Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Qupperneq 72
Skýrsla eiturefnanefndar
Lög um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988 tóku gildi 1. júlí, jafnframt féllu úr
gildi 1. nr. 85/1968 með áorðnum breytingum.
Haldnir voru 17 fundir í eiturefnanefnd. Nefndin gekkst ekki fyrir námskeiðum á
árinu.
Föst verkefni
Fjallað var um 61 umsókn um leyfisskírteini (blá) til þess að mega kaupa og nota
efni og efnasamsetningar í X og A hættuflokkum. Mælt var með öllum umsóknum
(48 frá garðyrkjumönnum og garðyrkjubændum, 10 frá meindýraeiðum og
þremur frá öðrum).
Fjallað var um 25 umsóknir um leyfisskírteini (gul) til þess að mega kaupa og nota
efni og efnasamsetningar í A hættuflokki. Var mælt með veitingu leyfa til þriggja
ára í 24 tilvikum, en einu tilviki til eins árs. Fjallað var um 47 umsóknir um
leyfisskírteini (rauð) til þess að mega kaupa og nota eiturefni af listum I og II.
Mælt var með leyfisveitingu til þriggja ára í 45 tilvikum, en til eins árs í tveimur
tilvikum. Fjallað var um átta umsóknir um leyfisskírteini (rauð) til þess að mega
kaupa og nota fenemal og tríbrómmetanól til útrýmingar á svartbaki og hrafni,
(sex frá umráðamönnum æðavarps, ein frá meindýraeyði), en einni synjað.
Ein umsókn barst um leyfisskírteini (rautt) til þess að mega kaupa og nota
mebumalum 20% (aflífunarefni), og mælt var með leyfisveitíngu til þriggja ára. A
árinu barst ein eiturbeiðni um að mega kaupa og nota takmarkað magn eiturefna á
listum I og II. Mælt var með þessari eiturbeiðni.
Frá Vinnueftirliti ríkisins bárust til umsagnar alls sex umsóknir um innflutning á
asbesti, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 74/1983. Mælt var með innflutningi í fjórum
tilvikum, en synjað í tveimur tilvikum. Ein lyfjaverslun fékk endumýjað leyfi sitt
til sölu á efnum og efnasamsetningum í A og B hættuflokkum. Farið var yfir
sölubækur fyrirtækja, er selja færsluskyld efni og efnasamsetningar, sbr. ákvæði
reglugerðar nr. 455/1975 og síðar nr. 238/1986.
Alls bárust tvö mál frá Hollustuvemd ríkisins með beiðni um umsögn um ílát og
merkingar.
Nefndin afgreiddi samtals 12 umsóknir um skráningu efna og efnasamsetningar í
X, A, B og C hættuflokkum.
Mælt var með skráningu átta samsetninga til nota í landbúnaði og garðyrkju og til
útrýmingar meindýra (fjögur plöntulyf, tvö útrýmingarefni og tvö örgresisefni),
en fjómm umsóknum var synjað.
Þá vom þijár samsetningar efna teknar af skrá, að beiðni umboðsmanns.
70