Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 42

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 42
42 Fjarðarfréttir „ÁTÖK OG Rætt við Stefán Júlíusson, rithöfund, í tilefni af nýútkominni bók hans í jólablaði Fjarðarfrétta í fyrra birtist kafli úr skáldsögu sem Stefán Júlíusson hafði þá í smíðum. Vakti kaflinn mikla athygli því að ýmsir þóttust þar þekkja kunnar persónur í bæjarlífinu á fyrri tíð. Nú er skáld- sagan komin út og nefnist hún - Átök og einstaklingar. Fjarðar- fréttum þótti til hlýða að hitta Stefán að máli og spyrja hann nokkurra spurninga um þetta nýja ritverk hans. Við spyrjum beint: Er þetta heimildarskáldsaga sem gerist í Hafnarfirði, Stefán? Menn vilja halda því fram. Þessi nýja skáldsaga segir frá sömu aðal- persónum og frá er sagt í skáldsög- unni Stríðandi öflum sem kom út fyrir tveimur árum. Sögusviðið er það sama þótt sögunni víki víðar í Hafnfirðinga. Hins vegar væru þær ekki svo úr garði gerðar sem ég vildi ef þær hefðu ekki eins vel getað gerst annars staðar. Undirtitill nýju bókarinnar er Skáldsaga úr bænum. Ef Hafnfirðingar vilja endilega hafa það sinn bæ þá þeir um það! En ég hygg að þessi skáldsaga gæti alveg eins hafa gerst í einhverjum öðrum bæ eða þá bara í sínum eigin bæ. Nú er þessi saga sögð í fyrstu persónu eintölu, þ.e. sögumaður rekur sjálfur alla atburði og lýsir persónum. Ert þú hér í eigin pers- ónu að rifja upp bernsku- og æsku- árin og lýsa umhverfi og fólki sem þú kynntist við í uppvextinum? Nei, nei, nei. Sögumaðurinn Ásgeir Ólafsson á lítið sameiginlegt með Stefáni Júlíussyni eins og allir Stefán Júlíusson seinni bókinni en þeirri fyrri og ýmsar nýjar persónur komi við sög- una. Ég hef aldrei játað því beint að ég sé að skrifa þætti úr sögu Hafnarfjarðar og því síður hef ég viðurkennt að persónur bókanna eigi sér ótvíræðar fyrirmyndir. Ég er að skrifa skáldsögur og því felli ég persónur og atburði undir lögmál skáldsögunnar. Hinu neita ég ekki að sumir atburðir eru sögulega rétt- ir, þeir gerðust eins og rakið er í skáldsögunni og sama máli gegnir um þau ártöl sem nefnd eru. Þau eru rétt. Annars þarf engan að undra þótt Hafnarfjörður sé sögu- sviðið í bókum mínum. Ég er rót- gróinn Hafnfirðingur, a.m.k. í sjö- unda lið svo rakið verði með vissu og trúlegast hafa ættfeður mínir og mæður átt heima við Hafnarfjörð frá landnámstíð. Ef grannt er skoð- að má líka vafalaust halda því fram að ég hafi a.m.k. skrifað tíu bækur sem gerast í Hafnarfirði eða eru um vita sem eitthvað þekkja til hans. Sögumaður hlýtur náttúrlega alltaf að vera eitthvað skyldur höfundi sínum en Ásgeir Ólafsson er skáld- sagnapersóna. Hann er einmitt til þess gerður að gefa höfundinum meira frjálsræði, skáldsagan er frjáls og óháð, alveg öfugt við ævi- söguna, og um Ieið er hún sannari. Á Ásgeir Ólafsson sögumaður sér þáenga fyrirmynd I veruleikanum? Ekki beinlínis. Ef ég á að vera einlægur mætti kannski segja að hann væri sniðinn upp úr einum tveimur eða þremur vinum mínum frá fyrri tíð. En þetta eru aðeins drættir í frummyndina eins og títt er um skáldsagnapersónur; ég vona hann lifi sjálfstæðu lífi í sögunni. En Ásgeir Ólafsson eldri, sá sem öll sagan snýst í rauninni um, hann á sér ákveðna fyrirmynd, er það ekki? Ef menn vilja hafa það svo læt ég það afskiptalaust. En allar persónur Látið okkur mála bílinn Tökum aö okkur allar máln- ingaviðgeröir. Blöndum nánast hvaöa lit sem er í nýja „blöndunar- barnum" okkar. Bílamálunin Gljáinn sf. Dalshraum 9-220 Hafnarfirði Simi 52428 EIN STAKLIN G AR ’ ’ þessarar sögu eru að meira eða minna leyti gerðar að vilja höfundar til að þjóna sögunni, sumar eiga sér fyrirmyndir að einhverju marki, aðrar sáralitlar og margar persón- urnar eru hreinlega tilbúnar af höf- undinum til að fylla upp í myndina. Sama máli gegnir um atburði sög- unnar. Þótt benda megi á einstaka sannsögulegan atburð í sögunni eru þó langflest atvikin, viðbrögð pers- óna, lýsingar og samtöl einber skáldskapur. Þykist menn þekkja þar meira heldur en minna er