Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 31

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 31
Fjarðarfréttir 31 „FERÐIN VAR í EINU ORÐI SAGT STÓRKOSTLEG“ Rætt viö unga hljómlistarmenn, Björn Thorodd- sen og Hjört Howser, sem, m.a. segja frá atvikum úr hljómleikaferð til Sovétríkjanna. Ferð hljómsveitar Björgvins Halldórssonar til Sovétríkjanna i haust, og frábærar viðtökur sem hún fékk þar, hefur verið fréttaefni hér á landi í haust. Fyrir okkur Hafnfirðinga er gott gengi þeirra félaga sérstakt ánægjuefni, þar sem segja má að þetta sé hafnfirsk hljómsveit. 3 af íslendingunum í ,,bandinu“ búa í Hafnarfirði, og sá fjórði er fæddur og uppalinn hér. Auk þess búa Svíarnir tveir, sem með þeim hafa leikið, í Hafnarfirði sem stendur. Okkur Fjarðarfréttamönnum tókst að fá tvo unga menn úr hljóm- sveit Björgvins Halldórssonar í stutt viðtal, þá Hjört Howser, 21 árs hljómborðsleikara, og Björn Thoroddsen, 24 ára gítarleikara. Við byrjum á því að spyrja þá félaga um feril þeirrra í tónlistinni. Björn: Ég byrjaði fyrst af einhverju viti í hafnfirsku hljómsveitinni „Laufið“ sem var heimsfræg, a.m.k. í Hafnarfirði, fyrir tæpum áratug. Eitt sinn spiluðum við á árshátíð í Öldutúnsskóla og þá bar fundum okkar Hjartar saman í fyrsta sinn. Hann var þá nemandi skólans og fékk að spila í pásunni ásamt nokkrum félögum sínum. Það var vægast sagt ömurleg tónlist hjá þeim, en Hjörtur virtist efni- legur og við fengum hann til liðs við okkur- sem rótara. Hjörtur: Ég lét nú ekki bugast þótt á móti blési í upphafi, og á næstu árum lék ég með ýmsum unglinga- hljómsveitum og síðar með hljóm- sveitinni „Rock-Opera“, sem var mjög vinsæl í dreifbýlinu. Björn: Við lékum svo saman í hljómsveitinni TIVOLÍ, sem var með betri hljómsveitum landsins á þeim tíma, en áður hafði ég m.a. leikið með athyglisverðri hljómsveit sem nefndist Reykjavík“. Hjörtur: Á meðan við vorum í „Tívolí“ lékum við einnig í hljóm- sveit sem kallaðist „Stormsveitin". Þar lékum við að mestu frumsamið efni, einkum í svokölluðum „djass- rokk-stíl“, bræðing öðru nafni. Björn: Þarna þróaðist með okkur gamall draumur, um að komast til Kaliforníu, sem er paradís ,,Djass- rokksins“. Og þið létuð drauminn rætast? Björn: Já, einn hráslagalegan febrúarmorgun '81 greip ég ferða- töskuna og hélt á suðlægari mið. Reyndar hafði ég áður sent umsókn ásamt segulbandsspólu, sem ég hafði spilað inn á, til úrvals skóla í Kaliforníu, og fékk sem sagt jákvæð svör. Næsta árið var ég svo við nám í rafmagnsgítarleik, undir handleiðslu frábærra, þekktra kennara. Þetta er mjög eftirsóttur skóli, og komast færri að en vilja, og námið erfitt, en skemmtilegt. Hjörtur: Það má bæta þvi við að Björn stóð sig frábærlega vel í skól- anum, var m.a. valinn ásamt 7 öðrum úr rúmlega 200 nemenda- hópi, til að spila inn á sérstaka plötu í nafni skólans. Þú brást þér líka vestur, Hjörtur? Hjörtur: Já, ég hélt á sömu slóðir um vorið, og settist líka á skóla- bekk. Minn skóli er alhliða tón- listarskóli, stærri en sá sem Björn var í, og einnig skipaður frægum kennurum úr hópi djasshljóðfæra- leikara. Þarna fór ég í gegnum 3ja mánaða prógramm, sem bæði er ágætt útaf fyrir sig og auk þess góður undirbúningur undir lengra nám við skólann. En þegar haustaði hélt ég heim aftur og fór að vinna í Hljóðrita, við upptökur og hljóð- færaleik. Og svo tókuð þið aftur upp sam- starf í hljómsveit Björgvins. Hvernig atvikaðist það? Björn: Björgvin hafði samband við okkur og bauð okkur að vera með í hljómsveit, sem aðeins átti að starfa að ákveðnum verkefnum, þ.e.a.s. hljómleikaför um landið ásamt „Úllen dúllen doff“ hópn- um, og hljómleikaferð um Sovétrík- in. Hjörtur: Við slógum til, þetta var