Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 11

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 11
Fjarðarfréttir 11 ' ALLIR BÍLAR TEKNIR INN Hjólbarðaverkstæðið Drangarhrauni 1 Hf. S: 51963 Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar Trönuhrauni 2. S: 52222 BORG Þann 17. júní 1972 fengu Hafn- firðingar fyrstu vitneskju um að til stæði að koma á stofn nýrri gler- verksmiðju. En þann dag sáust nokkrir menn vera að mála hús efst í bænum, nánar til tekið upp við Keflavíkurveg, nærri Engidal. Þar voru á ferðinni hluthafar Gler- borgar hf., nýs fyrirtækis undir forystu hins kunna athafnamanns Jóns Bjarna Kristinssonar. Höfðu þeir keypt húsnæði sem þá var bílaverkstæði en þar á undan önglaverksmiðja. Leist sunnudags- ökumönnum misjafnlega á fyrir- tæki þetta en þó voru það fleiri sem óskuðu frumburðinum alls hins besta. Á næstu dögum var síðan tekið til við að hreinsa til innanhúss, brjóta niður veggi, einangra, setja upp skrifstofuaðstöðu o.s.frv. Fyrirtækið Glerborg hf. var síðan formlega stofnað 23.júní 1972. For- stjóri var Jón Bjarni Kristinsson og gegndi hann því starfi til dauða- dags, en hann lést sviplega þann 19.ágúst 1975. Bjarni var mjög framsýnn maður og stórhuga og sem dæmi um það lagði hann grundvöllinn að þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í fyrirtækinu allt til dagsins í dag. Fyrsta verkefni hinnar nýju verk- smiðju átti að vera að framleiða gler í sjálft verksmiðjuhúsið, en svo varð þó ekki því við bruna trésm. verkstæðis Björn Ólafssonar kom upp sú staða að bjarga þurfti þar gleri snarlega og hófst þar með framleiðslan við hinar frumstæð- ustu aðstæður. Þurfti m.a. að handþvo allt glerið því þvottavél til þeirra hluta var ekki komin til landsins. Framleiðslan jókst strax hröðum skrefum og var hið 220m2 húsnæði þegar of lítið á fyrstu mánuðum. Var því hafist handa 1973 með byggingu geymsluskýlis, sem bætti, í bili, úr brýnni þörf. Árið 1974 var síðan byrjað á verksmiðjuhúsnæði því er notað er í dag og við þær úr- bætur jókst húsnæði verksmiðj- unnar í 1775m2 og enn er þörf á stækkun og þá sérstaklega geymslu- lagers fyrir tilbúna framleiðslu. Gífurlegar framfarir hafa orðið á tækjabúnaði í verksmiðjunni á þessu tímabili. í upphafi voru öll tæki heimasmíðuð nema gler- þvottavél sem keypt var erlendis frá. Öll vinna var unnin á höndum þar til verksmiðjubyggingin kom til skjalanna, en þá var settur upp hlaupaköttur sem tók af erfiðasta burðinn. í dag er einnig staðsettur krani við hlið verksmiðjunnar sem notaður er til móttöku á gleri til framleiðslunnar. Höfum opnað nýtt dekkjaverkstæði að Drangahrauni 1 Hafnarfirði. Öil aðstaða inn til hjólbarðaskiptinga. Eins og áður þá bjóðum við sólaða og nýja hjólbarða. Leggjum áherslu á fljóta og góða þjónustu. Reynið viðskiptin. getur í framleiðslu á einangrunar- gleri í heiminum í dag, enda eru kostir hennar ótvíræðir fram yfir aðrar samsetningar. Jafnhliða breytingum í fram- leiðslu, þá hefur einnig átt sér stað töluverð þróun í sölu- og afgreiðslu- málum á þessum árum. Má