Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 8
8
Fjarðarfréttir
„VERKLEG MENNTUN ER EKKI METIN AÐ VERÐLEIKUM“
— Rætt við Egil Strange
Egill Strange... nafnið hefur sérkennilegan hljóm. Þeir
eru orðnir nokkuð margir sem hafa nefnt nafnið hans
gegnum árin. ífjölda ára hefur hann verið kennari í
Flensborg og kennt nemendum að umgangast tré, málm
og einnig að meðhöldla bœkur sem illa eru farnar. Þeir
eru einnig margir sem leitað hafa til hans þegar gefa þarf
virðulega gjöf og ncer enginn tími til stefnu. Þá er best
að leita til Egils Strange.
Hvernig vceri að kynnast manninum örlítið nánar?
Við króuðum Egil af eitt síðkvöldið og lcestum að
okkur. Helst hefði hann viljað vera að smíða meðan á
viðtalinu stóð, en við gáfum okkur ekki og hófum
spjallið.
!
Egill Strange með líkanið af gömlu Flensborg.
Hvar ertu fæddur og uppalinn,
Egill?
Ég fæddist í Vesturbænum í
Reykjavík fyrir 55 árum síðan. Þar
og á Seltjarnarnesinu ólst ég upp til
12 ára aldurs. Þá fluttist ég á Njáls-
götuna, en það reyndist erfitt fyrir
mig, rótgróinn KR-ing, að flytja í
Austurbæinn. En ég hélt tryggð við
KR og hélt áfram að iðka íþróttir
á þess vegum, þót lengra væri að
fara og jafnaldrarnir í hverfinu
flestir í Val.
Fórstu snemma að huga að námi
og framtíðarstarfi?
Já, ég fór ungur í Iðnskólann og
lagði þar stund á svokallaða módel-
smíði, sem einkum fellst í þvi að
smíða vélahluta, af ýmsu tagi Meist-
ari minn í iðninni var Sigurður
Jónsson í Landssmiðjunni, ein-
stakur öndvegismaður og snillingur
í sínu fagi. Þótt það tilheyrði ekki
beinlínis náminu, þá kenndi hann
mér líkanagerð að auki, en hann var
afbragðs líkanasmiður, gerði m.a.
líkön af öllum varðskipunum. Eftir
að náminu lauk hélt ég svo áfram
i Landssmiðjunni, samtals í ein 14
ár.
Hvenær flyturðu svo hingað til
Hafnarfjarðar?
Það var árið 1952. Tveimur árum
áður hafði ég kvænst hafnfirskri
stúlku, Önnu Sigurðardóttur, sem
síðan hefur reynst mér frábær eigin-
kona og búið okkur og börnunum
okkar gott heimili. Við bjuggum
fyrstu búskaparárin okkar í Reykja-
vík og á Seltjarnarnesi, en fluttum
svo til Hafnarfjarðar. Og hér
höfum við búið síðan, og ætlum
okkur ekki að flytja.
En hvenær ferðu að fást við
kennslustörf?
Ég hætti í Landsmiðjunni 1959
og fór þá í handavinnudeild
Kennaraskólans. Þar lauk ég
kennaraprófi eftir eins árs nám.
Raunar var það tveggja vetra nám-
sefni sem ég tók á þessu ári, en ég
var orðinn meistari í minni iðngrein
og fékk það metið til styttingar á
kennaranáminu.
Haustið 1961 byrja ég svo að
kenna í Flensborgarskóla, sem
síðan hefur verið minn aðalvinnu-
staður. Þar hef ég kennt hvers kyns
verklegar greinar, svo sem hefð-
bundna trésmíði, máimsmíði, bók-
band og útskurð.
Er mikill munur á verklegu
kennslunni nú og þegar þú
byrjaðir?
Munurinn á kennslunni er í sjálfu
sér ekki mjög mikill, þótt ýmsar
nýjungar hafi komið fram, einkum
hvað tækin varðar. Aðstöðumunur-
inn er hins vegar geysilegur. Áður
en byggt var við skólann var hér
óskaplega þröngt setinn bekkurinn,
og margt sem mann langaði að gera
var ekki framkvæmanlegt vegna
þrengsla. Nú er aðstaðan aftur á
móti góð, rúmgóðar stofur og nóg
af tækjum, en þá bregður svo við
að okkur vantar nemendur.
