Börn og menning - 01.04.2007, Blaðsíða 6
4
Börn og menning
békmenntir
Guðrún Hannesdóttir
„Hver var að hlæja?"
Áðurflutt á menningarhátíðinni Krakkar úti í mýri, í Norræna húsinu, 28. september 2006.
„Það var kvöld eitt að vetri til, að ég sat á rúmi mínu og sötraði heitu mjólkina. í rúminu var kettlingur að leika sér að hnykli. Fyrir framan
rúmstokkinn stóð lítill þvottabali. Allt í einu veltist hnykillinn ofan í balann og kettlingurinn á eftir. Ég skellihló, en vissi ekki fyrr til en
húsbóndinn rekur mér rokna kinnhest og missti ég skálina með mjólkinni og hún fór í mola. Þótt mörgum kunni að virðast atvik þetta
fremur spaugilegt en alvarlegt, misþyrmdi það og önnur lík sálarlífi mínu."
Þessi smákafli úr æviminningum Ólínu
Jónasdóttur er sannarlega raunalegur og
varð mér furðu áleitinn. Upphaflega var
ætlun mín með þessu erindi að skima
eftir gleðinni og tína til fjörugar vísur úr
vísnaheimi íslenskra barna. En þegar leitað
er að ákveðnu munstri er ekki óvanalegt
að allt annað munstur birtist óboðið fyrir
augum manns. Fyrr en varði var ég farin að
einblína á dapurlegar vfsur úr efninu sem ég
hef safnað.
Endurminningar frá bernskuárum
Það hefur trúlega ruglað mig í ríminu og
orðið til þess að ég setti kíkinn fyrir „dapra"
augað, að ég hef undanfarið verið að skoða
mér til gamans sumt af því efni sem skrifað
hefur verið um bernskuna á (slandi á liðnum
öldum. Þó rannsóknir séu ekki viðamiklar
hérlendis eru þær um margt stórmerkar. Það
á meðal annars við um einsögurannsóknir
síðustu ára sem nota frásagnir einstaklinga
af huglægri reynslu sinni, frásagnir úr
dagbókum, bréfum og ævisögum og þar á
meðal eru endurminningarfrá bernskuárum.
Þar rakst ég á fjölmargt sem varpaði Ijósi á
hlutskipti barna áður fyrr og ég ætla að láta
kallast á við vísur um svipað efni.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að
oft var íslenskri þjóð vart hugað líf í landinu.
Því má ef til vill halda fram að hér hafi
rfkt meiri „fátæktarjöfnuður" en í öðrum
löndum en víst er að frá upphafi vega háðu
börn og fullorðnir á íslandi sameiginlega
baráttu upp á líf og dauða, baráttu við
þrotlausa fátækt og óblíða náttúru. Slysfarir,
sóttir eða eitt harðindaár gátu, eins og við
vitum, skipt sköpum fyrir einstaklinga og
fjölskyldur. Aðstæður kvenna, mæðranna,
voru hinar erfiðustu, barneignir tíðari og
barnadauði algengari en annars staðar í
Evrópu, einangrun, þunglyndi og þrældómur
þeirra meiri. Um miðja nítjándu öldina er
talið að nálægt 35% allra ungbarna hafi
fallið í valinn á fyrstu æviárunum samkvæmt
sumum heimildum. Börn hafa því mátt þola
tíðan systkinamissi. Missir annars foreldris
eða beggja hafði iðulega í för með sér
margfalda sorg þar sem börnin misstu þá
einnig heimili sitt, voru sett í fóstur eða urðu
þegar verst lét niðursetningar sem máttu
þola manna mesta vinnuhörku og refsigleði.
Um fóstur og flæking íslenskra barna mætti
skrifa langt mál og hefur það verið gert.
Eftir að hafa sökkt mér dýpra niður í þessi
fræði lá við sjálft og munaði ekki miklu að
ég kallaði erindið einfaldlega: „Þyngra en
tárum taki ... ".
Hlátur
Það er haft fyrir satt og bornar fyrir því
vísindalegar mælingar að börn nútímans
hlæi fjögur hundruð sinnum á dag. En eins
og frásögnin af hlátri Ólínu hér í byrjum ber
með sér var spaugilegri hliðum tilverunnar
ekki alltaf gert hátt undir höfði.
Fæðan var meðal þess sem var graf-
alvarlegt mál og á eilífum hungurmörkum
varð að viðhafa mestu varúð bæði til orðs
og æðis ætti ekki illa að fara. Blátt bann var
víða við að hlæja yfir mat og alls ekki mátti
syngja yfir honum. Fólk klæddist brynju
harðýðgi og kreddufestu til að bægja frá sér
kjarkleysi - og kvíða. Þetta bitnaði á þeim
óhörðnuðu sem áttu að temja sér slíkt hið
sama til að komast af. Leikjum barna voru
t.d. þröngar skorður settar sem stöfuðu
ekki einungis af tímaleysi og plássleysi: ekki
mátti ganga aftur á bak því þá var verið
að ganga móður sína ofan í gröfina; væri
gengið með hendur fyrir aftan bak teymdi
maður skrattann; ekki mátti gretta sig, það
afskræmdi Guðs mynd og varast skyldi
að sveifla handleggjunum, með því fældi
maður burt góða engla. Sennilega eimdi hér
lengi eftir af píetismanum sem dæmdi alla
gamansemi óguðlega.
Vísurnar sem ég hef valið eru húsgangar