Stefnir - 01.05.1962, Síða 31
40% viðurkennds kostnaðar við mannvirkja-
gerðina. íþróttanefnd sem hefur stjórn sjóðsins
með höndum ákveður styrkupphæðina.
Árlegar tekjur sínar fær Iþróttasjóður á fjár-
lögum og verða þær í ár 2.250.000.00 kr. A
undanförnum árum hafa fjárveitingar til sjóðs-
ins verið svo naumar, að hann er langt á eftir
með greiðslur sínar. Mun það nú skipta milljón-
um króna, sem hann á eftir að greiða vegna
íþróttamannvirkja, sem samþykkt hafa verið og
byrjað er á. Er það hin óæskilegasta þróun.
Væri áreiðanlega betra fyrir alla aðila, meðan
ekki fæst hækkun á framlagi ríkisins, að íþrótta-
sjóður skæri verulega niður þátttökuhlutfall sitt,
en vissa væri þá fyrir hendi um það, að greiðsla
kæmi á skaplegum tíma.
3) Með samþykki ráðherra er heimilt að
setja á stofn og starfrækja sjúkrahús og aSrar
heilbrigðisstojnanir, samanber sjúkrahúsalög nr.
93 frá 1953. I langsamlega flestum tilfellum
hefur það orðið hlutskipti sveitarfélaganna að
reisa sjúkrahús og annast rekstur þeirra, þar
sem það hefur almennt ekki verið á færi annarra
aðila. Samkvæmt sjúkrahúsalögum greiðir ríkis-
sjóður nú bæjarfélögum sem hafa 3000 íbúa
eða fleiri allt % hluta kostnaðar, en öðrum
sveitarfélögum allt að % hlutum kostnaðar við
að reisa almenn sjúkrahús, sjúkraskýli eða lækn-
isbústaði, að fullnægðum nánari skilyrðum, sem
lögin greina. Frá þessari meginreglu um greiðslu-
skyldu ríkisins er gerð sú undantekning, að
greiddir skuli allt að 3/5 hlutar byggingarkostn-
aðar, ef í hlut eiga sjúkrahús sem fengið hafa
viðurkennigu ráðherra, sem fjórðungssjúkrahús.
Sama gildir og um sjúkrahús, sem er sérstak-
lega vel búið af tækjum til sjúkdómsgreiningar
og meðferðar og hefur fastráðið eða ákveðið
að fastráða til starfa nægilega marga lækna
til þess að leysa af hendi þau störf, sem eru við
hæfi þess, þó ekki færri en þrjá. Það var lengi
deilumál hvort telja ætti ýmsan nauðsynlegan
útbúnað sjúkrahúsa til byggingarkostnaðar. Með
lagabrevtingu 1956 var það mál leyst, með við-
unandi hætti fyrir sveitarfélögin, en þar er tek-
ið fram að styrkinn skuli miða við kostnað
við sjálfa bygginguna, með öllu múr- og nagl-
föstu, lagfæringu á lóð og meiriháttar tækjum
í eldhús, þvottahús svo og rönkentækjum.
Sveitarfélög munu almennt hafa fengið lán
hjá Tryggingarstofnun ríkisins til bygginga
sjúkrahúsa. Lánsupphæð hefur verið misjöfn en
mun þó ekki hafa numið minna en 20% kostn-
aðarverðs.
4) Eitt af vandamálum framtíðarinnar verð-
ur að sjá fyrir þörfum gamla fólksins. Með ári
hverju hefur meðalaldur fólks í landinu farið
hækkandi. Lítt vinnufæru, gömlu fólki, mun því
örugglega mjög mikið fjölga á næstu árum,
fólki sem sjá þarf fyrir á einn eða annan hátt.
Ymsir aðilar hafa tekið að sér að koma upp
elliheimilum og þannig létt af sumum sveitar-
félögum á þessu sviði, en víst er að sveitarfé-
lögin munu ekki komast hjá því að reisa fleiri
eða færri elliheimili.
Skv. lögum nr. 12 frá 1952 rennur nú allt
erfðafé í sérstakan sjóð, og skal honum varið
til þess að styrkja og lána sveitarfélögum og
öðrum félögum og einstaklingum til þess að
koma upp vinnuheimilum fyrir öryrkja og
gamalmenni, í því skyni, að starfskraftar þeirra
komi að sem fyllstum notum fyrir þjóðfélagið.
Samanlagðar upphæðir lána og styrkja mega
eigi fara fram úr % hlutum kostnaðar.
Með lögum nr. 25 frá 1960 var starfssviö
erfðarfjársjóðs fært út, svo úr honum má nú
einnig lána fé til bygginga venjulegra elliheim-
ila. Þar sem sjóður þessi hefur yfir miklu fé
að ráða, örugglega svo að skiptir milljónum á
næstu árum, mun hann koma að miklum not-
um fyrir þau sveitarfélög, sem þurfa að koma
upp slíkum heimilum.
Ég hef nú minnst á þær framkvæmdir sveit-
STEFNIR 29