ævintýralegt tilboð. í viðbót við okkur og frumkvöðlana, Björgvin og Magnús Kjartansson, bættust tveir Svíar í hópinn. Þeir voru staddir hér á landi við að spila með Bjössa inn á plötuna hans, voru skólabræður hans í Ameríku. Hvernig var svo ferðin til Sovét? Björn: Hún var í einu orði sagt stór- kostleg. Við ferðuðumst víða, spil- uðum á fjölmörgum hljómleikjum og kynntumst ótal hliðum á þessu viðáttumikla ríki. Hjörtur: Fólkið var mjög almenni- legt, vildi leysa öll okkar mál á sem allra bestan hátt. En ef það gat það ekki, þýddi ekkert að spyrja hvers- vegna. Ef eitthvað fékkst ekki, t.d. einhver matvæli sem okkur langaði í, var svarið kannski: „Það er ekkert smjör til“. „Hvers vegna ekki?“ „Það verður kannski til á morgun“. Og ekki meira um það. Fólkið var samt mjög ólíkt, enda heimsóttum við þarna í raun margar ólíkar þjóðir sem búa við misjafnar aðstæður, t.d. varðandi húsakynni. Sum staðar í „sveitinni“ voru húsin hálfgerð hreysi. Björn: Þó ekki verri en maður sá víða í Bandaríkjunum. Getið þið rifjað upp einhver atvik úr förinni? Björn: Við getum byrjað á því fyrsta sem kom okkur á óvart í ferðinni. Við vorum rétt komnir úr vélinni þegar við heyrðum sagt á íslensku í hátalarakerfið: „Er einhver hér frá íslandi?“ Þarna var þá kominn sér- stakur móttökustjóri, sem annast móttöku Norðurlandabúa sem koma til Rússlands. Auk þess var hann háskólakennari í norsku. Hann var ótrúlega vel að sér í íslenskum málefnum. Þegar við kynntum okkur spurði hann mig strax hvort ég væri skyldur Gunnari Thoroddsen. Hjörtur: Hann talaði lýtalausa íslensku, hafði orðaforða á við íslenskan menntaskólakennara og kunni meira að segja íslenskar klám- vísur. Það eina sem hann gataði í var ,,popp-mállýskan“, en hana gátum við kennt honum. Björn: Hann ,,rataði“ líka um allt ísland og kunni skil á mönnum og málefnum. Þegar við vorum eitt sinn að ræða um ball sem við spiluðum á á Patrekstfirði, greip hann fram í fyrir okkur og lýsti bænum, nefndi meira að segja helstu göturnar. Þessi maður var kornungur og hafði aldrei út fyrir landamæri Sovétríkjanna komiðl! Hvernig tóku svo sovéskir áheyr- endur á móti íslenskri popp-hljóm- sveit? Björn: Hljómleikarnir, og undir- tektir fólksins voru það, en utan þeirra kom auðvitað ýmislegt upp sem ekki var eins skemmtilegt. Hjörtur: Suður við landamæri Sovétríkjanna og Tyrklands vorum við eitt sinn staddir á hóteli og biðum eftir morgunmat í veitinga- salnum. Við vorum einu gestirnir, en a.m.k. 8 þjónar á vappi. Lengi vel virtist enginn þeirra ætla að þjóna okkur, en loks kom einn þeirra að borðinu og virtist ætla að t'aka við pöntuninni. En hann var ekki fyrr kominn til okkar, en hann kastaði upp af svo miklum krafti að allt sem hann hafði látið oní sig um morguninn flóði um allt. Með það staulaðist aumingja maðurinn burt, studdur af kollegum sinum, en við sátum eftir með æluna allt í kring um okkur. Við þorðum samt ekki að fara, höfðum verið varaðir við blóðhita fólks á þessum suðlægu slóðum. Eftir hálftíma bið kom loks annar þjónn að borðinu. Við pönt- uðum te, og þegar við höfðum feng- ið það, biðum við hæfilega lengi meðan það kólnaði í bollunum, en létum okkur síðan hverfa. Björn: Þessi bið á veitingastöðum í Sovétríkjunum er landlæg og er tals- vert þreytandi fyrir okkur, stressaða Vesturlandabúa. Oft fær maður líka í hendurnar matseðil með upp- lýsingum um 200 rétti en þegar til á að taka eru aðeins 3-4 á boð- stólum. Hjörtur: Þarna suður frá bjuggum við á hóteli, sem mikil umferðargata lá nánast í gegn um. Þarna voru umferðarljós í grennd, og í hvert sinn sem rautt ljós logaði flautaði bílastrollan látlaust. Þannig gekk þetta næstum allan sólarhringinn og því lítill