Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 20
20
Fjarðarfréttir
Það þarf að höggva gras og annan gróður frá ung-
um ávaxtatrjám. Þetta er erfið vinna í heitu og röku
loftslagi.
Fræðslufundur í vinnubúðunum. Yfir háborði er
mynd af Lulio A. Mella, sem var einn af stofnend-
um kommúnistaflokksins, en féll í frelsisstríðinu.
KUBUFERÐ - frh.
vörur en sykur, t.d. áfengir drykkir
(romm), mjölvörur og vefnaðar-
vörur. Kúbubúar rækta einnig
baðmull og hamp. Þeir framleiða
nú sjálfir öll sín föt og strigapoka
undir sykur o.fl. vörur. Við heim-
sóttum þrjú samyrkjubú, á einu
þeirra er aðallega lögð áhersla á
nautgriparækt, á öðru er mikil tó-
baksrækt og á því þriðja, þar sem
við unnum er mikil ávaxtarækt. Við
heimsóttum einnig verksmiðju þar
sem strætisvagnar og langferðabílar
eru framleiddir.
3. Utanríkismál.
Kúbubúar tala um Bandaríkin:
„Bandarísk stjórnvöld eru á móti
okkur og koma í veg fyrir öll eðlileg
viðskipti milli landanna. Við neyð-
umst til að verja land okkar og þjóð
gegn yfirgangi þeirra með aðferðum
sem við óskum ekki eftir að þurfa
að nota. Við lítum ekki á banda-
rísku þjóðina sem óvin okkar. Við
höfum alltaf óskað eftir nánum og
góðum viðskiptum við ameríkana,
en við kærum okkur ekki um að
þeir þröngvi upp á okkur sínum
lifnaðarháttum. Menning þeirra er
okkur að mörgu leyti framandi“.
Kúba tilheyrir öðrum menningar-
heimi þ.e. Latín-Ameríku. Kúba
styður ríki Mið- og Suður-Ameriku í
baráttu þeirra fyrir mannúðlegu
stjórnarfari. Kúbubúar hafa tekið
upp mikil viðskipti við riki Austur-
—Evrópu. Einnig hafa þeir við-
skipti við ríki í Asíu, Afríku og
Latín—Ameríku. Orð Fidel Castro
frá 1. maí 1966 eru enn í fullu gidli
þrátt fyrir miklar framfarir á Kúbu:
,,Nú erum við fátæk og vanþróuð
þjóð og meginverkefnið er að rifa
okkur upp úr fátæktinni og van-
þróuninni. En í framtíðinni munum
við ekki njóta alsnægta meðan til
verða þjóðir sem þarfnast hjálpar
okkar“. Við heimsóttum skóla fyrir
fátæka unglinga frá Nigaragua og
sáum kvikmyndir frá Lantín—
Ameríku og Bandaríkjunum, en þar
býr fjöldi fólks sem flutt hefur frá
Kúbu.
4. Bókrnenntir, listir og önnur
menningarmál.
Eins og í öðrum sósialiskum
ríkjum blómstra bókmenntir og list-
ir á Kúbu. Við hlýddum á fyrirlestur
um þjóðskáldið José Martí, skoð-
uðum listasöfn og nutum í ríkum
mæli að heyra og sjá söngvara dans-
flokka og tónlistarmenn. Heims-
frægur hópur slíkra listamanna kom
i heimsókn í búðirnar eitt kvöldið.
Við sáum kvikmynd um söngvarann
Harry Belafonte, en hann er
ættaður frá Kúbu. Kúbubúar kunna
vel að meta bókmenntir og listir
þjóðar sinnar. Erlend lög og söng-
var, sem berast til Kúbu, fá kú-
banskan takt og blæ. íþróttir eru
mikið stundaðar á Kúbu, og við
sáum viða glæsileg íþróttamann-
virki. Þrátt fyrir orð Fidel Castro,
„Við stundum ekki íþróttir til þess
að fá fram afreksfólk. Við iðkum
íþróttir til að auka heilbrigði æsk-
unnar -heilbrigði allrar þjóðar-
innar“. Þá á Kúba marga heims-
fræga íþróttamenn.
5. Heilbrigðis- og félgasmál.
Á Kúbu eru svo að segja allir
landsmenn félagar í fjöldasamtök-
um af einhverju tagi. Þau helstu
eru: Nefndirnar til varnar bylting-
unni (CDR), verkalýðshreyfingin
(CTC—R), kvennasamtökin (FMC)
landssamband smábænda (ANAP),
unglingahreyfingin (UPC), sam-
band framhaldsskólanema (FEEM),
samband háskólanema (FEU) og
síðast en ekki síst kommúnista-
flokkur Kúbu (PCC). Ég læt fylgja
hér með nokkur orðu úr ræðu Fidel
Castro á 10 ára afmæli FMC 23.
