Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 18

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 18
18 Fjarðarfréttir KUBUFERÐ 25. JUNI - N. Valdimarsson segir frá Albert H. Óviðráðanleg forvitni að kynnast því sem er að einhverju eða öllu leyti hulið eða er haldið leyndu dregur fólk sí og æ út í alls konar ævintýri. Sem ungling dreymdi mig dag- drauma að fá tækifæri til að sjá mig um í heiminum og kynnast fjar- lægum þjóðum. Ég man Ijóslega hugarvíl mitt þegar ég eitt sinn á mínum ungu árum veiktist skyndi- lega og hélt að ég væri að deyja úr botlangabólgu. Ég bað þess heitt að fá að lifa lengur, því aðjnig langaði svo mjög að sjá svolítið meira af þessari veröld. Á háskólaárum rnínum fékk ég loks tækifæri til að sjá meira en mitt kæra föðuriand. Norðurlödin urðu fyrir valinu og svo Evrópa öll. Forvitnin dró mig til Austur-Evrópu. Þar ferðaðist ég um mörg lönd og naut þess ríkulega að kynnast öðruvísi mannlífi en ég var vanur. Að námi loknu fluttist ég heim til íslands, því að ,,heima er best að vera“. Ég var fullsaddur á flakkinu í bili og hafði það á tilfinningunni að ég ætti lítið eftir að upplifa ný- stárlegt í þessari heimsálfu. Árin liðu og ég fylgdist vel með heims- málunum. Því er þó ekki að leyna að vissir hlutar heims urðu útundan, og eitt af þeim löndum sem urðu mér meir og meir hulin með árunurn var Kúba. Þaðan fréttist lítið, og ekki minnkaði forvitni mín við það að uppgötva aftur og aftur að það litla sem kom í heimsfréttunum var lítið trúverðugt. Auðvitað hef ég leitað eftir sönnum fróðleik um margar aðrar þjóðir án þess að láta verða af því að gera vettvangskönn- un. Oftast er slíkt ókleyft fyrir fólk flest, bæði of dýrt og óaðgengilegt. Ódýrar ferðir, eins og t.d. sólar- landaferðir, gefa fólki ekki kost á að kynnast raunverulegu lífi fólks í framandi löndum. Ég hef lítinn áhuga á slíkum ferðum, en þegar ég frétti af vinnu- og kynningarferð til Kúbu, sem Vinaáttufélag íslands og Kúbu (VÍK) skipulagði ásamt systurfélögum sínum á hinum Norðurlöndunum, þá þurfti ég ekki miklar upplýsingar í viðbót áður en ég ákvað að fara í ferðina. Allt frá 1970 hafa slíkar kynnis- ferðir verið farnar árlega frá Norðurlöndum, og eru Kúbanir því orðnir vel þjálfaðir í að taka á móti ferðafólkinu og koma því svo fyrir að það fái að kynnast náið kúb- önsku þjóðlífi. Vináttufélag íslands og Kúbu (VÍK) hélt námskeið fyrir tilvonandi Kúbufara. Það hófst s.hl. apríl- mánaðar. Við lásum fjölritað upp- lýsingarrit um Kúbu, og þeir sem áður höfðu gerst Kúbufarar sögðu frá reynslu sinni, Ingibjörg Haralds- dóttir, formaður VÍK, stjórnaði námskeiðinu, og var hún einnig okkar aðalfræðari. Hún bjó á Kúbu í 6 ár, og þekkir því náið bæði land og þjóð. Við fengum góða innsýn í sögu kúbönsku þjóðarinnar allt frá því fyrir Kólumbus. Kúba varð spænsk nýlenda. Spánverjar þrælk- uðu og drápu frumbyggja landsins og fluttu svo svertingja frá Afríku þegar þá vantaði fleiri þræla. Spán- verjar misstu ítök sín á Kúbu laust fyrir síðustu