Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Page 129

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Page 129
Oftast var um að ræða vandamál í mæðravemd. Þriðjungur dauðsfalla með ófullnægjandi þætti á fyrra tímabilinu og helmingur á því síðara tengdust meðferð við sjúkdómi móður (meðgöngueitrun, háþrýstingi, sykursýki, Rhesus sjúkdómi), engum viðbrögðum við merkjum um yfirvofandi fósturdauða eða við ómskoðunargreiningu á vaxtarseinkun fósturs. Engin marktæk breyting var á milli fimm ára tímabilanna. í fæðingu varð mikil fækkun dauðsfalla þar sem ófullnægjandi þættir greindust. í 22 tilvikum voru viðbrögð við yfirvofandi köfnunardauða fósturs í fæðingu engin eða ónóg á fyrra tímabilinu, en aðeins í Qórum síðara tímabilið. Ónóg viðbrögð við blæðingu í fæðingu voru einnig færri síðara tímabilið. Á nýburaskeiði varð einnig fækkun dauðsfalla þar sem meðferð var ekki fullnægjandi. Þau dauðsföll sem urðu tengdust slælegum viðbrögðum við köfnunarástandi barns eftir fæðingu, ónógri meðferð öndunarvandamála og fyrirburaveikinda, töf á gjöf sýklalyfja þrátt fyrir einkenni um sýkingu og ófullnægjandi meðferð barna með minniháttar sköpulags- eða útlitsgalla eða hjartasjúkdóma. Þá skipti ástand bama við flutning á vökudeild einnig máli. Milli tveggja nýleg-a fimm ára tímabila varð þannig veruleg lækkun á burðarmáls- og nýburadauða á Islandi. Þetta má lang líklegast rekja til bættrar meðferðar. Ekki varð nein sú breyting á þjóðfélagsháttum eða lífsskilyrðum fólks á árunum 1976- 85, sem skýrt gæti slíka fækkun dauðsfalla, enda oft ekki um tilvik að ræða þar sem lílegt er að slíkar ytri aðstæður gætu hafa haft áhrif. Ófullnægjandi þættir í meðferð, sem tengdust dauða bamanna, sáust hins vegar hlutfallslega jafnoft bæði tímabilin eða í 1/3 tilfella. Við athugun á því hvenær ófullnægjandi þættir voru undanfari dauða, kom í ljós að breyting hafði orðið milli árabilanna. Þannig fækkaði dauðsföllum með ófullnægjandi meðferð í fæðingu mjög mikið, sem má eflaust rekja til mikillar aukningar á notkun sírita í fæðingu á síðara tímabilinu. Notkun sírita hófst hér á landi 1975, en varð ekki veruleg fyrr en upp úr 1980. Umbætur í meðferð nýbura, þ.m.t. flutningur veikra nýbura, skiluðu sér einnig í fækkun slíkra dauðsfalla. Hins vegar jókst vægi þeirra dauðsfalla sem urðu vegna ófullnægjandi þátta í mæðravemd. Umbætur í mæðravemd, m.a. Rhesus-vamir og tilkoma nýrrar mæðraskrár (3), höfðu náð að hafa áhrif fyrir upphaf þess tímabils sem þessi athugun tók til. Aðrar framfarir í mæðraeftirliti sem komu á tímabilinu, s.s. ómskoðanir, voru ekki markvissar fyrr en byijað var á kembiskoðun við 18-19 vikur eftir 1985. Ákveðin stöðnun gæti því hafa orðið í mæðravernd á þessu tímabili. Mæðraskrár vora misvel færðar, en áberandi var að jafnvel þar sem skráning var góð vantaði oft að skráð væru viðbrögð við óeðlilegum mælingum, s.s. hægum eða engum vexti legboms, lítilli þyngdaraukningu, litlum fósturhreyfingum, hækkun á blóðþrýstingi eða sykri í þvagi. I öðram tilvikum var ekki unnið úr tækniupplýsingum eins og ómskoðun eða síritun fyrir burð (antenatal cardiotocografi) á réttan hátt. 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.