Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 14

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 14
14 Fjarðarfréttir MEÐ LANGÖMMU TIL — Kafli úr nýrri skáldsögu eftir Sigurð Friðþjófsson. ,,Sagan byggist á því sem ég þekki og hef upplifað“ — Rætt við Sigurð Friðþjófsson, rithöfund Nú fyrir jólin kemur út hjá bókaútgáfunni Skuggsjá ný skáldsaga eftir rúmlega þrítugan Hafnfirðing, Sigurð Friðþjófsson. Sigurður er borinn og barnfæddur hér í Firðinum, en hleypti þó heimadraganum seint á ung- lingsárunum, bjó fyrst í Reykjavík, síðan eitt ár á Höfn í Hornafirði, þar sem hann fékkst við kennslu, og loks dvaldi hann 7 ár í Svíþjóð, nánar tiltekið í Stokkhólmi. Þar vann hann, stundaði nám í kvikmyndafræðum og fékkst við ritstörf. Síðastliðið vor kom hann svo aftur til íslands og býr nú í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Fjarðarfréttir fengu leyfi Sigurðar og útgáfufyrirtækisins, Skuggsjár, til að birta kafla úr sögunni, sem nefnist ,,Heimar“, Jafnframt var spjallað stuttlega við Sigurð, og hann krufinn sagna um feril sinn sem rithöfundur. Er þetta fyrsta skaldsagan þín? Nei, fyrsta skáldsagan mín, „Þjóðleg reisn“, kom út 1978. Þá á ég óprentaða skáldsögu í handriti, sem ég skrifaði áður en ,,Heimar“ urðu til. Um hvað fjalla Heimar? Sagan fjallar um ungan mann á mismundandi tímum. í byrjun er hann 7 ára, en í Iokin orðinn fulltíða maður. Bókin skiptist í 6 kafla, sem hver um sig myndar sjálfstæða heild, og má því gjarnan teljast sambland skáldsögu og smásagna. Sögusviðið í fyrstu köflunum er Hafnarfjörður, síðan er stór hluti sögunnar látinn gerast erlendis, en endað í Hafnarfirði aftur. Þá má geta þess að sagan er skrifuð ýmist í 1., 2. eða 3. persónu og það á m.a. þátt í því að hver kafli er sjálf- stæður. Er hún þá að einhverju leyti sjálfsævisaga? Þessi saga byggist upp á því sem ég þekki og hef upplifað og sjálfsagt má finna margt sameiginlegt með aðalsögupersónunni og mér. Samt lít ég á hana sem skáldsögu fyrst og fremst, enda lýtur hún lögmálum hennar. Geturðu lýst söguhetjunni svolítið nánar fyrir okkur? Þetta er einstaklingur sem á erfitt með að sætta sig við heiminn sem hann upplifir. Hann er hræddur við árekstra, lendir í baklás, sér enga undankomuleið og á erfitt með að finna sjálfan sig. Þetta er reynsla sem ótrúlega margt fólk upplifir, þótt sjaldan sé fjallað um það á opinskáan hátt. Hvað um aðrar sögupersónur? Eiga þær sér einhverjar fyrir- myndir? Þessu er erfitt að svara. Ef til vill koma einhverjir til með að sjá ein- hverjar fyrirmyndir í sumum per- sónum sögunnar, og auðvitað er það hverjum og einum frjálst. Þessar persónur hafa orðið til af kynnum mínum við fólk á ýmsum stöðum á ýmsum tímum, en ef um beinar fyrirmyndir er að ræða, þá eru þær fleiri en ein í hverrri per- sónu. Hvers vegna nefnirðu söguna ,,Heimar“? Það má segja að sagan gerist í ýmsum heimum, mannheimum, álfheimum, draumheimum. Svo upplifir aðalpersónan hverja manneskju sem sérstakan heim. Eitthvað í þessum dúr hugsaði ég þegar ég valdi bókinni nafn. Álfheimar sagðirðu. Er einhver þjóðsagnahlær yfir sögunni? Ekki beinlínis, en á tveimur stöðum í bókinni leita ég á slóðir þjóðsögunnar. í fyrsta kaflanum ferðast söguhetjan með gamalli konu til álfheima, og síðar, í kafla sem gerist erlendis; kemur þjóð- sagan aftur inn í myndina. Hvenær byrjaðir þú að skrifa? Ætli það hafi ekki