það til marks um að sagan hefur ekki verið til einskis sögð. Sumir telja að nafnið Ásgeir sé engin tilviljun. Þú viljir með því benda á ákveðinn einstakling. Það er mesti misskilningur. Tvær aðalpersónurnar, þeir nafnarnir Ásgeir eldri og Ásgeir yngri, heita svo af einskærri tiktúru höfundar- ins. Hann hefur nefnilega iðkað þá sérvisku, fikt eða fyrirtekt, að allar aðalkarlpersónur í lengri skáldsög- um hans heita nöfnum sem byrja á Á, Álfur í skáldsögunni Leiðin lá til Vesturheims, Áki í Kaupangi, - Ásmundur í Sólarhring, Áli í Sumarauka, Ásgrímur í Haustferm- ingu, Ágúst í samnefndri sögu, Árni Birtingur í annarri samnefndir sögu og Ásgeir í Stríðandi öflum og Átökum og einstaklingum. Þetta er sem sagt sérviska mín, kannski eins konar vörumerki! Hvers vegna skrifarðu, Stefán? Nú er heima. Hver getur nokkru sinni svarað svona spurn- ingu?! En ég byrjaði ungur að skrifa, birti smásögur innan við tvítugt og ég var rúmlega tvít- ugur þegar fyrsta barnabók mín kom út. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta, ætli ég skrifi ekki einna helst vegna þess. Auk þess hef ég alla tíð haft yndi af skáld- skap, alveg frá því ég fyrst man eftir mér, ekki síst sögum. Ég hef alla tíð lesið reiðinnar kynstur. Sagan er ákaflega samgróin mér. Ég hef alltaf verið áhugasamur um samtíð mína og umhverfi og atburðir hafa orkað sterklega á mig. Er þá nema von ég skrifi? Ég er að leitast við að lýsa og Stefán við skrifborð sitt. gera upp samtíðina í skáldsögum mínum. Ég hef oft orðið þess var að fólki finnst skáldsögur mínar vera raunveruleikinn sjálfur. Ég furða mig ekkert á því, ég er að skrifa skáldsögur um lífið í kringum mig. Það einkennilega er — og kannski er það ekki svo furðulegt — að fyrsta barnasagan mín, Kári litli og Lappi, er ekki skrifuð á ólíkum nótum og síð- ustu skáldsögur mínar. Hún lýsir á einfaldan hátt þáttum úr lífi drengs og hvernig umhverfi hans og samfélag orkar á dag hans og veg. (Það er skemmtilegt til þess að vita að þessi litla bók er enn vinsælasta bókin mín þótt flestir lesendur hennar hafi ekki hug- mynd um hver skrifaði hana eða fáist nokkuð um það!) Síðustu skáldsögur mínar sem orðnar eru meira ritverk en ég bjóst við, Stríðandi öfl og Átök og ein- staklingar, eru tilraun til að átta mig og aðra á framvindu þeirrar sögu sem orkar á líf og tilveru samtíðarfólksins. Þetta efni liggur mér á hjarta og því skrifa ég skáldsögur um það. Ég hef verið svo lánsamur tvisvar á ævinni að fá tækifæri til að lesa bókmenntir við bandaríska há- skóla, sinn veturinn við hvorn skóla. í báðum háskólunum voru námsbrautir sem nefndust Ritun skáldverka, þ.e.a.s. kennt var hvernig staðið skyldi að ritun skáldrita og þátttakendur urðu að leggja fram eigin ritverk sem lesin voru og gagnrýnd. Þeir iðka þetta í bandarískum háskólum og sums staðar hefur það skilað umtalsverðum árangri. Ég tók þátt í þessum námsbrautum báða veturna og skrifaði mikið. Að sjálfsögðu las ég þó enn meira. En þótt ég hafi vafalaust reynt að ávaxta það pund sem mér veittist þarna, enda úrvals kennarar eða leiðbeinendur í báð- um tilfellum, breyttist ekki við- horf mitt eða aðgangsmáti að rit- störfum mínum. Ég nálgast við- fangsefnið sem skoðandi og lýsi samferðafólki í skáldsagna- persónum og áhrifum umhverfis og framvindu á líf þess og hátta- lag. Tvær skáldsögur mínar gerast vestan hafs, uppgjör við veru mína þar. Ég hef skrifað a.m.k. sex skáldsögur fyrir full- orðna um unglinga, uppgjör mitt við kynni mín af vandamálum ungs fólks í samtíðinni. Og nú hef ég lokið við tvær skáldsögur úr bænum. Sama sagan: Uppgjör við samtíð mina og samferða- menn, lýsing á lífi fólksins sem ég þekki. Sem sagt, mér liggur þetta á hjarta, þess vegna skrifa ég. Bjóðum upp á: ALLT í JÓLAMATINN Nautakjöt Lambakjöt Hangikjöt að Svínakjöt — norðan nýtt og reykt Allt í jólabaksturinn Jólaöl — jólasælgæti Jólakerti og servíettur ÞORLÁKSMESSGSKÖTUNNI Verslunin HRINGVAL Hringbraut 4 sími 53312.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.