Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 30
SUS - STARFIÐ
SUS — Starf ið
Frá menntamála ráðstefnu SUS á Akureyri. Ráðstefnugestir skoða hús Verkmenntaskólans á Akureyri.
Menntamálaráðstefna á
Akureyri
Þann 17. nóvember síðast liðinn hélt SUS
ásamt Verði FUS á Akureyri og Víkingi FUS á
Sauðárkróki, ráðstefnu um menntamál. Ráð-
stefnan var haldin í Kaupangi, í húsnæði sjálf-
stæðisfélaganna á Akureyri. Friðrik Friðriks-
son 1. varaformaður SUS setti ráðstefnuna, en
síðan flutti menntamálaráðherra frú Ragn-
hildur Helgadóttir stutt ávarp. Að því loknu
fluttu þeir Atli G. Eyjifsson læknir og Jón H.
Magnússon verkfræðingur erindi. Atli fjallaði í
máli sínu um starf og niðurstöður þróunar-
nefndar Háskóla íslands, en Jón ræddi um
tæknivæðingu atvinnulífsins og það hlutverk
skólanna, að veita tæknimenntun í samræmi
við síauknar kröfur atvinnulífsins.
Að loknum hádegisverði heimsóttu ráð-
stefnugestir Verkmenntaskólann á Akureyri,
en sem kunnugt er flutti hann í nýtt húsnæði
fyrr á þessu ári. Skólameistari Verkmennta-
skólans vísaði veginn um hinn glæsilegu
húsakynni skólans og vakti það m.a. athygli
gestanna að nemendur skólans höfðu sjálfir
lagt hönd á plóginn, við smíði hússins.
Eftir skoðunarferðina hélt svo ráðstefnan
áfram í Kaupangi, með erindi Salóme Þorkels-
dóttur, alþingismanns, en hún fjallaði um álit
nefndar sem skipuð var af Alþingi til þess að
gera úttekt á sambandi heimila og skóla. Loks
flutti Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslun-
arskóla íslands erindi sem hann nefndi:
Menntun, - seld þjónusta eða gefin? Þar fjall-
aði hann um það hvort þeim peningum sem við
íslendingar verjum til sklamála væri eins vel
varið og kostur er. Hann taldi svo ekki vera og
kynnti hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á
fjárveitingum til skólamála, allt frá grunnskóla-
stigi til háskólastigs. Erindi Þorvarðar vakti
mikla athygli og urðu líflegar umræður meðal
ráðstefnugesta um tillögur Þorvarðar.
Húsfyllir var á ráðstefnunni og urðu fjörugar
umræður. Ráðstefnustjórar voru þeir Davíð
Stefánsson, formaður Varðar og Ari Jóhann
Sigurðsson formaður Víkings.
Sambandsráðsfundur
Helgina 24 og 25 nóvember hélt Samband
ungra sjálfstæðismanna sambandsráðsfund
sinn, en fundur af þessu tagi er haldinn annað
hvert ár, það ár sem SUS-þing er ekki haldið.
Fundurinn var haldinn á Hellu á Rangárvöllum.
Viðfangsefni þessa fundar vartvíþætt. í fyrsta
lagi var rætt um skipulag SUS og tengsl félag-
anna um land allt, við skrifstofuna í Reykjavík.
Aðildarfélög SUSeru nú 21 og erfyrirhugaðað
stofna fleiri á þessu ári.
Meginefni fundarins var þó kynning á starfi
vinnuhóps sem stjórn SUS skipaði síðast liðið
haust, til þess að gera tillögur um framtíðar-
skipan velferðarkerfisins, með það fyrir augum
að nýta betur þá fjármuni sem til velferðarmála
er varið og einnig kanna nýjar leiðir til að veita
nauðsynlega þjónustu á annan hátt en nú er
gert.
Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur kynnti til-
lögur í framfærslumálum, það er almanna-
tryggingamálum og starfsemi Iífeyrissjóða. í
| máli hans kom meðal annars fram að á síðustu
árum hefur það nokkrum sinnum gerst að
atvinnuleysisbætur hafa verið hærri en dag-
vinnutekjur, svo það hefur jafnvel ekki borgað
sig fyrir suma einstaklinga að reyna að sjá fyrir
sér og sínum með vinnu. Vilhjálmur benti
einnig á að með sama áframhaldi er hætt við
að lífeyrissjóðir landsmanna, sem brunnu upp
í verðbólgunni og neikvæðum raunvöxtum,
geti ekki staðið við skuldbindingar sínar um
næstu aldamót, það er eftir 15 ár.
Auðun Svavar Sigurðsson hafði framsögu
um tillögur hópsins í heilbrigðismálum. Hann
fjallaði um það fyrirkomulag sem nú tíðkast
gjarnan á heilbrigðisstofnunum, að það eru
sameiginlegir hagsmunir lækna og sjúklinga
að eyða peningum. Þar veitir einn aðili öðrum
þjónustu, og sendir svo þriðja aðila reikning-
inn. í niðurstöðum velferðarhópsins svokall-
aða er lagt til að í auknum mæli verði farið að
nota kostnað sem stjórntæki og lögð áhersla á
að neytendum heilbrigðisþjónustunnar sé
gerð grein fyrir raunverulegum kostnaði til
dæmis vegna lyfjagjafar, jafnvel þótt bein þátt-
taka sjúklinga í kostnaðinum yrði lítil sem
engin. Einnig taldi Auðun nauðsynlegt að
leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi starf í heil-
brigðismálum en nú er gert.
Eiríkur Ingólfsson, viðskiptafræðinemi fjall-
aði um álit velferðarhópsins í menntamálum.
Þar er lögð áhersla á að sjálfstæði skólastofn-
ana verði aukið og að valfrelsi á milli skólastofn-
26
STEFNIR