Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 32

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 32
32 Fjarðarfréttir TÓNLEIKAFERÐ TIL HONG KONG OG KINA Egill R. Friðleifsson, stjórnandi kórs Öldutúnsskóla, segir frá ævintýraför kórsins til fjarlægra Asíuþjóða. TILDRÖG OG GNDIRBÚN- INGUR FARARINNAR Gm miðjan júlímánuð sl. fór Kór Öldutúnsskóla í tónleikaferð til Hong Kong og Kína. Tildrögin voru þau, að í september 1981 barst kórnum boð frá barnakór og borgarstjórn Hong Kong um að taka þátt í alþjóðlegu kóra- móti sem fyrirhugað væri að halda næsta sumar. Og eftir að við höfðum velt málinu fyrir okkur um um stund, og kannað undirtektir ýmissa aðilja var ákveðið að taka þessu höfðing- lega boði. Sú ákvörðun byggðist ekki hvað síst á jákvæðum við- brögðum bæjaryfirvalda í Hafnar- firði, en án þeirra góðu aðstoðar hefðum við sennilega aldrei lagt út í þetta ævintýri. Seinna fengum við einnig boð frá Kín- verska Alþýðulýðveldinu um tón- leikaferð um Canton og Peking og tókum við því að sjálfsögðu fagnandi. Var nú tekið til við undirbúning, sem stóð frá því í október og þar til kórinn lagði af stað með fríðu föruneyti þann 15. júlí sl. íindirbúningurinn fólst ekki aðeins í endalausum æfing- um við að koma saman söngskrá og safna fé til fararinnar. Við þurftum einnig að sæta ýmsum læknisfræðilegum tilfæringum svo sem sprautum og pilluáti við stans á leiðinni en það var í Abudabi í Saudi-Arabíu. Hong Kong þýðir ,,góða höfn“ þ.e.a.s. eins konar Hafnarfjörður og þessir tveir staðir eiga það m.a. sameiginlegt að á báðum stöð- unum finnast söngelsk börn og unglingar. Eyjan Hong Kong er bresk nýlenda sem liggur ör- skammt frá suður strönd Kína. Nýlendunni fylgir einnig dálítill skagi á meginlandinu sem heitir Kowloon og hérað nokkurt er nefnist New Territories. í Hong Kong búa á milli 5-6 milljónir manna og þar er mjög þéttbýlt. Raunar er Hong Kong einn þétt- býlasti staðurinn á jörðinni. Mér var sagt að þar sem þéttbýlast væri byggju um 150.000 manns á hverjum ferkílómetra, sem að þýðir að ef við Islendingar byggjum við sömu aðstæður hefðum við samtals 1.5 km2 til að athafna okkur á. Gæti ég ímynd- að mér að einhverjum þætti að sér þrengt, því ekki gengur nú allt þegjandi og hljóðalaust fyrir sig hér heima á gamla Fróni þó lífs- rýmið sé hér meira en annar- staðar gerist. Hong Kong er austræn borg með vestrænu yfirbragði. Skýja- kljúfa ber við himinn og umferð- in, sem sumstaðar er á tveimur hæðum, er mjög þung. Prengslin Frá lokatónleikum kóramótsins í Hong Kong. Frá veislunni miklu í Canton. aðskiljanlegum austurlandapest- um. Og svo vel tókst íslensku heilbrigðisþjónustunni upp við þennan hóp, að næstum allir voru hressir og sprækir allan tímann þrátt fyrir gerbreyttar aðstæður t.d. hvað varðar loftslag og matar- æði. Ef frá eru taldar minniháttar meltingartruflanir og örfá mein- laus aðsvif var heilsufarið gott í þessari ferð. FLOGIÐ Á VIT ÆVINTÝRISINS Fyrsta daginn flugum við til Lundúna og gistum þar. En morguninn eftir héldum við svo á vit ævintýrsins í austurlöndum fjær með glæsilegum farkosti Jumbo-risaþotu frá breska flug- félaginu BA, en það eru stærstu farþegavélar sem fljúga um loftin blá. Þetta var langt flug. Pó gerð- um við aðeins einu sinni stuttan eru mikil og stundum yfirþyrm- andi. ANNASAMIR DAGAR í HONG KONG Við komum til Hong Kong til að taka þátt í alþjóðlegu kóra- móti, sem stóð frá 18. til 24. júlí. Á mótinu voru 10 kórar frá fjór- um heimsálfum, eða samtals um 600 börn og unglingar. Opnunar- tónleikarnir verða mér jafnan minnsstæðir. Peir fóru fram í Queen Elisabeth Stadium, sem er stór og mikil íþróttahöll. Söng hver kór tvö lög en síðan sam- einuðust allir í einn aldherjar kór og sungu með undirleik stórrar sinfóníuhljómsveitar friðarsöng er heitir „Let there bee peace on earth“, og það var áhrifamikið að sjá