Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 10

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 10
10 Fjarðarfréttir „ALLT GEKK SAMKVÆMT ÁÆTLUN, NEMA...“ Tveir ungir Hafnfiröingar, Ragnar Gautur Stein grímsson og Ragnar Bragason segja frá ævintýra ferð tii ísraels. „Þreyttir, sveittir, hungraðir og ó! hitinn er að drepa okkur! Við skreiðumst upp fjallshlíð- ina og húumst við sporð- drekabiti á nœsta andar- taki. Við stoppum og lítum upp. Sólin stingur sér í augu okkar eins og vatna- dísa í sœ. Húðin brennur, en það vita máttarvöldin að þetta er margfalt skárra en kuldinn á skerinu. En til hvers er allt þetta príl og hvert er ferð okkar heitið? En, vel á minnst, hvar byrjaði þetta? Hvar erum við? Hver á sökina og hvernig komum við hingað?“ Sennilega hefur það verið sam- bland örvæntingar, þreytu, svefn- leysis og sprengfulls maga sem olli því að allt virtist sem í draumi. Við sátum skeifingu lostnir í parísarhjól- inu og horfðum yfir kóngsins Kaup- mannahöfn. Skínandi borgarljósin, sem lýstu upp myrkrið, gerðu veru- leikann að draumi. Burt séð frá því að okkur grunaði ekki að við slypp- um lífs úr parísarhjólinu, sýndist það enn fjarstæðukenndara að níu dögum siðar sætum við á Kastrup- flugvelli og hlustuðum á þýða kven- mannsrödd segja með hjálp hátal- ara: „Flight number NB313 to Tel- Aviv, gate number 11.“ Við fórum um borð. Flugvélin ók út á brautar- enda. Stuttu síðar yfirgáfum við Kaupmannahöfn. Seinni hluti ferðalagsins var haf- inn. Við vorum á leið til ísraels. I fjóra og hálfan tíma virtum við fyrir okkur stóran hluta meginlands Evrópu. Þótt við teldum okkur orðna sæmilega vana hita eftir átta daga veru í Kaupmannahöfn i hita- bylgju var það því likast sem við gengjum á múrvegg þegar við stig- um frá borði á Ben Gurion-flugvelli í Tel-Aviv. Móttökurnar voru eins og vænta mátti. Við okkur blasti gínandi vélbyssuhlaup. En hér var land í stríði og við þóttumst alvanir, glottum út í annað munnvikið er við sáum græn andlit samferðafólks okkar, þvi við vissum betur: Hér var engin hætta. Þó var allur varinn góður og við læddumst sem kettir inn í flugstöðvarbygginguna. Og um leið og við komum inn, þá vissum við svo sannarlega hvað loftkæling var. Ó, hvað við áttum eftir að elska hana. Allt gekk samkvæmt áætlun: Eftir áfallalausa passaskoðun, villt- umst við í flugstöðvarbyggingunni. En hvað ísraelar voru elskuleg þjóð. Allir voru svo hjálplegir. En þó voru leigubílsstjórarnir elskulegastir allra. Hvað eftir annað snéru þeir sér að okkur og sögðu: „Can we help you? Tel-Aviv? Friend, friend. You want taxi? I'11 give you taxi.“ Og svo brostu þeir svo elskulega, líkt og snákur sem hæðist að bráð. Þeir eltu okkur á röndum, svo annt var þeim um að við týndumst ekki, því þar í landi er nefnilega erfiðara að losna við leigubílsstjórana en að fá þá. Sennilega væru þeir ennþá á eftir okkur, hefðum við ekki álpast í veg fyrir einn hinna ábyrgu fara- stjóra okkar. Var nú farið til Jerusalem, þangað sem framundan var viku- dvöl á hótel Ritz. Klukkan sex voru hinir þreyttu og svöngu ferðalangar boðaðir til fundar með fararstjórum Tjæreborgar (ferðaskrifstofunnar dönsku). Átti nú að leggja okkur lífsreglurnar fyrir næstu vikuna. Það gerðu fararstjórarnir með mikl- um leikrænum tilþrifum. Og fylgja hér nokkur helstu boðorðin: 1) Þú skalt ekki geyma veskið í vasanum. 2) Þú skalt síst treysta þeim sem hjálplegstir eru. 3) Þú skalt fyrst í stað ekkert kaupa nema í samráði við vana menn, alls ekkert. 