svefnfriður. Björn: Einu sinni var okkur boðið á baðströnd. Það var við lítið stöðu- vatn, ískalt, áþekkt Hvaleyrarvatni, ekkert fólk að sjá og hótel sem gæti hafa verið í niðurníðslu í 50 ár. En Rússarnir voru mjög stoltir af öllu saman. Hjörtur: Seinagangurinn á flestum Björn Thoroddsen sviðum átti ekki við okkur, þótt heimamenn létu sér það vel líka. Til dæmis er oft óhemjulöng bið eftir leigubílum. Eitt sinn vorum við að reyna að ná ,,taxa“ og vorum orðnir mjög óþolinmóðir, þegar okkur bauðst að „kaupa“ bíl, þ.e.a.s. borga fólki fyrir að láta hann eftir til okkar. Þetta var að visu ekki leigubíll, heldur rúta af ansi gamalli gerð, en við létum það gott heita, þurftum að komast leiðar okkar. En ekki höfðum við ekið lengi þegar hún stoppaði og virtist hreinlega hafa brætt úr sér. Bíl- stjórinn dreif sig út og tók til við að rífa vélina í sundur, a.m.k. var hann kominn með legurnar í fangið á tímabili. Um síðir komst allt á sinn stað aftur, og eftir að hafa startað í hálftíma fór bíllinn loks í gang aftur. Bílstjórinn var sallarólegur Hljómsveit Björgvins. allan tímann, en öll okkar þolin- mæði var fyrir löngu rokin út í veður og vind. Björn: Ég vil taka það skýrt fram að þessar sögur eru ekki sagðar íbúum Sovétríkjanna til lasts, þegar á heildina er litið. Alls staðar var vel að okkur búið, og greiðasemi fólksins virtust fá takmörk sett. Hins vegar er það yfirleitt svo að það sem er ólíkt því sem maður á að venjast, og ýmiss konar skakka- föll, ber oft hæst í minningunni. Nú hefur hljómsveit Björgvins lokið hlutverki sínu og er að hætta störfum. Hvað tekur þá við? Hjörtur: Ég hef spilað með Mezzo- forte samhliða hljómsveit B.H. síðan ég kom heim, og kem til með að halda því áfram. Svo langar mig til að ljúka við plötu sem ég er með i smíðum. Á henni spila ég að mestu einn, en nota talsvert „elektrón- íska“ tækni, svo sem trommuheila. Björn: Ég hef spilað með djass- hljómsveit Guðmundar Ingólfs- sonar síðan ég kom frá Banda- ríkjunum, með nokkrum hléum, auðvitað. M.a. spiluðum við inn á plötu Guðmundar, „Nafnakall“ í sumar. Þarna spila ég með gamal- reyndum köppum, m.a. Guðmundi Steingrímssyni og Pálma Gunnars. Nú er þín eigin plata komin út. Hverskonar tónlist er að finna á henni? Björn: Nýja platan mín, „Svif“, hefur að geyma þetta sambland af djassi og rokki, sem sumir vilja kalla „bræðing". Hún er öll leikin, „instrumental“, enginn söngur. Með mér á plötunni spila margir úrvals hljóðfæraleikarar, svo sem Jakob Magnússon, Eyþór Gunnarsson, Kristinn Svavarsson og Pétur Grétarsson, að ógleymdum félögum mínum úr hljómsveit B.H., Hirti og Sviunum tveimur. Hjörtur: Þarna er að finna ljúfari hliðina af „bræðingnum“, mjög þægileg músik að hluta á í róleg- heitunum. Sumir segja að best sé að njóta hennar í heyrnartækjum, á góðum styrk. Hafið þið einhver skipuleg fram- tíðaráform? Björn: Nei, þetta verður alltaf að miklu leyti tilviljunum háð. Aðal- atriðið er að fá nóg að gera, því annars er ekkert upp úr þessu að hafa. Maður verður að spila í fleiri en einni hljómsveit, og fá einhverja stúdíóvinnu. Hjörtur: Auk þess freistar það manns að fara aftur út í heim. Þar er ekki endilega meira að gera, en maður lærir mikið á því. Mér finnst líka gaman að vera músikant frá svona litlu og lítt þekktu landi. Að vera Islendingur vekur eitt sér mikla athygli á manni erlendis. Við höfum nú rætt við þá félaga lengi kvölds, margt borið á góma, en fæst af því fest á blað. Áður en þeim Birni og Hirti er þakkað fyrir spjallið og nýju plötuna hans Bjössa, gefum við þeim kost á að segja eitthvað að lokum. Hjörtur: Já, vill ekki einhver leigja mér íbúð? Hjörtur Howser

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.