Hvernig stendur á því?
Áður en Flensborg varð eingöngu
fjölbrautaskóli, var handmennt
skyldunámsgrein á grunnskóla- eða
gagnfræðastiginu. En nú er valfrelsi
um margar námsgreinar, þ.á.m.,
þær verklegu, og svo furðulega búið
um hnútana, að aðeins sárafáir
velja sér nám i þeim. Þessu er
þannig varið að bóklegu greinarnar
eru hærra metnar, þ.e.a.s., nem-
endur fá fleiri ,,punkta“ fyrir bók-
lega grein en verklega, þrátt fyrir
sama tímafjölda. Krökkunum
finnst því, eins og eðlilegt er, verk-
legu greinarnar tefja þau á náms-
ferlinum, sem byggist upp á
punktasöfnun.
Mér finnst verkleg menntun ekki
metin að verðleikum, hvorki í
skólakerfinu né þjóðfélaginu
almennt, og reglur eins og þessar
lýsa algjörri vanþekkingu á þessum
greinum. Ég hef verið að kenna í
forföllum inni í Kennarahálskóla og
fengið þar verðandi handavinnu-
kennara svo til undirbúningslausa
í verklegum greinum. Þess vegna
finnst mér Kennaraháskólinn ætti
að leggja sitt að mörkum til að
knýja á um aukna verklega kennslu
í fjölbrauta - og menntaskólum.
Um þessi mál er oft rætt við hátíð-
leg tækifæri á æðstu stöðum, en
ekkert gert til lausnar vandanum.
Það er sorgleg staðreynd, að í
Flensborgarskóla, sem tekur yfir
600 nemendur, skuli aðeins um 20
vera í smíðum, og að fastráðinn
kennari skólans i þessum greinum
skuli þurfa að fá nemendur úr
einum af grunnskólunum til að fylla
upp í kennsluskyldu sína.
Hvernig hefur þér annars líkaö í
Flensborg þessa tvo áratugi?
Mér hefur alltaf liðið vel hérna,
og þótt miklar breytingar hafa
orðið, og sumar ekki mér að skapi,
hef ég alltaf átt gott samstarf við
skólayfirvöld hverju sinni. Því er þó
ekki að neita, að á meðan skólinn
var minni var samband nemenda og
kennara persónulegra og skemmti-
legra.
Þá hef ég verið mjög heppinn
með samkennara í smíðunum. Þeir
hafa reynst mjög samvinnugóðir,
ekki síst hann Svavar Jóhannesson,
sem lengst hefur starfað í þessu með
mér.
Nú fórst þú til Noregs í fyrra og
skoðaðir skóla þar. Er mikill að-
stöðumunur hér og þar?
Það virðist vera talsverður munur
þeim í hag, en það er erfitt að bera
þetta saman af einhverri nákvæmni.
Til þess eru aðstæður of ólíkar. Ég
ferðaðist um Noreg í 3 mánuði og
kynnti mér verklega skóla og skóla-
deildir. Ég tel mig hafa haft mjög
gott af þessari ferð og sá margt sem
gaman væri að framkvæma hér, ef
áhugi væri fyrir hendi. Ég ferðaðist
víða, fékk úrvals móttökur og lærði
mikið á þessum mánuðum.
Reyndar hafði ég hugsað mér ferð-
ina sem undirbúning að starfi, sem
ég sótti um hér heima, en fékk ekki,
af ástæðum sem ég vil helst ekki
ræða.
Eigum við þá að snúa okkur að
aðaláhugamálunum fyrir utan
kennsluna?
Það er þá fyrst og fremst um að
ræða líkanagerð og ýmsar smíðar,
auk starfa minna í skátahreyfing-
unni, en þau tel ég hafa komið mér
að meira gagni í kennslunni en flest
annað.
Hefurðu lengi verið skáti?
Ég hef verið í skátahreyfingunni
frá 7 ára aldri. Nú starfa ég í St.
Georgs-gildinu í Hafnarfirði. Þar er
góður hópur og áhugasamur sem
myndar eins konar kjarna, en utan
hans eru ágætir stuðningsmenn,
sem ekki eru eins virkir.