aldamót í hendur Bandaríkjanna. Ekki tók þá betur við, því að bandarískir auðmenn arðrændu kúbönsku þjóðina. Þetta er blóðug raunasaga allt þar til kúb- anska þjóðin braust undan okinu með Fidel Castro í broddi fylking- ar. f ársbyrjun 1959 varð kúbanska þjóðin loks sjálfstæð og gat ráðið sínum málum án erlendrar íhlutun- ar. Á síðustu 23 árum hefur kúb- anska þjóðin risið úr sárustu fátækt, og getur nú talist meðal þeirra þjóða heims sem skapar öllum þegnum sínum góð lífs- skilyrði. Eljusemi og dugnaður þjóðarinnar svo og mannúleg stjórnvinnsla Fidel Castro og félaga hans hefur m.a. gert þetta kleyft á svona skömmum tíma. Hér er ekki mikið sagt, en eitt er víst að náin þekking á sögu kúbönsku þjóðarinnar gerði mér kleyft að skilja svo ótal margt sem fyrir mig bar á Kúbu. Ferðalagið til Kúbu og mín fyrstu kynni þar. Lagt var af stað snemma morg- uns 25. júní. Þota Flugleiða flutti okkur íslendingana, 22 talsins, til Kaupmannahafnar. Þar gistum við eina nótt á farfuglaheimili ásamt Norðmönnum. Frá Noregi komu 24 að þessu sinni og eins og í fyrri Kúbuferðum komu þeir til að verða nánustu ferðafélagar okkar íslend- inganna. Danir og Svíar voru fjar- lægari, e.t.v. vegna þess að þeir voru svo margir, um 60 frá hvoru landi. Finnar voru fjarlægari aðal- lega vegna tungumálaerfiðleika, en 38 komu þaðan. Þessar árlegu vinnu- og kynning- arferðir norrænu þjóðanna til Kúbu ganga undir nafninu „Brigada Nordica,,, skammstafað BN. í þær komast árlega um 200 manns. Nefnd á vegum vináttufélaga Kúbu á Norðurlöndunum sér um að út- vega sem ódýrast fargjald fyrir allan hópinn, ákveður hámarksfjölda þátttakenda frá hverju landi o.s.frv. Að þessu sinni var samið við danska ferðaskrifstofu sem hefur sérhæf- ingu í að skipuleggja ferðir til Kúbu. Flogið var með austurþýska flugfé- Iaginu Interflug fyrst til Berlín og þaðan með þotu til Kúbu með milli- lendingu á Ganderflugvelli á Ný- fundnalandi. Ferðaskrifstofan hefur sjálfsagt fundið þessa leið ódýrasta. Eitt er víst að ódýrt er að fljúga með austur-evrópskum flugfélögum, en sú staðreynd að stjórnvöld Banda- ríkjanna halda uppi viðskiptabanni á Kúbu og reyna að þvinga aðrar „vestrænar þjóðir“ til að beygja sig eftir sínum vilja í þeim efnum setur svo sannarlega sinn svip á samskipti Kúbu við umheiminn. Ferðin með Interflug var þægileg. Við fengum góðan mat og rauða leista til að hafa á fótunum. Lýsóllyktin bar vott um hreinlæti og minnti mig þægilega á Rússlandsferð mína sumarið 1967, en samferðafólk mitt lét lítt af þessari ágætu ,,austantjaldslykt“. Á Gander var glaðasólksin, sann- kallað „gott íslenskt veðurlag,“ svalt og tært loft. Landslagið hrjóstrugt kjarrlendi á ávölum hæðadrögum. Allt yfirbragð á flug- vellinum minnir á Keflavíkurflug- völl. Þegar ég kom í hlýjuna og gróðursældina í Havana, höfuðborg Kúbu, 4 klsts. síðar, þá fann ég að koman til Gander kryddaði vel þau fyrstu áhrif sem ég varð fyrir við komu mína til Kúbu. Það var byrjað að kvölda og hitinn vel yfir 30°C. Ég skimaði