Börn og menning - 01.04.2007, Blaðsíða 12
10
Börn og menning
minnar hafi snúist um einelti. Til dæmis
sagan um Litlu Ljót þar sem vondu systurnar
sungu hástöfum: Þú ert ijót Litla Ljót við erum
fríðar. Þeim var refsað harkalega að lokum
sem mér fannst aldrei jafn fullnægjandi
og lok sögunnar um Stubb. Svo var það
Tobbi túba sem hin hljóðfærin gerðu gys að
vegna þess að hann spilaði aldrei alvöru lag.
Hörðust af öllum var þó sagan um holgóma
drenginn sem hin börnin hæddust stöðugt
að og sparkaði að lokum í hundinn.
Greinilega er hræðsla mannsins við einelti
frumstæð, úr því að barnasögur eru svona
þrungnar af henni. Það þarf ekki að koma
á óvart. Maðurinn er félagsvera og um það
snýst sagan um Stubb auðvitað líka. Stubbur
er einungis einn en bræðurnir tveir og þar
með lendir hann utangarðs. Sagan er því
útlagasaga eins og margar áhrifamiklar sögur
og henni lyktar með að Stubbur er tekinn
ínn í það samfélag sem skiptir hann mestu
máli, samfélag stóru bræðra hans. Hefndin
er ekki aðalatriðið hjá Stubbi heldur að
vera hluti af mannfélaginu. Sú þörf virðist
liggja djúpt í tilfinningalífi mannsins og
þess vegna eru útlagasögur gjarnan sárar,
erfiðar og átakanlegar, sérstaklega fyrir börn.
Hræðslan við útlegð virðist vera frumstæð og
sammannleg.
Fantar eru eftirsóknarverður
félagsskapur
í sögunni um Stubb koma bræðurnir Óli og
Pétur í fyrstu fyrir sem hreinræktaðir fantar
sem hafa það eitt hlutverk að vera vondir
við Stubb og útiloka hann frá bræðralagi
sínu. Samt er málið ekki svo einfalt því að
Stubbur sækist greinilega eftir því að vera
með þeim bræðrum, ekki aðeins að éta
eplin eða læra í skólanum. Óli og Pétur
eru því ekki aðeins andstæðingurinn heldur
einnig hnossið í sögunní og vinátta þeirra er
það sem Stubbur þráír. Hann sleppur fyrst
við magaverk, vingast svo við hund og að
lokum eignast hann tvenn ný föt. En þó að
allt sé þetta gott er það ekki hið endanlega
markmið hans eða árangur. Það er vináttan
við Óla og Pétur og sögunni lyktar á farsælan
hátt þegar hún er fengin. Þetta er óvenjulegt
mynstur sem gerir söguna að mörgu leyti
áhugaverðari en ævintýrin þar sem systkinin
þrjú eru fyrst og fremst keppinautar en
hnossið er eitthvað annað. í þessu tilviki
renna andstæðingurinn og hnossið saman
og þar með nær þessi einfalda saga að snúa
rækilega upp á formgerð ævintýranna, eins
og Propp lýsti henni forðum. Hérsést hvernig
einfaldar sögur geta stundum verið mjög
flóknar og skapað alveg nýtt ævintýraform.
Áðurnefndri sögu um Stúf og bróður hans
lýkur þannig að Stúfur er orðinn stærri en
Stóri-Pétur sem hleypur þá burt og felur sig.
Það er engu líkara en eineltið haldi áfram þó
að valdahlutföll hafi breyst. Á hinn bóginn eru
Óli og Pétur ekki aðeins andstæðingur Stubbs
heldur eftirsóknarverður félagsskapur. Það
er að sumu leyti mun ánægjulegri niðurstaða
að vondu bræðurnir fái ákveðna uppreisn
æru í lokin. Sagan um Stubb tekur afstöðu
með innlifun og samkennd. í Ijós kemur að
það býr gott í Óla og Pétri og þá geta þeir
glaðst sem trúa á hið góða í manninum. Það
mun hafa gilt um fimm ára drenginn sem
ég hitti fyrir nokkrum árum og þegar talið
barst að Stubbi tilkynnti hann mér hátíðlega
að Óli og Pétur hefðu í raun og veru verið
góðir þegar allt kom til alls. Það þótti honum
greinilega farsæll endir.
Farsæl endalok
Sagan um Stubb er þannig lymskuleg að því
leyti að hún snýst á yfirborðinu um hvernig Óli
og Pétur hafna Stubbi og taka enga ábyrgð
á honum. En þvert á gömlu Hammurabilögin
sem enn voka yfir mannfélaginu eins og
illskeyttur draugur geldur hann ekki líku
líkt því að í sögulok tekur hann ábyrgð
á þeim. Þó að Stubbur hafi unnið sigur í
keppninni og niðurlægt bræður sína vill
hann eiga þá áfram, öfugt við það sem