verið í mennta- skóla. Þá kynntist ég fólki sem fékkst við skáldskap, og fór sjálfur að spreyta mig við Ijóðagerð. Á þessum tíma birtust nokkur ljóð eftir mig í skólablöðum, og seinna kom fyrsta bókin mín út, ljóða- bókin ,,Fúaveggir“. Áður en ég réðist í að skrifa skáldsögur, fékkst ég nokkuð við smásagnagerð, svona til að prófa mig áfram og finna mér eitthvað til að standa á. Þegar ég fluttist til Svíþjóðar fór ég svo að skrifa fyrir alvöru. Þar gafst mér gott tóm til að fást við þetta og hafði betri tíma en áður til að skrifa. Hvernig var að koma aftur til Islands eftir svona mörg ár? Það var sterk og sérkennileg upp- lifun að koma aftur til íslands eftir svona langa dvöl erlendis. Margt fannst mér vera eins og það var áður, en ýmislegt hefur reynst ólíkt því sem ég átti von á, og það tók mig nokkurn tíma að átta mig á hlutunum. Eg get sagt ykkur eina sögu um einkennilegt atvik sem henti mig fyrsta daginn á íslandi í vor, og setti mig algjörlega úr jafnvægi um tíma. Ég var í mesta sakleysi á gangi áleiðis niður í bæ, þegar bíl er rennt að mér og miðað á mig skamm- byssu: „Peninga eða lífið“. Ég varð dauðskelfdur og fór að þreifa eftir veskinu. Þá skellihlógu náungarnir í bílnum og óku burt. Þetta átti víst að vera fyndni, en fyrir mig sem hafði vitað rán og glæpi af þessu tagi gerast allt í kringum mig erlend- is, var þetta ,,sjokk“ og ég var marga daga að ná mér eftir það. Að lokum, Sigurður. Ætlarðu að halda áfram að skrifa hér heima? Mér fannst ég vera að undirbúa heimkomuna þegar ég skrifaði „Heima“, og lít á söguna sem eins konar uppgjör mitt við fortíðina. Ég stend því á vissum tímamótum og það á eftir að koma í ljós hvernig mér gengur að skrifa hér heima. En ég er ákveðinn að halda áfram og reyna á þann hátt að vinna úr þeim raunveruleika sem ég upplifi hverju sinni. Síðan ég kom hef ég verið á fullu í byggingarvinnu og ætla að halda því áfram þangað til ég hef efni á að taka mér hlé til að skrifa. Það þýðir ekkert að ætla sér að skrifa í hjáverkum í þeim ,,vinnubúðum“ sem mér virðist ísland vera. Það er ólíkt því sem ég kynntist úti, og vægast sagt sérkennilegt líf sem margir íslendingar lifa: vinna, sofa, éta og detta í það um helgar. Ef til vill verður reynsla mín af því að taka þátt í þessu lifi kveikja að næstu sögu sem ég skrifa. Þótt margt fleira bæri á góma í spjallinu við Sigurð, látum við hér staðar numið. Honum, og bókaút- gáfunni SKUGGSJÁ færum við bestu þakkir fyrir að ieyfa okkur að birta hér kafla úr „Heimum“, og vonum að iesendur kunni vel að meta framlag þessa unga höfundar. Kæru vinir, ungir sem aldnir af báðum kynjum og margbreytilegu litarafti mannanna; ég ætla að segja ykkur sögu og sú saga er sönn. Það er sagan af henni langömmu. Það má meir en vel vera að hún hafi verið langalangamma mín, eða kannski langalangalangamma, en hún var alltaf kölluð langamma af öllum kynslóðum, þó ekki væri hún beint á lengdina. Nei hún var lág- vaxin ívið hokin og með kryppu. Hún langamma var örgugglega mörg hundruð ára, hundgömul að eigin sögn. Hún fæddist fyrir daga útvarps, bíls, rafurmagns og síma svo hún var örugglega mörg hundruð ára. Hún var fædd á annarri öld en ég og allir aðrir, svo það voru engar ýkjur hjá henni þegar hún sagðist vera hundgömul. Árlega var haldið uppá hundrað ára afmæli kerlingar og safnaðist þá ættleggur hennar saman í gútemplarahúsinu í