Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 23

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 23
Fjarðarfréttir 23 MAÐUR LÍTUR Á BESTU VINI HESTANA SEM SINA OG KUNNINGJA Guðmundur á Sóta. „Ég berst á fáki fráum fram um veg...“ segir í kvæðinu þekkta og þeim fjölgar sífellt í Hafnarfirði sem berast á fákum fram um veg og hestaeign Hafnfirðinga mun nú vera í kringum 900 hestar. Það er áber- andi hversu margt ungt fólk tekur þátt í hestamennskunni og eyðir megninu af frítíma sínum við hrossahirðingu. Við hittum að máli einn ungan hestaeiganda Guðmund Einarsson. Hvenær vaknaði áhugi þinn fyrir hestum? Áhugi minn á hestum hlýtur að vera meðfæddur. Ég man ekki eftir öðru en að hann hafi verið til í mér alveg, frá fæðingu. Ég átti heima á Snæfellsnesi í Eyjahreppi þar til ég var fjögurra ára gamall. Þó ég muni ekki eftir hestunum sérstaklega þá hafa þeir örugglega fest sig í huga mínum. Þegar ég var um átta ára gamall fluttu foreldrar mínir til Laugar- vatns og þá var það að ég komst fyrst í veruleg tæri við hesta. Á Laugarvatni bjó sá mikli hesta- maður Þorkell Bjarnason, sem siðar varð hrossaræktarráðunautur og var hann m.a. með hestaleigu og lánaði okkur krökkunum stundum hesta. Þarna kviknaði áhuginn fyrir hestum ef til vill fyrst fyrir alvöru svo ég viti. Frá Laugarvatni fluttum við til Hafnarfjarðar kringum 1970. Á sumrin var ég í sveit í Kolbeins- staðahreppi. Þar var ég á sumrin þar til ég var 17 ára. Síðustu árin mín þar var ég farinn að fara í langa útreiðartúra, reyndar á lánshestum með fólki úr sveitinni. Þá blossaði nú hestadellan upp fyrir alvöru. Síðasta sumarið mitt í sveitinni eignaðist ég minn fyrsta hest. Hann á ég nú reyndar enn. Hesturinn heitir Sóti, þetta er klárhestur með tölti, skemmtilegur og duglegur hestur. Um haustið 1978 tók ég Sóta hingað suður. Hvar fékkstu inni fyrir hestinn? Ég fékk fyrst inni fyrir hann í litlum skúr uppi við Klaustrið 'og fóður handa honum og öðrum hestum mínum hef ég alltaf keypt hér sunnanlands, t.d. frá þeim á Setbergi. Hvað með umhirðu hesta Guð- mundur, er hún ekki tímafrek og mikil? Ef vel á að vera þurfa hestar mjög mikla umhirðu. Ég hef alltaf gefið mér góðan tíma. Ég læt allt lönd og leið þegar hestarnir eru annars vegar. Ég hika t.d. ekki við að sleppa veisluhöldum og afmælis- boðum ef því er að skipta. Maður eignast heldur aldrei góðan hest nema sinna honum vel. Og nú ertu farinn að byggja? Já, núna í haust fékk ég úthlutað lóð undir sex hesta hús uppi við Hlíðarþúfur sem er hesthúsabyggð við Kaldárselsveg. Húsið hjá mér verður með hlöðu um 66 m2 og ég hugsa að mér takist að hýsa hestana mína í þetta hús næsta haust. Sex hesta hús segirðu. Hvað áttu eiginlega marga hesta í dag, Guð- mundur? Ég á 3 hesta, en efalaust ber framtíðin það nú í skauti sér að ég muni fjölga hrossunum verði þess nokkur kostur. Hvernig varð þessi hrossaeign þín tii? í fyrstunni átti ég Sóta einan. Hann eignaðist ég 1977. Síðan leið nokkuð langur tími en veturinn 1980 keypti ég hest sem ég nefndi Grána. Hann varð eiginlega upphafið á hrossaskiptum hjá mer, því hann lét segir Guðmundur Einarsson, 21. árs gamall sveinn í húsasmíöum og hestaeigandi. ég fljótlega í skiptum fyrir meri sem var mjög hrekkjótt og reyndist ekki dagfarsprúð. Ég kallaði hana ,,Skippý.“ Ég skipti 4 henni og rauðum hesti sem fór' fTJótlega í staðinn fyrir jarpan hest sem ég á í dag. Ég hef það nú á tilfinningunni að sá jarpi verði ekki lengi í minni eign. Þá keypti ég, 1981, þriggja vetra fola af Hinriki Albertssyni. Þennan fola nefni ég Hrólf eftir Hrólfs- stöðum í Skagafirði, en þar mun hann vara fæddur. Hann er ótam- inn en gott efni. Hvernig er hestamennska sem áhugamál? Mér finnst það besta áhugamál sem okkur getur valið sér. Útivera er mjög mikil og sambandið milli hests og manns getur oft verið svo skemmtilegt. En þetta er dýr íþrótt eða áhugamál. Það fylgir því sérstök tilfinning að eiga hesta, annast þá og hafa nokkurn veginn á valdi sínu hvað úr þeim verður. Engir tveir hestar eru eins. Það verður að umgangast þá eins og mennina. Maður verður að átta sig á lundarfari þeirra, sérstak- Guðmundur og félagi hans við hesthúsbygginguna Það hlýtur að vera mikið starf að hugsa svo vel sé um þrjá hesta? Nei, blessaður vertu. Það verður ekkert starf mikið starf, ef maður hefur af því ánægju. Ég hugsa að tveir til þrír tímar á dag að meðaltali fari í að hirða hestana yfir veturinn. En hvað þá með sumrin? Já, sumrin notar maður meira til að fara í útreiðartúra og halda hestunum við. Ég sæki nokkuð hestamannamót en er ekkert sér- staklega spenntur fyrir þeim. Mér finnst lítið varið í kappreiðar en gæðingakeppni og sýningar á gangi eru miklu frekar við mitt hæfi. Síðasta hestamannamót sem ég fór á var Landsmót hestamanna á Vind- . heimamelum í Skagafirði. Ég var þar ekki með eigin hesta en hjálpaði til við þjálfun sýningarhrossa. lega áður en farið er að temja. Gangi það vel og eigi maður og hestur skap saman þá verða þeir hinir bestu vinir og kunningjar. Og þú ætlar að halda áfram í hestamennskunni? Alveg örugglega, annars væri ég varla að byggja hesthús. En þegar það verður komið upp má segja, að ég sé orðinn eiginn herra. Þá vil ég taka fram í lokin að hestamanna- félagið Sörli er virkilega góður félagsskapur með mörgum úrvals mönnum. Þar með þökkum við Guðmundi spjallið enda varla vert að tefja hann mikið. Hann er byrjaður að byggja uppi við Hlíðarþúfur og þar er mörgum handtökum ólokið. GLEÐILEG JOL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! ÞÖKKCIM VIÐSKIPTIN! OSIAOG l SMJÖRSALAN SE BITRUHALSI 2—110 REYKJAVIK SÍMI82511 Almálum og blettum allar tegundir bifreiða BILAMALUN ALBERTS Kaplahraun 15, 220 Hafnarfiröi, Simi 5 48 95 Vönduð og góð vinna, unnin af fagmönnum

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.