4) Þú skalt þamba eins og þú ættir lífið að leysa allan þann vökva sem nærri þér er. Skemmtilegt spjall fylgdi í kjölfarið um hvernig lifa skyldi i landinu helga. Um leið og við nutum hinnar ljú- fengu máltíðar öðluðumst við fyrstu kynni af hinum stórkostlegu sam- ferðamönnum okkar, sem allir áttu sér hliðstæðu í stórslysamynd- um. Þar var kominn snyrtilegi maðurinn sem fyrstur hefði staðið upp ef stórslys bæri að höndum og hrópað: „No panic“ (hin sanna óeigingjarna hetja); gamli feiti upp- fyndingamaðurinn sem alltaf týndi öllu og helst sjálfum sér, með honum konan hans; ungi áhugasami námsmaðurinn; leyndardómsfullu, þöglu systkinin; og fleiri: Ó, Já: Allt gekk samkvæmt áætlun. Hótel Ritz stendur skammt frá borgarmúrum gömlu Jerúsalem, en þangað lögðum við leið okkar eftir matinn í svölu kvöldloftinu. Var það eins og að stökkva tvö þúsund ár aftur í tímann inn í ævintýraheim biblíunnar. Þar sem við nú gengum í völundarhúsi arabísks ævintýra- heims eftir þröngum strætum með seiðandi músík sem bakgrunn var ekki að furða þótt hugar okkar leit- uðu til upphafs þessa ferðalags. Allt hafði þetta hafist þann fyrsta ágúst er fundum okkar bar saman í Kaup- mannahöfn og voru þá framundan átján óráðstafaðir dagar til að eyða sumarhýrunni. Ljómi sumarfrísins var sá helstur að við höfðum enga hugmynd um hvað það bæri í skauti sér. Eftir átta daga skemmtun og peningaeyðslu í Kaupmannahöfn, hvar við höfðum íbúð vinar okkar að láni, borðuðum á fínustu veit- ingastöðum, fórum níu sinnum í bíó, hjóluðum um allt og enduðum dag hvern í dúnmjúkum sætum með drykki í höndum á okkar uppá- haldsbar, litum við að vanda gegn- um bíóauglýsingar og rákum þá augun í tilboðsferð til Jerúsalem. Skipti það engum togum að við gleymdum bíóinu og skelltum okkur til hins fyrirheitna lands. Skal því engan undra þótt okkur fyndist margt gerast á þessum eina degi. Skipti það litlu máli þótt við kæmumst ekki í bíóið, því allt var ferðalagið sem i kvikmynd. Að morgni annars dags í Jerú- salem beið okkar venjulegur continental morgunmatur í stað æsilegra ísraelska krása, en það gerði ekki mikið til þar sem boðfé- lagarnir bættu það margfaldlega upp, svo ekki sé minnst á þjónana. Strax eftir morgunmat hófust hinar týpísku skoðanaferðir sem engin getur án verið sem fer til framandi landa. Fórum við í fimm ferðir með Tjæreborg en notuðum tvo daga til eigin óhlutdrægna rannsókna á Ísraelsk-Arabísku mannlífi. Auk þess nýttum við kvöldin til hins ýtrasta til að kynna okkur kaffihús og næturlíf Jerúsalem, en komumst þó ekki í miðbæ Vestur-Jerúsalem fyrr en að kvöldi þriðja dags. Þegar farið er úr Austur-Jerúsalem til Vestur-Jerúsalem er munurinn svip- aður og þegar stigið er út úr lifandi þjóðminjasafni inn í stórborgir Vestur-Evrópu. í þessum kvöld- göngum okkar var hálfvegis stefnt á kaffihús, svo eiginlega voru þetta kaffihúsakvöldgöngur. Gangan yfir til Vestur-Jerúsalem var ævintýri út af fyrir sig. Allstaðar var sölu- mennskan að verki þótt komið væri myrkt kvöld. Fátt er hættulegra, sé manni annt um peningana, en stinga við fæti framan við minjagripabúð. Koma þá þegar í stað sölumennirnir svífandi að eins og gammar á bráð. Það var alltaf jafn afslappandi að setjast inn á nútíma kaffihús i Vestur-Jerúsalem og virða fyrir sér það sem i boði var fyrir sælkerann. Kaffiþambarar höfðu minnst úr sjö gerðum kaffis að velja, allt frá venjulegu kaffi til bleksterks tyrk- nesks kaffis með gromsinu í. Kökurnar náðu yfir allan einkunn- arrskalann frá núlli og upp í tíu og brögðuðust yfirleitt hið besta, fyrir utan það að tilfinnilega vantaði þeyttan rjóma. Þar sem óhætt var að versla, þ.e.a.s. þar sem ekki þurfti að prútta, var verðlagið svipað því sem við þekkjum. Það kom sér ákaflega vel að hafa lágmarks þekkingu á biblíusögum þar sem maður fetaði oft á dag í fót- spor einhverrra Biblíupersóna, ekki síst Jesús sjálfs. Það lét óneitanlega einkennilega í eyrum að heyra leið- sögumanninn segja: „Hér gæti Jesú hafa fæðst“. „Hér trúa menn að Jesú hafi verið dæmdur“. „Nú fetum við í fótspor Jesú með kross- inn“ og „Hér gæti krossinn hafa staðið.