Börn og menning - 01.04.2007, Page 9

Börn og menning - 01.04.2007, Page 9
Hver var að hlæja? 7 Birt með leyfi Minjasafns Akureyrar (kvöldvaka á Viðum I Reykjadal, Ijósm. Bárður Sigurðsson) á náttúrunni, eins og frásagnir margra smalabarna um „kraftbirtingarhljóm guð- dómsins" í vornóttinni bera vitni um. Nánd við dýrin var eínnig dýrmæt uppspretta margs konar ánægju. Börn höfðu mörg mikilvæg verkefni, m.a. að tína fífu í kveiki, efni í Ijós handa öllu hinu fólkinu. Allt var þetta samtvinnað. Til að spara Ijósið lagði fullorðna fólkið sig í rökkrinu og þar varð til samverustund barna og gamalmenna sem þurftu minni svefn. Þá spruttu fram sagnalindir, söngur og vísnaleikir sem bárust frá kynslóð til kynslóðar. Barnafælurnar með eldfornar rætur sínar í dularheimum vætta báru með sér ógn en líka innbyggðan kraft. Þá er ótalin sú merka stofnun og skóli í skólalausu landi, sem kvöldvakan var - hin hliðin á vinnuhörkunni. Þar mætti jafnvel segja að Ijósleysið margharmaða hafi lagt sitt af mörkum, skerpt athyglina á því sem lesið var og dramatíserað flutning. Allir hlustuðu. Allt var lesið sem kló á festi: fornsögurnar urðu börnum umhugsunarefni og fyrirmynd í lífi og dauða, ævintýrin opnuðu töfraheima. Rímur voru kveðnar og þannig varðveittist tungumálið í fastmótuðu formi. Ég vitna í orð Davíðs Erlingssonar um þær: „Alþýða manna hefur um sex aldir verið nákomin klið og kveðandi allra helstu háttanna, líka dýrra hátta og þeir voru fólkinu lifandi form til sjálfstjáningar og sjálfsskynjunar." Sennilega er þarna að finna skýringuna á hömlulítilli kveðskaparástríðu manna hérlendis og á innblæstri til eigin sköpunar sem hefur áreiðanlega létt mörgum lífið og skipt sköpum fyrir aðra. Kalla má þar ýmsa til vitnis og nefna niðursetninginn Bólu- Hjálmar, Ljósvíkingsfyrirmyndina Magnús Hjaltason, sem komið var í fóstur sjö vikna og ólst upp við mikla kröm og illt atlæti, en eftir hann liggja að sögn ellefu þúsund vísur, allt til Steins Steinars sem boðinn var upp (eða öllu heldur niður) árið 1911 ásamt lítilli systur sinni. En ég læt nægja að kalla til sögunnar Ólínu Jónasdóttur aftur: „Ég var ekki gömul þegar ég tók að hlusta eftir stuðlum og rími. Annars heyrði ég aldrei annað í bundnu máli en versin sem ég var látin læra og lesa á kvöldin og svo rímurnar sem kveðnar voru á kvöldvökunum. Til þeirra þótti mér mikið koma sérstaklega ef þær voru með dýrum háttum. Einhvern veginn hafði þessi rímnakveðskapur þau áhrif á mig að hugsanir mínar urðu tíðum að Ijóði, vfsur komu af sjálfu sér og jafnvel heil kvæði." Víðáttur íslenskra lausavísna eru takmarkalausar og erfitt að ferðast um þær leiðsagnarlítið. Og ekki er auðvelt að rekja spor barnanna svo óyggjandi sé. En það er gaman að reyna hvort tveggja. Og vendi ég mínu kvæði í kross með vísu um stúlku af öðrum slóðum sem hafði álfka erindi sem erfiði og ég: There was a young maid who said "Why ... can't I look in my ear with my eye? I am sure I can do it, if I put my mind to it You never can tell till you try! Höfundur er bókasafnsfræðingur Nokkrar heimildir: Davið Erlingsson: Rimur. i Islensk þjóðmenning VI: munnmenntir - bókmenntir. Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1989. Gísli Ágúst Gunnlaugsson: "Everyone has been good to me, espedally the dogs..." Fosterchildren andyoung paupers in nineteenth-century southern lceland. Journal of Social History 27, bls. 342. Winter1993. Loftur Guttormsson: Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldistimum. Tilraun til félagsfræðilegrar og lýðfræðilegrar greiningar. Rit Sagnfræðistofnunnar, 10. Reykjavík, 1983. Magnús Gíslason: Kvállsvaka: en islándsk kulturtradition ... Acta Universitatis Upsaliensis. Uppsala 1977. Monika Magnúsdóttir: Það var fæddur krakki I koti. Um fósturbörn og ómaga á síðari hluta nitjándu aldar. I Einsagan - ólikar leiðir, átta ritgerðir og eitt myndlistaverk. Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 1998. Ólfna Jónasdóttir: Ef hátt léti í straumi Héraðsvatna. Minningarþættir og brot. Reykjavík, Iðunn, 1981. Sigurður Gylfi Magnússon: Menntun, ást og sorg. Einsögurannsóknir á islensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 1997. Sigurður Gylfi Magnússon: From children's point of view: Childhood in 19th century lceland. Journal of Social History bls. 295 . Winter 1995. The history of childhood: Lloyd de Mause (ed.). New York , Harper & Row, 1975. I bókinni Fortiðardraumar: sjálfsbókmenntir á islandi (Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2004) er skrá um útgefnar sjálfsævisögur, endurminningarrit og viðtðl frá upphafi til 2004 og drög að skrá um sjálfsævisögur ( handritum.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.