Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 52
52
Fjarðarfréttir
Gengið um götur bæjarins
Ein þeirra nefnda sem starfa á vegum bæjarins er GATNANAFNANEFND. í þeirri nefnd
sitja nú þau Sólveig Eyjólfsdóttir, formaður, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Magnús Jóns-
son. Friðþjófur Sigurðsson, byggingafulltrúi er nefndinni til aðstoðar.
Flest okkar ieiða lítinn huga að því hvað liggur að baki einu götunafni. Margs þarf að gæta
við nafnagift og langt frá að tilviljun ein ráði nafni. Þekking að sögu bæjarins, vitneskja um
örnefni ásamt smekkvísi á málfar þarf allt að vera fyrir hendi ef vel á að takast. Nafn á götu
geymir oft merka sögu sem haldið er til haga með þessu móti. Minjar sem löngu eru horfnar
og örnefni sem annars væru gleymd eru þannig varðveitt í götunöfnum.
Starf þessarar nefndar er því afar mikilsvert fyrir sögu bæjarins um ókomin ár.
Götunafnið lifir flest mannanna verk og því mikils um vert að vel takist til í upphafi.
í fylgd með Magnúsi Jónssyni ætlum við að rölta um nokkrar götur í Firðinum og reyna
að fræðast um hvað liggur að baki nafngiftinni.
Gatnanafnanefnd
Arnarhraun.
Það götuheiti stendur í samb. við nafnið Arnar-
klettar, sem báðir standa ennþá og eru í nánd við
þessa götu.
Annar er mjög nærri henni og er til vinstri þegar
farið er niður brekkuna að læknum.
Hellisgata.
Hún er kennd við hellinn sem Hellisgerði er líka
kennt við og er hann nokkuð miðsvæðist í Gerðinu.
Ömefnið Hellisgerði er miklu eldra en friðun þessa
svæðis.
Selvogsgata.
Reykvíkingar komu til Hafnarfj, eftir Reykjavíkur-
veginum og Suðurnesjabúar meðfram sjónum úr
hinni áttinni. Selvogsbúar komu hestagöturnar
ofan af Öldum og höfðu þá lagt langa ieið að baki
frá heimkynnum sínum. Áður en Öldugatan var
lögð, var greiðasta leiðin inn og út úr bænum fyrir
þá síðastnefndu, um Selvogsgötuna.
Skerseyrarvegur.
Hann er kenndur við eyri sem ekki er lengur til,
frekar en Krosseyri eða Langeyri. Á Krosseyri hefur
aldrei verið búið, en enn er búið á Langeyri. Skers-
eyri stendur þarna á millistigi, því að þar var búið
fyrr meir en fór að verða í eyði öðru hvoru þegar
kom fram á þessa öld og enginn býr þar nú. Síðast
var þar einsetumaður, Guðjón Ólafsson, og fór það-
an, þreyttur og aldraður um 1955. Á Skerseyri
þykir fallegt og friðsælt. Frá Hrafnistu í Hafnarfirði
er styst til sjávar þangað.
Merkurgata.
Þetta var gata m.a. upp að húsi sem Sigurgeir
Gíslason kom sér upp árið 1889 og nefndi Mörk.
Hann hugsaði sér heitið sem hvorukynsorð, því að
húsið stóð á landi Knudtzonsverzlunar, en rétt við
MÖRK þess og Garðakirkjulands. Götunafnið er því
í rauninni rangt myndað - ætti að vera Markargata.
ít '■8'
Í
íil' 0
Kirkjuvegur.
Löngum fóru Hafnfirðingar meðfram sjónum,
þegar þeir fóru til kirkju sinnar, Garðakirkju. Líka
var til efri leið, en hún var sumst staðar ógreiðfær,
m.a. upp úr sjálfri þéttbýlis-kvosinni í Firðinum.
Rétt eftir aldamótin var bætt úr þessu og heitir þar
Kirkjuvegur, þótt kirkja risi í Firðinum 1913 og
önnur 1914.
Hlíðarbraut.
Fólk fluttist frá Hlíð í Garðahverfi til Hafnarfj.
snemma á öldinni og kom sér upp húsi, ekki mjög
langt frá Jófríðarstöðum. Skyldi það heita Berg (s)
staðir. En hafnfirskur almenningur vildi heldur láta
Hlíðar-nafnið fylgja fólkinu áfram og má segja að
sú tilhögun hafi sigrað. Gatan var svo nefnd Hlíðar-
braut og húsið nr. 15 við hana. Svo varð það að
víkja þegar Hringbrautin var lögð.
Þetta er líka heiti á gamalli umferðaræð í miðborg
Reykjavíkur, eins og allir vita. Hverfi geta verið
bæði í þéttbýli og nokkru dreifbýli og er auðvelt
að taka dæmi um það.
Húsið sem Eyjólfur frá Dröngum átti lengi,
Hverfisg. 6B, var á tímabili talið í svonefndu Austur-
hverfi og átti þá vel við að hafa Austurgötu öðrum
megin við þetta og Hverfisgötu hinum megin. I
meira dreifbýli höfum við svo Garðahverfi og hverf-
in sem hin fámenna byggð á Vatnsleysuströndinni
skiptist í.
/-------------------------------N
TAKIÐ EFTIR!
Laugardaginn ll.desember gefst Hafn-
firðingum og nágrönnum tækifæri til að
gera hagstæð jólainnkaup á okkar vin-
sæla handavinnu og kökubasar.
Verið velkomin!
FH — konur.
%
HAFNFIRÐINGAR — NAGRANNAR
Ert þú með skilti á póstkassanum
þínum?
Ef svarið er nei, þá getum við
bjargað því. Höfum mikið úrval af
alls konar skiltum s.s. á póstkassa,
útihurðir, skrifstofur, einnig barm-
merki og krossaskilti á leiði o.fl.
o.fl.
Opið frá kl. 10 — 12 og 13 — 17
virka daga
SKILTAGERÐIN
REYKJ AVÍKURVEGI 62 - 2. HÆÐ
HAFNARFIRÐI SÍIV!I 54833
Ovissa
framundan
í fjármálunum?
Oft skiptast á skin og skúrir í fjármálum Viö bendum á IB-lán okkar.
fólks. Tekjur og gjöld eru breytileg Þau byggjast á reglubundnum sparn-
frámánuðitilmánaðar.Kannski ererfið aði sem gefur rétt til lántöku. IB-lánin
afborgun framundan, en fjármunir af gætu lyft mörgum yfir erfiðan hjalla, en
skornum skammti, Útlitið virðist ekki of það krefst fyrirhyggju.
bjart. Fyrirhyggja er lausnarorðið í
slíkum vanda.
Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið
bækling.
Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni
|8SJ Iðnaðarbankinn
^'VEStrandgötu 1, Hafnarfinði Sími 50980