Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 21
Fjarðarfréttir
21
REIKNISTOFA
HAFNARFJARÐAR HF.
REYKJAVÍKURVEGI 60
HAFNARFIRÐI
sími 54344
Við bjóðum tilbúin tölvuvcrkefni
fyrir hvers konar fyrirtæki og
stofnanir, svo sem:
Bókhald
Launabókhald
Viðskiptamannabókhald
Lagerbókhald
Verðskrár fyrir heildsölur og smærri
fyrirtæki
Gjaldendabókhald fyrir sveitarfélög
og ýmis önnur sérhönnuð verkefni.
Getum einnig boðið:
Rekstrarráðgjöf
og hönnun á nýjum tölvuverkefnum.
Leitið upplýsinga hjá okkur að
Reykjavíkurvegi 60 eða hringið og
við komum á staðinn.
Verslunin ÖRK
Úrval jólakorta — jólapappír
Gr
SP
N°
oQ
5V-
VeV
o<ó
Barbie
»\'
p
Wce
Verslunin ORK
Verslanamiðstöðinni,
Miðvangi sími: 54333
Nýr lestrarsalur opnaður í
Bókasafni Hafnarfjarðar
Þann 4. nóvember sl. var formlega
opnaður nýr lestrarsalur á efri hæð
Bókasafns Hafnarfjarðar. Fjöldi
gesta var við athöfnina og þáði veit-
ingar í boði Bókasafnsins. For-
maður Bókasafnsins, Snorri Jóns-
son, flutti ávarp, þar sem hann lýsti
í stuttu máli sögu safnsins og að-
dragandanum að opnun nýja salar-
ins. Fjarðarfréttir fengu leyfi Snorra
til að birta hluta úr ávarpinu.
Þann 18.okt., s.l., voru 60 ár
liðin frá því bókasafn Hafnarfjarð-
ar tók til starfa. Aðalhvatamaður
að stofnun þess var Gunnlaugur
heitinn Kristmundsson sand-
græðslustjóri og kennari. Gunn-
laugur var ötull maður og ósérhlíf-
inn og hugsaði lítt um eigin hag,
þegar áhugamál hans voru annars
vegar. Um hann og verk hans við
uppgræðslu örfoka lands var sagt,
að engum embættismanni í þjón-
ustu ríkisins hefði orðið jafnmikið
úr jafnlitlum fjárupphæðum og
þeim, sem hann fékk til umráða við
það mikla brautryðjanda og þjóð-
nytjastarf sem hann vann á sviði
sandgræðslunnar.
En áhugi Gunnlaugs fyrir bóka-
safninu og málefnum þess er best
lýst með því, sem fram kom í
verkum hans. Hann var í bóka-
safnsnefnd frá 1922- þ.e., frá upp-
hafi til dauðadags 1949 eða í 27 ár.
Allan þann tíma var hann gjaldkeri
safnsins og annaðist um innkaup
bókanna og tók aldrei eyri fyrir.
Við þessi tímamót í sögu safnsins
er við hæfi að rifja upp í örstuttu
máli nokkur atriði úr sögu þess
jafnframt því sem reynt verður að
skyggnast ofurlítið fram í tímann.
Bókasafnið fékk í fyrstu til af-
nota húsnæði í gamla barnaskól-
anum við Suðurgötu, sem nú er
ekki lengur ofan moldu. fyrst var
það aðeins lítið herbergi en síðar
kennslustofa. Þarna var það til húsa
í ein 16 ár hygg ég, því 1938 var það
flutt upp á efri hæð í austurálmu
Flensborgarskólans, sem þá var ný-
byggt hús uppi á Hamarkotshamri
og tok þar til starfa í október-
mánuði, þau húsakynni þóttu rúm-
góð á þeirra tíðar mælihvarða. Þar
var 80 m2 bókageymsla og 50 m2
lestrarsalur.
Frá opnun nýja lestrarsalarins.
Árið 1950 veitti bæjarstjórn lóð
undir sérstaka bókhlöðubyggingu,
það er Ióð sú sem þessi bygging
stendur á hér við Mjósundið sem á
þeim tíma var ein breiðasta gata
bæjarins þrátt fyrir nafngiftina.
Byggingarframkvæmdir á lóðinni
hófust þó ekki fyrr en 1955 og húsið
sem fyrst var teiknað var ein hæð
með háu risi, en gert var ráð fyrir
annarri hæð síðar.
En þegar byggingin var hafin
þótti ráðlegra að steypa upp tvær
Snorri Jónsson flytur ávarp sitt
hæðir í sama áfanga, þar sem menn
gerðu ráð fyrir, að bókasafnið
þarfnaðist stærra húsnæðis áður en
langt um liði.
Skólanefnd Iðnskólans fór fram
á það að fá hæðina leigða undir
skólann. Tókust um það samn-
ingar, að skólinn fengi efri hæðina
til leigu í 10 ár frá hausti 1957.
Komst efri hæðin fyrr i notkun en
bókasafnshæðin, því hún var ekki
að öllu tilbúin fyrr en um vorið 1958
að hún var vígð daginn fyrir 50.
afmælisdag bæjarins.
Iðnskólinn var nú hér lengur en
umsaminn leigutími gerði ráð fyrir,
því að hann var hér til húsa á hæð-
inni fram á vordægur 1973 eða í 16
ár. Fékk safnið þá hæðina til afnota
og var þá hafist handa um innrétt-
ingu fyrir tónlistardeildina —
(Friðriksdeild) sem búið hafði við
þröngan eða nánast engan kost á
neðri hæðinni. Deildin flutti svo í
núverandi húsnæði sitt í apríl 1974
og vil ég segja, að hún hafi verið
stolt safnsins æ síðan.
Með opnun tónlistardeildarinnar
er lokið fyrsta áfanga í nýtingu
þessarar hæðar í þágu Bókasafns-
ins. En í dag fögnum við öðrum
áfanganum — þessum lestrarsal
sem nú sitjum við í. Það er átta
árum síðar og sannarlega ekki
vonum fyrr.
Smiðum glugga og hurðir. Vönduð vinna
á hagkvarinu verði. Gerum lilboð og
veilum nánari upplýsingar, ef óskað er.
Hafnfirðingar!
Við bjóðum ykkur velkomin í
VÖRCJHÚSIÐ:
Gjafavörur og leikföng
á jólamarkaðnum.
Góðar vörur á góðu
verði.
Dömufatnaður af öllum
Lítið inn á leið ykkar í stærðum. Mikið úrval af barna-
jólainnkaupin. fatnaði °9 öðrum fatnaði.
SKOÐIÐ — SJÁIÐ — SANNFÆRIST
VÖRUHÚSIÐ
Trönuhrauni 6 sími 51070