eftir pálmatrjám, en þau setja sterkan svip á landslag- ið á Kúpu. Ég sá þau í fjarska þessi merkilegu tré sem ég las fyrst um í barnaskóla. Á flugvellinum gekk allt fremur greiðlega fyrir sig. Bið- raðir mynduðust við skoðun á pappírum og við fundum fyrir hit- anum í mannhafinu þar sem beðið var eftir farangrinum. Margir stundu og svitinn rann, en enginn féll í yfirlið. Þegar við komum út úr flugstöðvarbyggingunni var myrkur skollið á og okkur fannst notalegt í kvöldsvalanum, sem var þó um 30°C. Margt fólk tók á móti okkur og vísaði okkur á fólksflutningar- bíla sem biðu okkar. Þar sem við biðum við bílana var mér litið upp og sá þá vaxandi tungl ótrúlega hátt á himni. Pálmatrén, hitinn og stað- setning tunglskífunnar á himninum voru fyrstu náttúrlegu teiknin, sem FARGJALDASTYRKIR Bæjarsjóður Hafnarfjarðar tekur þátt í fargjalda- kostnaði nemenda úr Hafnarfirði, sem sækja skóla til nágrannabyggðarlaganna. Rétt á fargjaldastyrk eiga þeir nemendur, sem stunda nám í framhalds— og sérskólum, enda standi námið yfir í a.m.k. eina önn (3 — 4 mán.) og ljúki með prófi eða veiti starfsréttindi. Nemendum er bent á að snúa sér til bæjarskrif- stofunnar, Strandgötu 6, og fá þar eyðublöð, sem fylla þarf út og fá stafest hjá viðkomandi skóla. Útborgun fargjaldastyrkja fer fram í des.—jan., fyrir fyrri hluta skólaársins, en í apríl — maí fyrir síðari hluta skólaársins. Sérstök athygli er vakin á því að vitja þarf styrkja fyrir liðið skólaár fyrir l.ágúst ár hvert, ella fellur réttur til þeirra niður. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. Hér er íslenski hópurinn að vinna við að reisa orlofshús á nýju útivistar- svæði skammt frá Havana. Pálmablöð eru notuð sem klæðning á þakið og fornu byggingarlagi Indíána haldið við. Þessi hús reynast vel á Kúbu. 24. JÚLÍ 1982 Greinarhöfundur, Albert H. N.Valdemarsson ásamt konu sinni Ingibjörgu Sigmundsdóttur og syni þeirra, Óskari. sögðu mér ótvírætt að ég væri staddur í suðlægu landi. Viðmót heimamanna og fjölskrúðugur litar- háttur var í fyrstu framandi, en glaðværðin og velviljinn í okkar garð leyndi sér ekki, og ég fann strax til vissrar öryggistilfinningar sem erfitt er að lýsa. Fólksflutninga- bílarnir voru gamlir strætisvagnar, sem skröltu mikið. Klukkustundar akstur frá flugvelli út í sveit til vinnubúðanna komu mér til að minnast kaupstaðaferða æskuár- anna í skröltandi bílum. Lítið sást vegna myrkurs, en af og til var keyrt gegnum byggðakjarna þar sem fólk stóð forvitið úti á svölum húsa sinna og horfði á bílalestina fara hjá. Jú mér tókst að fá á tilfinninguna að ég væri kominn til lands, sem til- heyrir ,,þróunarlöndunum“. Þó sást það ekki á útliti og klæðaburði fólksins, heldur frekar á hinum ytri efnislegu gæðum. í vinnubúðunum var tekið á móti okkur með söng og hljóðfæraslætti. Fólkið stóð í löng- um röðum og klappaði í takt við tónlistina. Gleðin skein úr hverju andliti, og ég fann mig velkominn þegar ég gekk gegnum fólksmergð- ina inn í stóran fundarsal, sem var opinn í