ágúst '70 „Leggjum nú afl kvenna-
hreyfingarinnar við afl byltingar-
nefndanna, verkalýðs- bænda- ung-
liða- og námsmannasamtak-
anna....Leggjum saman alla þessa
krafta til að styðja byltingarþróun-
ina, til að styðja pólítisku framverð-
ina, til að styðja flokkinn duglega.
Bætum við þessa krafta pólitískri
vísindakenningu byltingarinnar og
þá getum við ráðist í erfiðstu verk-
efni — eins og að þróa landið — og
þannig sameinuð verðum við ósigr-
andi“. Fyrir 1959 bjó meiri hluti
Kúbubúa við félgaslegan og efna-
legan skort og atvinnuleysi var
mikið. Heilbrigðisþjónusta var
einungis fyrir þá fáu sem höfðu pen-
inga. Ástandið var eins og það er
enn þann dag í dag í mörgum
löndum „þriðja heimsins“ . Eina
tryggingin fyrir áhyggjulausu ævi-
kvöldi var að eignast mörg börn.
Eitt meginmarkmiðið eftir „bylt-
inguna“ var ókeypis heilbrigðis-
þjónusta fyrir alla og fullkomin
félagsmálalöggjöf. Landinu er nú
skipt í 14 fylki og er aðalsjúkrahús,
vel búið starfsliði og tækjum, í
hverju fylki. Fylkjunum er svo skipt
niður í héruð og er sjúkrahús í
hverju þeirra. Einn læknir er á
hverja 600 íbúa. Meðalaldur er
kominn upp í 71 ár. Almannatrygg-
ingar eru ekki síðri en í velferðar-
ríkjum Evrópu. Aðstoð til handa
andlega og líkamlega fötluðu fólki
er til fyrirmyndar t.d. hafa samtök
blindra á Kúbu þjónustumiðstöð í
öllum fylkjum landsins. Markmiðið
er að sem flestir finni í reynd að þeir
séu nýtir þjóðfélagsþegnar. Ég verð
að láta þetta nægja hér um þennan
athyglisverða málaflokk, en eftir-
farandi orð Fidel Castro segja
mikið: „Sósíaliska ríkið tryggir að
enginn vinnufær maður eða kona
gangi atvinnulaus, að engan óvinnu-
færan skorti möguleika á full-
nægjandi lífsuppeldi, að enginn
sjúkur verði án hjúkrunar, að
ekkert barn fari á mis við skóla-
göngu, fæðu eða klæði, að allir
unglingar eigi kost á skólanámi, að
hver og einn hafi möguleika á að
læra, njóta lista og iðka íþróttir“.
Við heimsóttum aðalstöðvar sam-
taka blindra (ANCI) í Havana,
skoðuðum mjög fullkomna hjúkr-
unar- og endurhæfingarstöð fyrir
geðsjúka í Havanafylki og aðal-
sjúkrahúsið í vestasta fylki landsins
Pinar del Rio.
SÍÐASTA VIKAN Á KÚBU.
Við fórum í þriggja daga ferðalag
til Unglingaeyjunnar, sem liggur
utan við suðurströndina. Eftir
næturlanga siglingu var lagst að
bryggju við sólarupprás. Barnalúð-
rasveit tók á móti okkur á bryggj-
unni og það var suðrænn blær yfir
börnunum með mismunandi dökk-
an hörundslit og hafnarbænum sem
teygði sig meðfram ströndinni, upp
með ánni og inn á milli ávala hæða.
Á eyjunni hafa verið byggðir heima-
vistarskólar fyrir unglinga, bæði
innlenda og erlenda. Við gistum í
einum slíkum. Við fengum tækifæri
til að kynnast bæjarlífinu þarna, og
er það í fáum orðum sagt afar fjöl-
skrúðugt og fjörugt, mikið um
hljóðfæraslátt og dans á götum úti.
Miklar baðstrendur eru á eyjunni og
nutum við þeirra vel og lengi. Vlð
fórum líka í skoðunarferðir, sáum
m.a. minjasöfn og fagrar bygging-
ar. Að lokinni ferð til Unglingaeyju
fórum við í þriggja daga ferð til
vestasta fylkis landsins, Pinar del
Rio. Þar var keyrt upp í fjalllendi
og dvalið dagstund á miklu útivist-
ar- og skemmtisvæði. Þar er mikið
af orlofshúsum, hótelbygging, veit-
ingahús, sundlaug o.m.fl. Við lág-
um í sólinni, syntum í sundlauginni
og borðuðum dýrindis máltíð undir
dyjandi músik. Það var dansað og
sungið undir borðum svo að sumum
þótti nóg um. Við gistum í skóla-
byggingu áþekkri þeirri sem gist var
í á Unglingaeyju. Fellibyljir gera
Kúbubúum þungar búsifjar með
nokkurra ára millibili. Slæmur felli-
bylur gekk yfir Pinar del Rio þann
12. júní í sumar. Miklu tókst að
bjarga með vel skipulögðu björg-
unarstarfi og vinna við að endur-
reisa mannvirki var í fullum gangi.
