Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 17

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 17
Fjarðarfréttir 17 SÝNING GUNNARS HJALTASONAR í HÁHOLTI. Gunnar Hjaltason hélt nýlega málverkasýningu í Háholti, nýja sýningar- salnum við Reykjanesbraut. Var þetta 21. einkasýning Gunnars, en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Gunnar Hjaltason er óþarft að kynna,hann hefur búið hér í rúma tvo áratugi og haldið fjöl- margar athyglisverðar sýningar í Hafnarfirði. BJARNI JÓNSSON SÝNIR í HAPPY — HÚSINU. Nýlega lauk formlega málverkasýningu Bjarna Jónssonar í HAPPY — húsinu við Reykjavíkurveg. Á sýningunni voru fjölmörg málverk frá ýmsum stöðum á landinu, en Bjarni hefur undanfarin ár ferðast mikið og viðað að sér myndefni. Eins og flestum Hafnfirðingum er kunnugt var Bjarni Jónsson búsettur í Hafnarfirði um árabil og starfaði þá sem kennari við Flensborgarskóla. Þótt sýningu Bjarna sé nú formlega lokið munu myndir hans verða áfram til sýnis í HAPPY — húsinu a.m.k., til jóla. MÁLVERKASÝNING GUNNARS SIGURJÓNSSONAR. Nú stendur yfir að Strandgötu 2, í húsnæði því sem verslunin Frístund var í til skamms tíma, málverkasýning Gunnars Sigurjónssonar. Þar er að finna fjölda mynda frá Hafnarfirði og nágrenni. Gunnar hefur talsvert fengist við að mála alla ævi, þótt mestu hafi hann afkastað á síðari árum, eftir að um fór að hægjast í öðrum störfum. Sýning Gunnars verður að öllu forfallalausu opin fram undir jól. Biðskýlið ' Hvaleyrarholti Sími 51889 I OPIÐ TIL KL. 23.30 Mjólk, brauð.álegg og ostar. Tóbak, öl, sælgæti og ís. Heitar og kaldar samlokur. Munið einnig eftir ís- og sælgætisbúðinni Sóley, Strandgötu 17 - Sími 52203 V ________________________________/ Vinsæl tölvuspil til jólagjafa Körfuboltaspil Tennisleikur Kafbátaspil Lítið inn og skoðið jólagjafaúrvalið. Strandgötu 3 — S: 50515 PERLAN mm, Strandgötu 9 FYRIR KONUR FYRIR BÖRN FYRIR KARLMENN Blússur Skyrtur Peysur Peysur Blússur Hanskar Veski Peysur Treflar Töskur Úlpur Sokkar Buxur (flauel) Buxur Leðurveski Hanskar Hanskar (nafngylling) Húfur Vettlingar o.fl. Treflar Náttkjólar o.fl. o.fl. Gjafavörur í miklu úrvali ^ o Hagstætt verö Perlan, sími 51511 Ljós og Raftæki auglýsir: Mjög gott til dæmis: Ljósakrónur Vegglampar Standlampar Gjafalampar Leslampar Perur Kastarar Litaðar perur Litaðar kúluperur úrval af gjafavörum Casio-úr Casio-tölvur Aðventuljós (12 gerðir af seríur Útiseríur Gtvörp Ctvarpsklukkur Segulb. m/útvarpi mónó og steríó ^&altœkja- aerólunii\^ & ‘^ajtœki Strandgötu 39 sími 52566

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.