Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Page 129
Oftast var um að ræða vandamál í mæðravemd. Þriðjungur dauðsfalla með
ófullnægjandi þætti á fyrra tímabilinu og helmingur á því síðara tengdust meðferð
við sjúkdómi móður (meðgöngueitrun, háþrýstingi, sykursýki, Rhesus sjúkdómi),
engum viðbrögðum við merkjum um yfirvofandi fósturdauða eða við
ómskoðunargreiningu á vaxtarseinkun fósturs. Engin marktæk breyting var á milli
fimm ára tímabilanna.
í fæðingu varð mikil fækkun dauðsfalla þar sem ófullnægjandi þættir greindust. í
22 tilvikum voru viðbrögð við yfirvofandi köfnunardauða fósturs í fæðingu engin
eða ónóg á fyrra tímabilinu, en aðeins í Qórum síðara tímabilið. Ónóg viðbrögð við
blæðingu í fæðingu voru einnig færri síðara tímabilið.
Á nýburaskeiði varð einnig fækkun dauðsfalla þar sem meðferð var ekki
fullnægjandi. Þau dauðsföll sem urðu tengdust slælegum viðbrögðum við
köfnunarástandi barns eftir fæðingu, ónógri meðferð öndunarvandamála og
fyrirburaveikinda, töf á gjöf sýklalyfja þrátt fyrir einkenni um sýkingu og
ófullnægjandi meðferð barna með minniháttar sköpulags- eða útlitsgalla eða
hjartasjúkdóma. Þá skipti ástand bama við flutning á vökudeild einnig máli.
Milli tveggja nýleg-a fimm ára tímabila varð þannig veruleg lækkun á burðarmáls-
og nýburadauða á Islandi. Þetta má lang líklegast rekja til bættrar meðferðar. Ekki
varð nein sú breyting á þjóðfélagsháttum eða lífsskilyrðum fólks á árunum 1976-
85, sem skýrt gæti slíka fækkun dauðsfalla, enda oft ekki um tilvik að ræða þar
sem lílegt er að slíkar ytri aðstæður gætu hafa haft áhrif. Ófullnægjandi þættir í
meðferð, sem tengdust dauða bamanna, sáust hins vegar hlutfallslega jafnoft bæði
tímabilin eða í 1/3 tilfella. Við athugun á því hvenær ófullnægjandi þættir voru
undanfari dauða, kom í ljós að breyting hafði orðið milli árabilanna. Þannig
fækkaði dauðsföllum með ófullnægjandi meðferð í fæðingu mjög mikið, sem má
eflaust rekja til mikillar aukningar á notkun sírita í fæðingu á síðara tímabilinu.
Notkun sírita hófst hér á landi 1975, en varð ekki veruleg fyrr en upp úr 1980.
Umbætur í meðferð nýbura, þ.m.t. flutningur veikra nýbura, skiluðu sér einnig í
fækkun slíkra dauðsfalla. Hins vegar jókst vægi þeirra dauðsfalla sem urðu vegna
ófullnægjandi þátta í mæðravemd.
Umbætur í mæðravemd, m.a. Rhesus-vamir og tilkoma nýrrar mæðraskrár (3),
höfðu náð að hafa áhrif fyrir upphaf þess tímabils sem þessi athugun tók til. Aðrar
framfarir í mæðraeftirliti sem komu á tímabilinu, s.s. ómskoðanir, voru ekki
markvissar fyrr en byijað var á kembiskoðun við 18-19 vikur eftir 1985. Ákveðin
stöðnun gæti því hafa orðið í mæðravernd á þessu tímabili. Mæðraskrár vora
misvel færðar, en áberandi var að jafnvel þar sem skráning var góð vantaði oft að
skráð væru viðbrögð við óeðlilegum mælingum, s.s. hægum eða engum vexti
legboms, lítilli þyngdaraukningu, litlum fósturhreyfingum, hækkun á blóðþrýstingi
eða sykri í þvagi. I öðram tilvikum var ekki unnið úr tækniupplýsingum eins og
ómskoðun eða síritun fyrir burð (antenatal cardiotocografi) á réttan hátt.
127