Fellibylurinn krafðist fórna sem
erfitt er að bæta að fullu: 18 manns
fórust, mörg þúsund manns misstu
húsnæði sitt og þar með aleiguna í
flóðunum sem fylgdu í kjölfar felli-
bylsins og uppskera bænda eyði-
lagðist í stórum stíl. Við í BN '82
óskuðum eftir að fá tækifæri til að
vinna eitthvað við uppbyggingar-
starfið. Varð úr að við unnum einn
morgun frá kl. 7.00 til 11.30 við að
byggja ný íbúðarhús. Seinni part
dagsins nutum við sólarinnar á bað-
strönd. Síðasta daginn var keyrt um
fjallahéruð, komið á fagra staði og
borðaður miðdegisverður á veit-
ingastað sem var í helli undir einu
fjallinu. Síðdegis skall á þrumu-
veður svo mikið að engu líkara var
en að fjöllin væru að hrynja yfir
okkur. Á leið okkar sáum við mik-
inn stíflugarð. Við fengum að vita
að þarna væri raforkuver en á Kúbu
er lítið um virkjanleg fallvötn. Að
lokum vil ég láta fylgja hér með
klausu úr dabók minni, sem ég
skrifaði við brottför mína frá Kúbu
þann 23. júlí:
„Ég vaknaði við morgunlagið
góða kl. 7.00, pakkaði niður dóti
mínu og bar ferðatöskurnar út i bíl.
Morgunhressingin var góð að venju,
og svo gafst tími til að kaupa öl í
útikránni áður en lagt var af stað út
á flugvöll. Á leiðinni horfði ég yfir
ekrurnar. Nú sá ég vel að þetta er
einn fjölskrúðugur aldingarður. Nú
þekki ég flestar nytjajurtirnar,
sítrónu- appelsínu- og greipaldin-
trén, banana- og kaffirunna, kakó-
, pálma- og mangótrén, tóbaks-
maís- jarðaberja-, sykurreyrs- og
kornekrur. Við komu mína til Kúbu
fyrir mánuði áttaði ég mig lítið á
staðháttum hér, fannst mikið af
óskipulögðu landi með villtum
gróðri og pálmatrjám á víð og dreif.
Víða eru slík svæði inn á milli
akranna, en á þeim eru dýr á beit,
kýr, kindur og hestar. Uxar eru víða
tjóraðir, en þeir eru notaðir til að
draga vagna og plægja akra. Á
samyrkjubúum er meiri vélvæðing,
traktorar notaðir í stórum stíl.
Híbýli manna eru að visu fátækleg
viða, en allstaðar eru að rísa ný og
betri hús. Eftir að hafa kynnst
lifnaðarháttum fólks hér og veður-
farinu geri ég mér grein fyrir að hús-
in þurfa ekki að vera íburðarmikil.
Aðalatriðið er að fólk hafi vatnshelt
þak fyri höfuðið, hreint vatn til
neyslu og þvotta, föt og mat. Allir
hafa rafmagn í húsum sínum. Efna-
hagsleg gæði eru fábrotin miðað við
það sem tíðkast heima á íslandi.
Fólk flest virðist þó vera ánægt með
sitt. Það má sjá á hverju andliti,
barna sem fullorðinna, að lífsgleðin
er ríkjandi. Blessuð börnin þiggja
með gleði smágjafir ef að þeim er
rétt, tyggigúmmí, penna, póstkort,
merki og myndir. Auðvitað er löng-
unin i efnisleg gæði hér til staðar
eins og annars staðar.
*
Ætlar þú að
prjóna?
TINNA
Miðvangi 41
* *
10%
afsláttarkort
Ákveöið hefur veriö aö gefa fé-
lagsmönnum Kaupfélags Hafn-
firöinga kost á 10% afslætti út á
afsláttarkort. Kortin gilda frá
október til 18. desember, eitt
kort fyrir hvern mánuö.
Nýir félagar fá einnig aö njóta
þessara viðskiptakjara.
Hægt er að gerast félagsmaður í
verslunum og skrifstofu Kaup-
félagsins á Strandgötu 28,
Miðvangi og Garðaflöt Garðabæ.
Með félagskveðju og þökkum
fyrir góð samskipti.
Kaupfélag Hafnfirðinga
Verzlið þar sem varan er góð
og verðið hagstætt
VEIST ÞU? að stjörnu-málning er úrvalsmálning og er seld á
verksmiðjuverði milliliðalaust beint frá framleiðanda, alla
daga vikunnar, einnig iaugardaga í verksmiðjunm
að Hjallahrauni 13, Hafnarfirði.
Fjölbreytt litaúrval,
einnig sérlagaðir iitir án
aukakostnaðar
5TJÖRNU ★ LITIR
málnincarverksmidja
Hjallahraun 13, Hafnarfir’öi
Sími 54922 - Heimasími 54202