þar til nefna, að GLERBORG HF., hefur verið í forystu frá upphafi í af- greiðslu á gleri út um allt land og gerði stórt átak í flutningi glers með sérsmíðuðum gámum og jók akstur á sérútbúnum vöruflutningabif- reiðum út um allt land. Umboðs- mannakerfi hefur verið komið á, og eru nú starfandi 50 umboðsmenn um land allt. Tölva var tekin í notkun síðla árs 1980 og er hún notuð við útreikninga og útskriftir á tilboðum, pöntunum og reikn- ingum. Hefur með tilkomu tölv- unnar náðst fram mjög mikil hag- ræðing í allri vinnslu söludeildar og er áformuð áframhaldandi tölvu- væðingu, sem tengja mun alla rekstrarþætti, bæta upplýsinga- streymi og auðvelda þannig sölu, framleiðslu og afgreiðslu. í upphafi voru 10 starfsmenn hjá fyrirtækinu og smám saman jókst starfsmannafjöldinn i 14. í dag eru 35 starfsmenn og hefur verið svo síðastliðinn 4 - 5 ár. Einnig eru ávallt starfandi utanaðkomandi að- ilar, svo sem bifreiðastjórar, smiðir og rafvirkjar, sem tengjast fyrir- tækinu á einn eða annan hátt. Breytingar á starfsfólki eru ekki tiðar og má nefna það sem dæmi, að núverandi starfsmönnum hafa 13 unnið í 8 ár eða lengur. Núverandi forstjóri GLER- BORGAR HF., er Anton Bjarna- son, en hann tók við því starfi við fráfall Jóns Bjarna Kristinssonar. Starfsfólk Glerborgar Glerið kemur í gámum og á rekkum, sem hvorutveggja vega 17 - 20 tonn. Hver glerskífa er 320 X 510 sm að stærð og vegur 163 - 408 kg eftir glerþykkt. Á sama ári var einnig tekin í notkun ný og full- komin skurðarsamstæða ásamt sjálfvirkri og afkastaamikilli sam- setningarlínu. Með vélvæðingu þessari óx afkastageta verksmiðj- unnar og um leið var samsetningu glersins breytt úr einfaldri límingu í svöfalda. Breytingin er fólgin í því, Anton Bjarnason. að í staðinn fyrir eina tegund af lími eru notaðar tvær tegundir, sem sameina þá kosti sem ekki er hægt að ná fram í einu lími, en þeir eru; mikil viðloðun, teygjanleiki, þétti- leiki og styrkur gagnvart utanað- komandi efnum. GLERBORG HF., var eitt af fyrstu fyrirtækjum á Norðurlöndum til að tileinka sér þessa aðferð og er eina glerverk- smiðjan á landinu, sem framleiðir einangrunargler með henni. „Tvöföld líming“ er lang- útbreidd- asta framleiðsluaðferð, sem um ÁS- si'mf HELLUHRAUNI 10 ~ ~ HAFNARFIRÐI IWlllWIMIItllIllllllllilllllIMMIIIIIIBll, Víð óskum Hafnfirðingum gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum viðskiptin á liðnu ári! Verið velkomin á nýja árinu! Við munum áfram klæða húsgögnin og hafa úrval af áklæðum. ÁS— HÚSGÖGN Helluhrauni 10 Hafnfirðingar! Hæg eru heimatökin. Stundið bílaviðskiptin í Firðinum. Höfum flestar gerðir bifreiða í flestum verðflokkum. jooqY-Æ? Gleðileg jól! BÍLA- OG BATASALAN Lækjargötu við Reykjanesbraut Simi 53233 Brauðið er ávallt nýtt og ferskt hjá handverks- bakaranum Miðvangi 41 sími 54040 Hólshrauni 1 sími 54282 SEIKO SEIKO úr og klukkur í miklu úrvali SEIKO gæði — * SEIKO ending — * SEIKO þjónustan í Hafnarfirði TRYGGVI ÓLAFSSON úrsmiður Strandgötu 25 - sími 53530

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.