svo er um skólabyggingar, eða þá að
sveitarfélag ákveður einhliða hvort í þær er
ráðist. Að sjálfsögðu hlýtur það að fara eftir
greiðslugetu viðkomandi sveitarfélags, hversu
mikið er unnt að framkvæma á ákveðnu tíma-
bili. Sé um kostnaðarsama framkvæmd að ræða,
hrökkva árlegar tekjur sjaldnast til, og verðúr
þá að afla lánsfjár. Um margar helztu fram-
Má af þessu mjög draga þá ályktun, að til-
laga nefndarinnar um aðeins einn útsvarsstiga,
sem gildi fyrir allt landið, fái staðist, án þess
að koma fyrirsvarsmönnum nokkurs sveitarfé-
lags í vandræði með niðurjöfnun heildarupp-
hæðar þeirra útsvara, sem ákveðin hefur verið.
Er þetta óneitanlega tæknilega séð mjög æski-
leg þróun og ætti að jafna þann meting, sem
oft hefur verið milli hinna ýmsu sveitarfélaga
um niðurjöfnun útsvaranna og er því ekki að
leyna, að það er fyrst og fremst tilkoma Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaganna, sem gerir þetta
mögulegt.
kvæmdir á vegum sveitarfélaganna, gildir sú
regla, að ríkissjóður greiðir nokkurn hluta
kostnaðarins, eftir því sem fé er veitt til á fjár-
lögum hverju vinni, eða þá á vissu árabili eins
og ákveðið er um framlög ríkissjóðs til skóla-
bygginga. I öllum þessum tilfellum er um
nauðsynlegar framkvæmdir að ræða, svo þýð-
ingarmiklar, að rétt er talið að hinn sameigin-
legi sjóður landsmanna, ríkissjóðurinn, hlaupi
undir bagga. Víst er, að hlutdeild ríkissjóðs hef-
gert fámennari sveitarfélögum kleift að koma
upp hafnarmannvirkjum og skólabyggingum,
sem annars hefði verið þeim með öllu ofviða.
Þetta samstarf sveitarfélaganna og ríkisvaldsins,
við að koma framfaramálunum áleiðis, hefur að
mínu áliti reynzt farsælt. Heimamenn hafa
undirbúið og framkvæmt verkin, eftir að leitað
hefur verið samþykkis ríkisvaldsins, og undir
eftirliti trúnaðarmanna þess. Með því að hafa
sveitarfélögin fjárhagslega ábyrg sparast án efa
fjármunir, sem hætta er á að annars færu for-
görðum, ef ríkið ætti eitt að standa straum af
kostnaði.
I stuttu máli mun ég nú gera grein fyrir
lánsmöguleikum sveitarfélaga, þ.e.a.s. hvaða
leiðir þau geti farið til þess að afla sér samn-
ingsbundinna lána til framkvæmda — og þá
jafnframt ræða greiðsluskyldu ríkissjóðs.
Skýrast verður og umsvifaminnst, að taka
hvern málaflokk fyrir sig og gera honum sk.il.
I lokin mun ég með örfáum orðum minnast á
STEFNIR 27