Stefnir - 01.05.1962, Qupperneq 30
þær lánsstofnanir í landinu, sem sveitarfélögin
hafa einna helzt aðgang að.
Ég hyrja þá á hinum svonefndu mannúðar og
menningarmálum.
1) Samkvæmt lögum nr. 41 frá 1955 um
greiSslu kostnaðar vi& skóla sem reknir eru sam-
eiginlega af ríki og sveitarfélögum greiðir ríkis-
sjóður helming stofnkostnaðar við heimangöngu-
skóla harnafræðslustigs og gagnfræðastigs. —-
Skólastjórabústaði við heimagönguskóla barna-
fræðslustigs greiðir ríkissjóður þó að % hlut-
um. Stofnkostnað heimavistarskóla barnafræðslu-
stigs og gagnfræðastigs, svo og húsmæðraskóla
greiðir ríkissjóður að % hlutum.
Megin reglan er því sú, að sveitarfélag og
ríki greiða sinn helming kostnaðar, þegar um
venjulega skóla er að ræða, en ríkissjóður %
hluta af stofnkostnaði heimavistarskóla.
Þegar lögin um greiðslu kostnaðar við skóla
voru sett 1955, var ríkissjóður orðinn mörgum
árum á eftir með sitt framlag, þar sem of lítið
hafði verið áætlað á fjárlögum til skólabygg-
inga í landinu. Kom þetta sér mjög illa fyrir
sveitafélögin, sem reiknað höfðu með hluta
ríkissjóðs og þá ekki sízt fyrir þau fámennustu
og getuminnstu. Þáverandi menntamálaráðherra,
Bjarni Benediktsson, hafði forgöngu um eftir-
farandi ákvæði voru sett inn í lögin:
„Alþingi ákveður hverju sinni til hvaða skóla-
framkvæmda stofnkostnaðarframlög eru veitt,
og er ekki heimilt að hefja framkvæmdir fyrr
en fyrsta fjárveiting er fyrir hendi. Nú hefur
Alþingi samþykkt slíka fjárveitingu, og ákveður
það þá einnig, hvernig framlögum skuli háttað
framvegis. En skylt er ríkissjóði þó að hafa
lokið greiðslu framlaga til hverrar framkvæmd-
ar miðað við upphaflega kostnaðaráætlun innan
5 ára frá því er fyrsta framlag var innt af
hendi.“
Með þessu var því slegið föstu, að ríkisfram-
lagið ætti allt að koma til greiðslu innan 5 ára,
eftir að Alþingi hafði með byrjunarframlagi
samþykkt viðkomandi skólabyggingu. Var þetta
stórvægileg réttarbót fyrir sveitarfélögin, og
geta þeir bezt um dæmt, sem staðið höfðu í inn-
heimtu á ríkissjóðinn vegna þessara mála oft
svo árum skipti. (
Allar síðari breytingar á skólalöggjöfinni hafa
miðað að því að lengja skólaskylduna. Þjóðinni
hefur og mikið fjölgað, en á afmörkuðu svæð-
um, eins og hér við Faxaflóann. Þörfin fyrir
nýjar skólabyggingar hefur því verið sérstaklega
knýjandi. Framlög sveitarfélaganna og ríkissjóðs
vegna þessara mála hafa því sífellt farið hækk-
andi, sem sjá má m.a. á því að til bygginga
barna- og gagnfræðaskóla voru á fjárlögum
1959 veittar 19,3 milljónir kr. en í ár er áætlað
að veita í sömu þarfir 40,3 milljónir kr. Er
það meira en helmings hækkun, sem má heita
mikil á ekki lengri tíma en þremur árum, þótt
verðlagsbreytingar hafi orðið verulegar á tíma-
bilinu.
Til þess að standa straum af hinum kostnaðar-
sömu skólabyggingum hafa sveitarfélögin ekki
komist hjá því að leita til hinna almennu lána-
stofnanna, banka og sparisjóða. Hefur þá oft
verið slegið út á væntanlegt fjárframlag ríkis-
sjóðs. Þar sem það getur ekki talizt sérstakt
verkefni neinnrar ákveðinnar lánsstofnunnar að
lána í þessu skyni hafa bankar og sparisjóð-
ir yfirleitt orðið að hlaupa undir bagga.
2) Það er nú orðin verkefni sveitarfélaganna,
a.m.k. hinna stærri, að koma upp íþróttamann-
virkjum. Só það gert í sambandi við þarfir skól-
anna, en íþróttir eru nú skyldunámsgrein, greiðir
ríkissjóður á móti í sömu hlutföllum og til skól-
anna.
Á árinu 1956 voru sett ný íþróttalög. Þar eru
ákvæðin um íþróttasjóð lítið breytt frá fyrri lög-
um. Bæjar- sveitar- eða sýslufélög geta notið
styrks úr sjóðnum til þess að koma upp íþrótta-
mannvirkjum og getur styrkveiting numið allt að
28 STEFNIR