alla enda. Móttökuathöfnin var stórbrotin og alveg ógleyman- leg. Þarna sátum við í salnum. Ég leit í kringum mig og sá fólk alls- staðar, öll sæti voru setin, fólk stóð meðfram veggjum og andlit sáust í öllum dyrum og glu^gum, sum svört önnur hvít og allt þar á milli, glöð og eftirvæntingarfull. „Þetta er Paradís á jörðu“, hugsaði ég, um leið og ég áttaði mig á því að hér þarf ekki að Ioka kulda úti opið milli baks og veggja, og ekkert gler í gluggum. Kvöldmaturinn var ríkulegur, kjúkl- ingar, hrísgrjón og grænmeti. Mat- salurinn var langur og lokaður upp í rjáfur, flugnanet fyrir öllum glugg- um og málverk af tveim hönum í slag yfir afgreiðsluborðinu. Þá var okkur vísað á svefnskála. Þröngt var þar leginn bekkurinn miðað við okkar venjur. Langur gangur eftir miðju endilöngu húsi milli fótagafla kojanna og fataskápar milli koja. Yfir rekkjum eru strengd þéttriðin net til varnar moskítóflugum. í búð- unum höfðum við ýmis þægindi, pósthús, banka, læknisþjónustu, rakarastofu, þvottahús, bókasafn, útisamkomustað með leiksviði, verslun, bjór- og ölsölu, sjónvarps- herbergi, tafl- og spilaherbergi, íþróttavelli, fundarsal með hátalara- kerfi og aðstöðu fyrir túlka, útibíó og magnólundinn. Mangólundurinn er svolítið afsiðis og þar mátti dansa, syngja og spila á hlóðfæri eftir kl. 23.00 á kvöldin. Magnótré eru há og mikil ávaxtatré. Þau flétta krónur sínar saman hátt yfir mangólundinum. Milli trjánna er komið fyrir borðum og bekkjum og malbikuð breiðgata er notuð fyrir dansgólf. Ég átti erfitt með svefn fyrstu nóttina vegna hita og mér fannst ég vera óþægilega innilokað- ur undir moskítónetinu. En þetta vandist furðu fljótt. FYRSTI DAGURINN Á KÚBU. Sunnudagurinn 27. júní var minn fyrsti heiti dagur á Kúbu. Hann var óendanlega viðburðaríkur, og ég ætla hér að taka það ráð að láta það flakka sem ég skrifaði í stuttu máli í dagbók mína. „For snemma á fætur, í sturtu og út í morgunsval- ann. Sólin kom upp kl. að ganga sjö, allt baðað í morgundögg. Kl. 9.00, eftir morgunmat, var fundur með kúbönsku fylgdarliði okkar ís- lendinganna. Við myndum einn vinnuhóp, 22 landar ásamt fjórum kúbönskum háskólanemum, sem tala sæmilega ensku. Þeir verða með okkur í blíðu og stríðu allan tímann. - Sólskin og hiti, og undir hádegi fann fólk að mangólundurinn var líka þægilegur um miðjan daginn. Þar er gott að liggja undir laufum trjánna og drekka kalt öl. - Róleg- heit yfir fólki í hádegishitanum. - Að loknum hádegisverði kl. 12.00 var farið í könnunarferð til Havana. Nú sáum við hið gróðurríka lands- lag betur og að allir vegir voru með bundnu slitlagi. Á leið okkar inn í miðbæ höfuðborgarinnar sáum við m.a. fólk og húsnæði þess, sykur- reyrekrur, kýr á beit og samyrkju- Götumynd frá Havana. Strætisvagninn er smíðaður á Kúbu, en hinn er af gamalli amerískri gerð, en slíkir bílar eru áberandi á Kúbu, sumir yfir 30 ára gamlir. Kúbubúar eru snillingar við að halda þeim gangandi, þótt ekkert fáist í þá.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.