Börn og menning - 01.04.2007, Side 15
Stúlkan á bláa sportbílnum
13
NANCY
oq grisíra leyndtókniá
CAROLYN KEENE
fyrir þegar Nancy er í ham. Þannig má segja
að hin hefðbundu kynjahlutverk snúist að
vissu leyti við í bókunum um Nancy þar
sem karlmaðurinn sýnir eilífa aðdáun og
þolinmæði en konan stjórnar því hvernig
sambandinu líður og er ekkert að flýta sér að
festa ráð sitt. Ef valið stendur milli þess að
dansa við Ned eða komast í hann krappann
þá er það ekkert sérlega erfitt fyrir Nancy,
hún velur alltaf ævintýrin umfram öryggið.
Fjölskylduleyndarmál og erfðagripir
Hvað uppbyggingu varðar eru Nancy-
bækurnar miklar formúlubækur, ákveðnir
þættir koma fram aftur og aftur í bókunum.
Iðulega glímir Nancy viðtvö mál í sömu bókinni
sem síðan tengjast á óvæntan hátt, hún fær
mjög oft viðvörunarbréf frá ónafngreindum
aðilum þess efnís að best fari á þvi að hún
hætti við rannsókn málsins (sem hún tekur
auðvitað aldrei til greina) og hún tengist
iðulega viðkvæmum skjólstæðingum sínum
vinaböndum. Skjólstæðingar hennar eru
oftar en ekki konur sem eiga einhverra hluta
vegna um sárt að binda og Nancy kemur inn
í líf þeirra eins og riddarinn á hvíta hestinum
og bjargar málunum. Sögurnar snúast líka
oft um einhverskonar fjölskylduleyndamál og
þá ekki síst tengingu við erfðagripi sem fela
í sér sögu og hafa tilfinningalegt gildi fyrir
viðkomandi, en í fyrstu bókunum fær Nancy
viðkomandi grip oft að launum og stendur
þannig bókstaflega uppi sem sigurvegari
með bikarinn í höndunum. Einnig er áberandi
hversu mjög hraðinn f frásögninni eykst
þegar líða tekur á og miklar upplýsingar
koma oft fram undir lokin, glæpamennirnir
játa iðulega án mikillar pressu og þannig
mætti áfram telja.
Bláklædd fyrirmynd
Nancy er ekki bara ævintýragjarn
dugnaðarforkur, hún er líka einstaklega falleg
og kemur vel fyrir við nánast öll tækifæri.
Lýsingar á útliti hennar eru samkvæmt
stöðluðum hugmyndum um fegurð en þó
er reynt að gefa henni útlitseiginleika sem
vísa til beggja kynja og þar kemur ekki síst til
aðdáun hennar á bláa litnum. Hún á bláan bíl
og er iðulega í bléum fötum, en blái liturinn
var jú talinn hefðbundinn strákalitur og er
líklegast enn, að minnsta kosti hafa íslenskar
stúlkur aldrei verið bleikari. Og þó Nancy
láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna hvað
varðar lausnir glæpamála er hún ekki síður
á heimavelli þegar kemur að heimilishaldi en
hún heldur utan um allt sem því viðkemur
ásamt ráðskonunni, enginn eldar betri mat
og fáir standast henni snúning þegar kemur
að ýmiskonar handavinnu. Það er kannski það
sem hefur gert Nancy að heillandi fyrirmynd,
hún getur allt, hún getur haldið utan um mörg
verkefni í einu og stjórnað öllu í kringum sig
eins og herforingi en samt verið óskaplega
kvenleg og átt kærasta. Hún er líka góð í
öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort
sem það eru íþróttir eða blómaskreytingar,
hún hefur afskaplega víðtæka þekkingu,
hún er alltaf best, hún skarar alltaf framúr.
Þannig má segja að hún sameini á vissan
hátt eiginleika sem tengdir eru kynjunum
samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum,
í persónu hennar birtast klárlega bæði
karllægir og kvenlægir eiginleikar.
Heimska Ijóskan og strákastelpan
í raun má segja að vinkonur Nancyar, þær
Bess og Georgía árétti þessa tvíræðni í
persónusköpun hennar. Bess er Ijóshærð
og með kvenlegt vaxtarlag, hún er frekar
rög og trúgjörn og svo flissar hún heil
ósköp og hugsar bara um stráka og mat.
Georgía er hinsvegar stráksleg, grannvaxin
og vöðvastælt og notar tungumálið iðulega
eins og karlmaður og svo heitir hún George
á ensku sem er karlmannsnafn samkvæmt
hefðinni. Þannig má segja að vinkonurnar
standi fyrir ákveðnar staðalhugmyndir,
heimsku Ijóskuna og uppátækjasömu
strákastelpuna en þá hugmynd má líka til
dæmis greina í persónu Georgínu í Fimm-
bókunum eftir Enid Blyton en hún heitir
einmitt líka George í frumtextanum. Nancy er
einhversstaðar þarna mitt á milli og skreppur
að vissu leyti undan skilgreiningunum.
Verndari smáborgaralegra gilda
Það má segja að útlit og framkoma skipti
miklu máli fyrir persónusköpun í bókunum,
útlitið vírðist aldrei blekkja í sögunum um
Nancy og persónueinkenni birtast iðulega
á yfirborðinu. Góða fólkið er fallegt og
sviphreint og vondu karlarnir eru gjarnan
svipljótir, dónalegir og grófir í framkomu
og síðast en ekki síst eru þeir iðulega dökkir