Firðinum. Því fyrirkomulagi var komið á þegar upp komnir afkomendur hennar neituðu að viðurkenna að lang- amma væri ódauðleg. Þá var ákveðið að hún væri hundrað ára, og hundrað ára var hún þar til hún dó. Langamma gaf loksins upp öndina daginn sem Armstrong og Collins spásseruðu á túnglinu, hvað sem það átti að fyriristilla hjá henni. Langamma bjó í eldgömlum torf- kofa út í hrauni. Einhverntíman í fyrndinni var þetta reisulegt býli, en nú bjó hún bara í helmingnum af baðstofunni og eldhúsinu. Kamar í hlaðvarpanum þjónaði brýnustu þörfum hennar og gestkomandi. Einhver hafði einhverntíman gerst svo framtakssamur að leiða vatn úr bæjarlæknum inn í eldhús. Voru það einu nútíma þægindin í hennar húsi. Baðkar hafði hún aldrei sest í nema ef vera skyldi í álfheimum og þar sem hún var eldri en sápan notaði hún keitu úr kúnni til þvottar er blávatnið dugði ekki. Langamma hafði eina kú og fjórar ær í heimili og héldu skepnurnar til í hinum hluta bað- stofunnar. Restin af húsunum voru tóftir einar. Beljan hét Rjómalind en ærnar Botna, Gota, Tota og Svanhvít. Voru skepnurnar vel haldnar hjá henni. Mjólkaði Rjómalind á við fjórar meðalkýr og dilkarnir sem Botna, Gota, Tota og Svanhvít færðu heim að hausti slógu alltaf öll met í sláturhúsinu. Þeir vógu yfirleitt á við fjögur meðallömb. Ekki virtist aldur bíta á ærnar og kúna, þó eflaust væru dýrin mörg hundruð ára einsog langamma. Að minnsta kosti full- yrti elstu niðjar hennar að hún hefði haft Rjómalind, Botnu, Gotu, Totu og Svanhvíti svo lengi þeir mundu. Voru allir á einu máli að dýrin væru álfakyns. Þó var deilt um uppruna Rjómalindar. Álitu sumir hana úr hafi komna en aðrir klettum. Já langamma var ekki við eina fjölina felld, sneisafull að gömlum fróðleik og bellibrögðum, fjöl- kunnug og lifði i nánu samlífi við huldufólk og aðra ómennska íbúa hraunsins. Hún var fyrsta flokks skottulæknir og gædd slíkri spá- sagnagáfu að kerlingar úr Firðinum sóttu stíft til hennar. Var það aðal lífsviðurværi hennar, því alltaf er til nóg af fólki, sem vill gína yfir öllu lífshlaupi í sínu á einu bretti. Kæru vinir, ungir sem aldnir af báðum kynjum og margbreytilegu litarafti mannanna; sagan gerist síðla ágúst mánaðar á sjö ára afmæli mínu. Að verða sjö ára er ekkert smáræði, einsog allir sem náð hafa þeim aldri geta vitnað um. Reyndar smánarlega skitinn aldur miðað við langömmu, en þannig hugsa bara þeir sem eru stöðugt að keppa. Sjö ára er virðulegur aldur og sjálfum fannst mér ég loksins hafa náð einhverju takmarki. Allir kunningjarnir voru fyrir löngu búnir að missa framtennurnar og sumir augntennur líka, en mínar sátu pikkfastar einsog ryðgaðar rær. En þennan dag varð ég sjö ára, það var staðreynd sem enginn gat neitað. Afi, sem líka kallaði langömmu langömmu, var með fjörutíu ær niðrí Firði og þar sem skipulagið samþykkti ekki nein túnflæmi í miðri byggð, heyjaði hann gamla bæjartúnið í Múlakoti, eins og ættaróðalið kallaðist eftir ásnum sem það stóð undir. Afi og amma áttu sjö dætur og var ég sonur einnar þeirra. Þær voru allar gifta 1 inn í kaupmanns- atvinnurekanda-, iðnaðar- og skrif- stofustéttir Fjarðarins. Þótti afa það skítt en það var aldrei hlustað á hann. Skepnulaus þjóð er glötuð þjóð. Leist honum Þróunin lítt já- kvæð. Hvað sem því viðkemur þá voru systurnar, eins og þær kölluð- ust manna á meðal, vanar að hjálpa til við heyskapinn. Fylgdu þeim