Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Page 79
verið er að gera hér á landi er að auka beinar greiðslur almennings vegna
heilbrigðisþjónustu til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Þannig
reyna heilbrigðisyfirvöld að stuðla að hagkvæmni í vali á þjónustu, meðferð og
lyfjum. Jafnframt er unnið að breytingu á lyfsölu og lyfjaverslun og hagræðingu í
rekstri sjúkrahúsa (sama heimild, bls. 2-7).
6-5.1 Lyfjakostnaður
Eins og fram kom í kafla 4.6 er heildarlyfjanotkun á íslandi minni en á flestum
hinum Norðurlöndunum en lyfjakostnaður er hins vegar mun meiri.
Miklar umræður um háan lyfjakostnað hafa staðið allt frá árinu 1986. Seint á
arinu 1989 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vinnuhóp sem vinna
skyldi úr og fylgja eftir tillögum nefndar um lækkun lyfjakostnaðar. í kjölfarið
fylgdu ýmsar breytingar, t.d. minni álagning á heildsölu og smásölu og reynt var
með ýmsum ráðum að hvetja til notkunar ódýrari lyfja og minni lyfjanotkunar. Það
yar m.a. gert með því að gefa út lista með skrá yfir ódýrustu sambærileg lyf,
svokallaðan "bestukaupalista", sem fyrst var gefinn út í febrúar 1990. Álitið var að
með þessum aðgerðum m.a. hafi náðst um 100 m.kr. sparnaður (Einar Magnússon
°g Eggert Sigfússon, 1993, bls. 4).
Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp til að fylgja eftir samþykkt ríkistjómar-
mnar frá í maí 1991 um að reynt yrði að stemma stigu við síhækkandi lyfjakostnaði
en augljóst var að lyfjakostnaður færi langt fram úr fjárlögum ef ekkert yrði aðhafst.
Starfshópnum var falið að vinna tillögur um lækkun lyfjakostnaðar strax á árinu
1991.
Markmiðið með vinnu þess starfshóps var að auka kostnaðarvitund lækna og
Mmennings á lyfjum og jafnframt að breyttu neyslumynstri almennings á þeim.
Starfshópurinn taldi að vænlegasta leiðin til að auka og efla kostnaðarvitund lækna
°g almennings fælist í hlutfallsgreiðslu sjúklinga á lyfjum í stað fasts gjalds, óháð
verði og magni, eins og tíðkast hafði um árabil. Til að unnt yrði að hrinda þessum
hreytingum í framkvæmd þurfti að breyta lögum um almannatryggingar.
Pyrstu tillögur starfshópsins miðuðust því við aðgerðir sem hægt væri að hrinda í
framkvæmd án lagabreytinga. Starfshópurinn gerði tillögur um breytingar á
reglugerð um greiðslu almannatrygginga í lyfjakostnaði sem tóku gildi 1. júlí 1991.
Helstu nýmæli þessara breytinga voru breytingar á flokkun þeirra lyfja, sem
sJúkratryggingar greiða að fullu, að hluta eða alls ekki. Þá var fastagjald sjúklings
hækkað um 13%, úr 750 kr. í 850 kr. en gjaldið hafði ekki hækkað síðan 1. febrúar
1990. Fastagjald elli- og örorkulífeyrisþega hækkaði úr 230 kr. í 250 kr. Fastagjald
fyrir svokölluð "bestukaupalyf' voru hins vegar lækkuð um 9%, úr 550 kr. í 500 kr.
fyrir aðra en elli- og örorkulífeyrisþega. Gjald þeirra fyrir "bestukaupalyf' lækkaði
Ur 170 kr. í 150 kr. þá var hámarksskammtur lyfja fyrir eitt fastagjald miðaður við
60 daga í stað 100 daga áður.
Með reglugerðinni breyttist greiðslufyrirkomulag nokkurra lyfjaflokka, þannig að
Mmannatryggingar tóku ekki lengur þátt í kostnaði þeirra. Má þar nefna svefnlyf,
róandi lyf, neflyf, hálslyf, hóstalyf, kveflyf, hægðalyf og algeng sýklalyf.
Gert var ráð fyrir að þessar breytingar gætu dregið úr útgjöldum Trygginga-
stofnunar ríkisins vegna lyfjamála um 350 - 400 m.kr. á einu ári, miðað við óbreytt
neyslumynstur.
I kjölfar þessara breytinga varð verulegur samdráttur í lyfjanotkun og þar með
yljakostnaði á seinni helmingi ársins 1991. Lyfjakostnaður sjúkratrygginga vegna
75