Stefnir - 01.05.1962, Síða 32

Stefnir - 01.05.1962, Síða 32
arfélaganna sem kostnaðarmestar eru á sviði menningar- og heilbrigðismála og vík nú að atvinnumálunum. 5) Góðar samgöngur eru frumskilyrði þess að atvinnurekstur geti blómgast. Svcitarfélögin við sjávarsíðuna hafa því öll lagt á það megináherzlu, að bæta hjá sér hafnar- skilyrðin. Án góðrar hafnar er í sjávarplássun- um, hvorki um mikla verzlun eða útgerð að ræða. Hafnargerðir teljast því til þeirra fram- kvæmda, sem sjálfsagt er talið að ríkið styrki með beinum framlögum. Reykjavíkurhöfn er eina undantekningin. Um hufnargerðir og lendingarbœtur gilda lög nr. 29 frá 1946. 1 lögunum eru taldir upp þeir staðir á landinu, sem ríkinu ber skylda til að styrkja til hafnargerða og lendingarbóta. Það skilyrði er sett í lögunum, að allar áætlanir um framkvæmdir hafi verið samþykktar af viðkom- andi ráðuneyti. Til kostnaðar við hafnargerðir og lendingarbætur telst: „Hafnargarðar, bryggj- nr, dýpkanir, uppfyllingar, dráttarbrautir, þurr- kvíar, krana- og innsiglingarmerki, hafnsögubát- ar og ennfremur verbúðir í viðleguhöfnum.“ Meginreglan er sú að ríkissjóður greiðir % hluta kostnaðar við hafnargerð og helming kostn- aðar við lendingarbætur. Jafnframt hefur ríkis- stjórnin heimild til þess að ábyrgjast lán vegna þessara framkvæmda. Framlög til þessara framkvæmda fara eftir þeim fjárveitingum sem teknar eru upp á fjár- lög hverju sinni. Ríkið er nú langt á eftir með sínar greiðslur og hefur það komið sér iila fvrir mörg sveitarfélög. Á fjárlögum í ár eru veittar til hafnargerðar og Iendingarbóta 13,8 millj. kr. og 7,5 millj. til hafnarbótssjóðs. Bankarnir hafa lánað töluvert til hafriarfram- kvæmda en aðal lánveitingarnar munu hafa komið frá atvinnuleysistryggingarsjóði nú síðari árin. Einnig verulegar upphæðir verið veittar í þessu skyni af atvinnuaukningarfé. Þá hefur ýmsum sveitarfélögum verið útveguð erlend lán til hafnargerðar og má í því sambandi sérstak- lega benda á Akranes og Vestmannaeyjar. Nýlega hefur verið gerð 10 ára áætlun um hafnarframkvæmdir hér á landi. Eigi hún að komast í framkvæmd verður óhjákvæmilegt að útvega erlent lánsfé. Er það eitt af verkefnunum sem núverandi ríkisstjórn vinnur að. 6) Ef fyrirsjáanlegt þykir að sveitarfélög geti ekki með hæfilegum vatnsskatti staðið straum af stofn- og rekstrarkostnaði valnsveitu. getur ráðherra veitt til hennar styrk, enda hafi verið tekin upp á fjárlögum fjárveiting til vatns- veitna. Skv. lögum nr. 93 frá 1947 má styrkur- inn nema allt að helmingi stofnkostnaðar. Þá er ríkisstjórninni heimilt skv. nefndum lögum að ábyrgjast nauðsynleg lán, sem sveitarfélag kann að taka til vatnsveituframkvæmda. Styrkur og lán má þó samanlagt ekki fara fram úr 85% stofnkostnaðar allrar veitunnar. Á fjárlögum í ár eru áætlaðar til vatnsveitna 1.270.000.00 kr. Þessi aðstoð mun að mestu leyti hafa verið veitt hinum smærri sveilarfélögum, þar sem bæjarfélögin almennt geta staðið undir fram- kvæmdum á þessu sviði. Vatnsveitur eiga að vera góð fyrirtæki. 7j Samkvæmt lögum um jarðhitasjóð og jarðboranir ríkisins nr. 55 1961 geta sveitarfélög fengið lán úr sjóðnum til þess að standa straum af kostnaði við jarðhitarannsóknir og boranir eftir heitu vatni. Lánin verði síðan endurgreidd, er hitaveitan fer að skila arði. 8) I raforkumálunum hefur orðið sú þróun, að ríkið er nú orðið eigandi að Sogsvirkjun með Revkjavík og Laxárvirkun með Akureyri. Eigna- hlutföllin eru ákveðin í samningi sem staðfest- ur hefur verið með lögum. Ilíkið hefur haft forgöngu um öflun lánsfjár til virkjananna og ábyrgst fyrir þær erlend lán. Svo til allar Dieselstöðvar í landinu eru nú 30 STEFNIR

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.