Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 9

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 9
Fjarðarfréttir 9 H II M H 111111111111111111111111111111 ÓSKUM HAFNFIRÐINGUM leðílegra jóla GÓÐS OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA S5PARI5JÚÐUR HAFNARFJARÐAR m • 111111111111111111111111111111111111111111 M SÖLUTURNINN ||§ HRINGBRAUT 14. Bæjarins besta úrval af sælgæti fyrir jólin. Konfektkassar, glæsilegí úrval. Munið: Bæjarins besta sælgæti. SÖLUTURNINN / HRINGBRAUT 14. * Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar. Þökkum viðskiptin á liönum árum. Brunabótafélag íslands Umboðsmenn um land allt. Ný vörubifreið kostar um eina milljón króna. Okkur er oft og tíðum taint að taka sem sjálfsagða ýmsa þá þjón- ustu sem er að finna í bæjarfélaginu og ýmsir aðiljar láta í té. Það er ekki fyrr en við fáum ekki þessa þjónustu að við leiðum hugann að því hversu nauðsynleg hún er. Þannig er þessu farið með þá þjónustu sem leigubílstjórar, sendi- bílstjórar og vörubílstjórar inna af hendi. Við komum við á vörubílastöð- inni einn eftirmiðdag og hittum að máli formann félags vörubílstjóra, Skarphéðinn Kristjánsson. Það virtist fremur lítið að gera og margir bílar á planinu. Við spurðum Skarphéðinn fyrst hversu margirbðstjórar væru á stöð- inni. ,,Við erum 31 í föstu starfi. Þessi tala hefur verið nokkuð svipuð undanfarin ár“. Hvenær var félagið stofnað? „Það mun hafa verið stofnað um 1930. Fyrir þann tíma var vísir að félagi bílstjóra hér í bænum, en formlega var félagið ekki stofnað fyrr en upp úr 1930“. Skarphéðinn Kristjánsson, for- maður Vörubílastöðvar Hafnar- fjarðar. Hvað kostar nú að „gera út bíl“ í dag? „Það er afar margbreytilegt og fer eftir ýmsu. Hitt er þó áreiðan- lega víst að það er dýrt. Nýr bíll kostar á götuna milli 8- og 900.000 krónur og þarf að afskrifast sam- /------------------------------- kvæmt skattalögum á 5 árum. Vextir og annar kostnaður af því fjármagni er auðvitað stór liður. Eitt einasta dekk undir meðalstóran 6 hjóla vörubíl kostar nú um 12000 krónur og þá upphæð er hægt að margfalda með 7 og þá sjá menn hvaða fjarhæð það er. Tryggingar og þungaskattur höggva líka stór skörð í tekjurnar enda borgum við 1.20 kr. af hverjum km. sem við ökum í þungaskattinn. Viðgerðir eru dýrar og stundum nokkuð tíðar þannig að vinna þarf að vera tölu- verð til þess að endar nái saman.“ Og hvað er að segja um atvinnu- horfur? „Því er ekki að leyna að með sí- vaxandi þætti verktaka á mörgum sviðum þá hefur hlutur vörubíl- stjóra í ýmsum framkvæmdum í bænum minnkað töluvert. Hins vegar er skylt að taka það fram að við erum mjög ánægðir með þann skilning og velvilja sem bæjaryfirvöld hafa sýnt okkur og reyndar má segja að afkoma okkar hefur í stórum mæli byggst á þeirri vinnu sem bærinn hefur staðið að. Við vonum að sú samvinna sem tek- ist hefur með okkur og yfirmönnum verklegra framkvæmda hjá bæjar- félaginu haldi áfram að vera eins góð og raun ber vitni.“ Er það árstíðabundið hversu vinnan er mikil? Já, það er mjög mismunandi og fer eftir mánuðum. Vetrarmánuð- -----------------------------\ irnir nóvember til febrúar eru okkur mjög erfiðir og lítið að gera tímun- um saman. merst er að gera yfir sumarmánuðina eins og skiljanlegt er. Hvað líður skipulagi þess svæðist sem stöðin hefur til umráða? „Við vonum að skipulagsupp- dráttur verði tilbúinn áður en langt um líður og þá verður hæt að hefj- ast handa um ýmsar lagfæringar á lóðinni sem brýn þörf er á. Það þarf nauðsynlega að malbika svæðið og snyrta það til og það er vonandi ekki langt í að það verði gert. Einnig þarf að lagfæra ýmislegt við þvottaplanið hér á bak við. Það er auðvitað ánægjulegt að geta boð- ið þessa aðstöðu hverjum sem á þarf að halda, en því miður er umgengni þar oft ábótavant. Sérstaklega er hvimleitt þegar ýmsir verktakar koma með bíla sína og skilja síðan eftir hauga af óhreinindum og slori planinu, öllum til leiðinda og sér til skammar. En vonandi lagast þetta þegar heildarskipulagið yfir svæðið verður tilbúið nú á næstunni.“ Við látum þessu stutta spjalli lokið og kveðjum Skarphéðinn. Vonandi verður næg atvinna framundan hjá bílstjórum í þessu félagi, sem í hálfa öld hafa annast þessa nauðsynlegu þjónustu sem ná- lega hver einasti húsbyggjandi og húseigandi hefur notið. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! PÖKKCIM VIÐSKIPTIN! Blikksmiðja Hafnarfjarðar Flatahrauni - Sími 54244 DÖMUR HERRAR Hjá okkur fáið þið jólasnyrtinguna. — Einnig höfum við á boðstólum finnsku snyrtivörumar frá LUMENE, bæði fyrir dömur og herra. Tilvalið til jólagjafa. Mjög hagstætt verð. Reykjavíkurvegi 62 II hæð Hajhatjirði Sími 54688 ’yileqjxK gjerum ðd alla bnla.. ...jafnframt erum vió meö sérstaka Volvo-þjónustu. Cöö LOKI HF BIFREIÐAVERKSTÆÐI S. 54958 SKUTAHRAUN113 Ætlar þú að prjóna? TINNA Miðvangi 41

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.