og heyra þessa fallegu vel- syngjandi krakka hvít, gul og íslenski hópurinn að loknum fyrstu tónleikunum í Kína. brún sameinast í söng um frið og frelsi tii handa öllu mannkyni. Annars voru þessir dagar í Hong Kong mjög annasamir. Kórinn kom fram á fimm tónleikjum og auk þess einnig í útvarpi og sjón- varpi og samhliða mótinu fór fram seminar fyrir kórstjóra og aðra tónlistarmenn svo í mörgu var að snúast, enda flaug tíminn áfram. Við höfðum þó tækifæri til að skoða okkur um í borginni og versla, en Hong Kong er fríhöfn og þar er hægt að gera mjög góð kaup og vöruúrval geysi mikið. Og þannig liðu þessir dýrðar- dagar við annríki og ánægju frá því snemma á morgnana og fram á rauða nótt. Ævinlega skal ég vera þakklátur vinum mínum Yip Wai Hong, Hilton Chong Leen, Mariu Huoi, Sussan Law og reyndar öllum hinum fyrir góða viðkynningu og notalegt viðmót, sem gerði dvöl okkar svo eftir- minnilega á þessum framandi slóðum. Og áður en varði vorum við í lestinni er flutti okkur á vit nýrra ævintýra er við skröltum í átt að landamærum Kínverska Alþýðulýðveldisins. FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR í CANTON Við komum til Canton þann 25. júlí og allt umhverfi og yfir- bragð breyttist bæði hvað varðar landslag og mannlíf. Hér voru göturnar beinar og breiðar en bílaumferð lítil, a.m.k. ef miðað er við þrengslin og gauraganginn í Hong Kong. En hér hjóla menn mjög mikið. Pað var sama hvenær litið var út um glugga, alltaf mátti sjá endalausar raðir hjólreiðafólks líða um strætin á þessum þægilegu hljóðlátu farar- tækjum, margt var einnig um gangandi fólk, en aðrir kusu að ferðast í yfirfullum strætisvögn- unum, sem sumir hverjir voru heldur hrörlegir á að líta, og hefðu ekki þolað neinn saman- burð við Ikarusvagnana frægu, þó Reykvíkingar fussi nú bara við þeim. í Canton bjuggum við á mjög góðu hóteli, og það sem e.t.v. mestu máli skipti, loftkæl- ingin var frábær og reyndar að- stæður allar. Aldrei hef ég um mína daga upplifað aðrar eins móttökur og beið okkar í Canton. ógleymanlegt, ekki síst konu minni sem komst í meiri háttar vandræði. Okkur var nefnilega haldin dýrðleg veisla að kínversk- um sið, sem er í ýmsu frábrugðin því sem við eigum að venjast. Hér heima er venjulega borin fram þriggja eða fjögura rétta máltíð. En hjá Kínverjunum er þetta ekki svona einfalt. Fyrst kemur Á götu í Canton. íslensku stúlkurnar eru ófeimnar við að gefa sig á tal við innfædda. I dýragarðinum í Canton vöktu íslensku unglingarnir jafnvel enn meiri athygli en dýrin. Þegar út af brautarpallinum kom beið mín og konu minnar stór svört drossía með einkabílstjóra, túlkinum hr. Lin og menningar- fulltrúanum frú Song. Aðrir landar okkar fengu svo rútu til að ferðast í og var svarti bíllinn jafnan á undan. Pað var satt að segja dálítið undarleg reynsla fyrir venjulegan barnakennara frá Hafnarfirði að vera meðhöndlað- ur þannig eins og þjóðhöfðingi, en svo fljótt vandist ég lúxus- inum, að eftir nokkra daga var ég meira að segja hættur að opna dyrnar sjálfur hvað þá meira. 15 RÉTTA VEISLA ~ ALLT BORÐAÐ MEÐ PRJÓNGM! Áreiðanlega verður okkur fyrsta kvöldið í Canton með öllu kannske súpa, þá önnur súpa, þá þriðja tegundin af súpu. Síðan vatnafiskur, svo flatfiskur, froska- lappir, kjöt, meira kjöt, grænmeti og þannig gengur þetta fram eftir öllu kvöldi, því í veislunni eru nefnilega bornirfram 14-15 réttir og ætlast er til að bragðað sé á öllu og allt borðað með prjónum að sjálfsögðu, nema súpurnar þar sem nettar postulínsskeiðar eru notaðar. Það var því meiri háttar þraut að komast vandræðalaust í gegnum þetta allt saman, því sumir voru orðnir sæmilega saddir eftir 3 rétti að ég tali nú ekki um 7, og eftir að réttirnir voru orðnir 10 hætti ég að telja. Og svo var skálað fyrir öilu saman í þjóðardrykknum „Mao

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.