“. Þegar leiðsögumaðurinn sagði það síðastnefnda stóðum við inni í stórri og mikilli kapellu með Ragnar Bragason loftpressur á fullu allt í kring sem notaðar voru til viðgerða. Meðal annars heimsóttum við Galíleu-vatn og komumst að því að það er ekki að furða þótt Jesú hafi gengið á því þar sem bátafargjöldin eru hrika- lega há. í einar tíu mínútur undirbjó ,,guidinn“ okkur fyrir þá miklu lifs- reynslu að fara yfir Jórdanfljót. Þegar að fljótinu mikla kom voru allir dregnir út úr bílnum, því það er trú manna að maður verði að nýjum manni við að ganga yfir. En hið mikla fljót reyndist aðeins orðið smá spræna vegna hinna miklu áveituframkvæmda ísraela. Ekki fundum við tiltakanlega til breyt- inga á okkur eftir göngu þessa. Einhverju sinni áttum við leið framhjá Dauðahafinu og var þá ákveðið að baða skrílinn. Þótti þeim sem í vatnið fóru það hin mesta lífs- reynsla og trylltist annar greinarhöf- unda þegar í saltið kom. Allt það sem hægt er að segja um bað í Dauðahafinu mun aldrei hljóma sem annað en ýkjur. Maður fékk sterka tilfinningu fyrir því hvernig korktappa líðu í vatni. En á meðan annar lét fara vel um sig í vatninu og hinn tók myndir í gríð og erg, hvað við allsvakalegur sprengihvell- ur og varð greinarhöfundum ekki um sel. Vorum við nú lentir í miðri loftárárs? Ekki varð það nú séð af svip ísraelana í kring, sem vart virtust taka eftir ósköpunum. Já, öllu má venjast, en það má líka segja að sé einkennilegt að vera í sumarfríi fimmtíu til hundrað kíló- metra frá blóðugu stríði. Á þessum degi gerðist upphaf greinar okkar og skal því ekki lýst nánar. Dauðahafið er lægsti punktur jarðar, 397 metra undir sjávarmáli, og skemmtum við okkur konunglega við tilhugsunina jafnvel þótt geislar hádegissólarinn- ar dunduðu sér við að steikja okkur í hina fullkomna logni við um 50 gráðu hita á Celsius. En við stóð- umst prófraunina og vildum þetta heldur en vetrarkuldann sem beið okkar á íslandi. Auk þess sem þegar er nefnt heimsóttum við fjölda þekktra staða sem of langt mál yrði að telja upp. Öðrum af þeim tveim dögum sem við notuðum til eigin rannsókna eyddum við í mikla gönguferð nær- fellt hringinn í kringum Jerúsalem. Við létum hitann ekkert á okkur fá og svöluðum þorsta okkar á Hilton- hótelinu. Lentum við þar í samræð- um við amerískan milljónamæring af Gyðingaættum og konu hans, Ragnar Gautur Steingrímsson sem borguðu tvö hundruð dollara fyrir nætursvefninn. Eyddum við um tveim klukkustundum í þessum mjög svo glæsilegu húsakynnum og ræddum við fólk þetta um peninga, gyðingdóm og heimsmálin. Þar á eftir litum við á Knessið og aðrar nýtískulegar byggingar í Vestur- Jerúsalem. Bar þessa gönguferð okkar upp á laugardag, sabbatinn, og gerðum við þá okkur ljósan muninn á milli hins ísraelska og arabíska heims, þar sem hinar alda- gömlu siðavenjur voru í heiðri hafðar í Vestur-Jerúsalem, þar sem Gyðingarnir ráða lögum og lofum. Á meðan gekk lífið sinn vanagang í Austur-Jerúsalem. Daginn eftir fórum við í eigin rannsóknarferð til Tel-Aviv. Urðum við þá enn varir við hinar miklu andstæður sem ríkja í Israel, því Tel-Aviv er eingöngu byggð af Gyð- ingum og tekur mörgum nútíma- borgum hins vestræna heims fram hvað glæsileik snertir. Varð nú kú- vending í áliti okkar á ísrael til betri vegar. Þetta var sem að koma til annars lands og urðum við okkur til skammar með því að ætla að prútta um verð, en eftir samskipti okkar við Arabana í Jerúsalem stóðum við í þeirri trú að prútt væri þjóðar- venja. Allt of fáum dögum eftir að við fyrst snertum jörð i ísrael, áttum við enn fjögra og hálfs tíma flug fyrir höndum. Áður en við fengum að stíga inn í flugstöðvarbygginguna urðum við að ganga frá einum öryggisverðinum til annars, úr einni tollskoðuninni til annarrar og úr einni yfirheyrslunni í aðra, því hér var land í stríði. Það rigndi í Kaupmannahöfn og borgarljósin spegluðust í pollunum þegar við komum þangað klukkan níu um kvöld. Leið okkur nú rétt eins og við værum komnir heim og tómleikatilfinningin greip okkur sem alltaf grípur mann þegar ferð er á enda, jafnvel þótt enn væri löng leið fyrir höndum heim. f þessari þægilegu tómleikavímu fórum við í íslendingahúsið, teygðum úr löpp- unum og spjölluðum við fólk. Við fórum seint að sofa og vöknuðum seint. Fylgdum við þá eftir vikugam- alli hugmynd og fórum í bíó. Síðan trítluðum við í búðir, gengum um, kvöddum Kaupmannahöfn, sumar- fríið og hið ljúfa líf. Seint um kvöld- ið svifum við í loftið með ævintýra- legar minningar geymdar í rugluð- um hausum. Frá Jerúsalem Við Dauðahafið

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.