ellefu grislingar, frá níu ára og niður á við, þau yngstu enn á brjóstum og var ein systranna ófrísk af tólfta barnabarnabarni eða var það barnabarnabarnabarni lang- ömmu. Heyannir á hraunvöllum voru því fjölmennar og háværar samkomur. Þegar kaupmaðurinn atvinnurekandinn, iðnaðarmenn- irnir og skrifstofublækurnar mættu í raksturinn eftir vinnu var þvílíkt líf á völlunum að sjálf krían lagði á flótta. Já öll náttúran fór eiginlega úr skorðum og að sögn langömmu var það bara frændræknin við hana, sem bjargaði heyjum afa undan foxillum álfunum i hraun- inu. Þeir biðu töðugjalda jafn spenntir og við krakkarnir, sem vorum komin til vits og ára, en ekki var það út af rjómapönnukökunum hennar ömmu. Nei þeir biðu þess að ró félli á og náttúran fengi aftur sinn vanabundna, hæverska klið. Þar sem ég var haldinn heymæði, fékk nefrennsli, slím í háls, and- teppu, augnrennsli og útbrot af því að vera nálægt töðu, sat ég iðulega í eldhúsinu hjá langömmu á meðan frændsystkini mín þvældust fyrir hrífum og ólmuðust í stökkum undir fúkyrðum afa. Svo var og daginn sem ég varð sjö ára. Langamma stóð við kolafýringuna og flóaði mjólk úr Rjómalind. Að hennar sögn var drykkur sá gættur ótrúlegum náttúrum. Án efa mesti heilsudrykkur sem fyrirfyndist hérna megin heimskautsbaugarins. Auðvitað trúði ég henni og það er engin lygi að ég fylltist nýjum þrótti, nefrennslið og önnur ein- kenni heymæðinnar hurfu á svip- stundu og sérkennileg vellíðan her- tók líkamann þegar mjöðurinn frá Rjómalind yljaði innviði mína. Ekki var dyrkkurinn samt sérlega bragðgóður. Langamma skjögraði við staf um hallandi eldhúsgólfið. Ef hún var ekki mörg hundruð ára, þá leit hún að minnsta kosti úr fyrir að vera það. Hún skaut flestum krökkum skelk í bringu og var kölluð nornin af frændsystkinum mínum. Ég man meira að segja eftir því að annar iðnaðarmannanna hótaði af- kvæmum sínum með kerlu er ótuktarskapurinn gekk fram úr hófi að hans mati. Ekki held ég að þau hafi látið verr þá en yfir höfuð. Geng ég því út frá því sem vísu að langamma hafði þjónað sem grýla á því heimili. Á ég erfitt með að skilja það því í svip hennar ljómaði einkennileg birta og hlýja, sem ég hef hvorki fyrr né síðar séð hjá annarri mennskri veru. Hún var með þykkt snjóhvítt, rasssitt hár, sem hún fléttaði daglega og setti í hnút í hnakkanum. Stafaði hárið af sér yfirnáttúrulegum glampa, sem lýsti upp allt kringum hana. Hár- prýðina átti hún keitunni úr Rjóma- lind að þakka. Inn í þessari björtu umgjörð var gamallt andlit. Að hennar eigin sögn voru hrukkurnar á enninu 377 talsins og pokarnir undir augunum 66. Augun voru lítil og langt inn í tóttunum en frán sem á erni og augnaráð hennar vor oft íhugandi eins og hún væri í stöðugri leit að því sem byggi að baki hlut- anna. Munnsvipurinn var sorg- mæddur, þunnar varir og vissu munnvikin niður á við og mynduðu ramma um sterklega hökuna.Eyrun voru stór og stælt, eins og tveir blæ- vængir út úr hvítum hettinum. Og nú loksins erum við komin að sér- kennilegasta hluta andlits hennar, en það er nefið. Nefið hennar langömmu er kapítuli út af fyrir sig. Eins og þið getið nærri var það stórt og upp úr því miðju óx varta. Það var engin venjuleg varta. Ónei. I vörtunni var fjöreggið hennar langömmu og það er engin lygi því þannig fyrirfór hún sér að lokum þegar kanarnir lentu

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.