Við hittumst oft og vinnum
saman að uppgangi félagsins. Fyrir
nokkrum árum reistum við okkur
skála við Hvaleyrarvatn. Þangað
förum við svo reglulega og allt
höfum við þar nóg að gera, við við-
byggingu, viðhald, ræktun, o.fl. Þá
höfum við ferðast reglulega saman
til annara landa og sótt alheimsmót
St. Georgsgildanna, sem haldin eru
annað hvert ár. Þetta er úrvals-
félagsskapur og þarna á ég mína
bestu vini.
Þú minntist á líkanagerð. Hefur
þú mikið gert á því sviði?
Já, ég hef fengist mikið við
líkanagerð, bæði af einstökum
byggingum, farartækjum og
hverfum.
Eru einhver líkön þér sérstaklega
eftirminnileg?
Sjálfsagt er fyrsta stóra verkið
mitt á þessu sviði eftirminnilegast.
Það voru líkön af strætisvögnum
Reykjavíkur, þeim elsta og þeim
nýjasta á þeim tíma sem verkið var
unnið. Við unnum þetta saman, ég
og meistari minn í módelsmíðinni,
fyrir fyrstu Reykjavíkursýninguna
skömmu eftir 1950.
Þá var gaman að vinna líkanið af
gamla Flensborgarhúsinu, sem við
kennararnir gáfum skólanum á 100
ára afmælinu í vor.
Skipulagslíkön geta líka verið
skemmtileg. Einu sinni útfærði ég
t.d., hugmynd sem skotið hafði upp
kollinum hjá nokkrum framtak-
sömum mönnum og byggðist á yfir-
byggingu yfir Öskjuhlíðina, með
veidngastað og öllu tilheyrandi.
Svo er alltaf spennandi að fást
við líkön af Hafnarfirði, þótt það
sé erfitt vegna hraunsins. Til dæmis
var mjög gaman að vinna að nýja
miðbæjarskipulaginu, ekki síst
vegna góðrar samvinnu við arki-
tektinn, Sigþór Aðalsteinsson.
Þú nefndir ýmsar aðrar smíðar.
Hverjar helstar?
Ég smíða ýmsa smáhluti, aðal-
lega mér til gamans. Oft eru þetta
tækifærisgjafir til vina og kunn-
ingja, en mest hef ég fengist við að
smíða og skera út í gestabækur. Þá
læt ég myndina sem ég sker út
gjarnan vera táknræna fyrir tilefnið
sem gjöfin er að. Meðal gestabóka
sem ég hef gert, er sú sem St Gorgs-
gildið gaf Kristjáni heitnum Eldjárn
á vináttudegi hreyfingarinnar, vorið
áður en hann lét af forsetaembætti.
Þá hef ég talsvert skorið út í hús-
gögn, unnið verðlauna gripi sem
notaðir hafa verið á skátamótum og
í öðrum sviðuðum tilefnum. Svo
hef ég auðvitað smíðað heilmikið
fyrir sjálfan mig og krakkana mína.
Stundum hef ég svo mikið að gera,
að ég verð að nýta hverja stund
sólarhringsins, og óska þess þá
stundum að ég hefði einhvern til að
sofa fyrir mig.
Að lokum, Egill, hvað um fram-
tíðina?
Ég hlakka til framtíðarinnar.
Þegar ég kemst á eftirlaun, eftir
nokkur ár, ætla ég að hætta að
kenna og njóta þess að vera minn
eiginn herra. Það þýðir ekki að ég
ætli að setjast í helgan stein, heldur
ætla ég að gera ýmislegt sem ég hef
ekki haft nægan tíma til, en lengi
langað til að gera. Það verður nóg
fyrir mig að starfa, þannig er ég
betur settur en margur annar, og ég
ætla að halda áfram að smíða
meðan ég get handleikið verkfærin,
því mér finnst gaman að vinna.
Nú tefjum við Egil ekki lengur.
Maður framkvæmda og frjórra
hugmynda getur setið lengi á snakki
um daginn og veginn. Við kveðjum
því hagleiksmanninn, Egil Strange,
með þökk fyrir spjallið og óskum
honum alls hins besta í framtíðinni.
-----------------------------
Mikið úrval af málningu og
málningavörum, gólfdúkum
og veggdúkum.
Massíft eikarparket í flísum.
Verkfæraúrvalið er í Málmi
Líkan Egils af nýja miðbæjarskipulaginu.