Börn og menning - 01.04.2007, Síða 16
14
Böm og menning
á hörund og gefa gjarnan lítið fyrir reglur
millistéttarinnar. Þó að líta megi á Nancy sem
einhverskonar femínista sem sættir sig ekki
við hefðbundnar hugmyndir um kynin þá er
hún einnig verndari smáborgaralegra gilda
þar sem andstæðingar hennar eru iðulega af
lægri stétt og öðrum kynþætti. Hún er þannig
að vissu leyti verðugur fulltrúi stéttar sinnar
f sögunum og í raun fulltrúi afturhaldssamra
gilda. Það er f vissum skilningi hennar
hlutverk að vernda mörkin milli hinna ríku
og hinna fátæku sem reynast iðulega vera
mörkin milli hinna góðu og hinna vondu,
það er hennar hlutverk að vernda auðæfi
yfirstéttarinnar fyrir gráðugum lýðnum. Það
má líka segja að þrátt fyrir mikið sjálfstæði
í hugsun og vinnbrögðum þá þurfi hún
oftar en ekki hjálp annaðhvort föður síns
eða kærastans til að klára málin sem hún
vinnur að, þeir koma oft og bjarga málunum
og árétta þannig að þrátt fyrir allt er það
karlmaðurinn sem hefur valdið. Þetta flækir
persónugerðina enn frekar. Nancy er þannig
í raun bæði fhaldssöm og róttæk.
Draumar hvítrar millistéttar
Eftir á að hyggja er Nancy er ekki alveg jafn
fullkomin og hún virtist vera í minningunni.
Hún hefur engan húmor og er algerlega laus
við það að vera fyndin og orðheppin. Svo
er hún líka oft afskaplega smáborgaraleg,
það sem hún segir og gerir endurspeglar oft
hina hvítu millistétt samtíma síns, hún er til
dæmis illa haldín af kynþáttafordómum. En
þess ber að gæta að bækurnar endurspegla
ekki samfélagsástandið eins og það var í
raun og veru, heldur má frekar segja að hér
birtist hugmyndir og draumar hinnar hvítu
millistéttar um samfélagið. Þegar bækurnar
koma fyrst út í Bandaríkjunum er kreppan
THE MESSAGE 1N
CAROLYN KEE
mikla um það bil að skella á þjóðinni með
tilheyrandi fátækt og atvinnuleysi en ekki er
hægt að sjá ummerki um þetta samfélags-
hrun í bókunum um Nancy. Hún hefur alltaf
næga peninga milli handanna og vinnur ekki
við neitt, hún á alltaf réttu græjurnar, réttu
fötin fyrir öll tækifæri, fínan bíl og þar fram
eftir götunum. Það er auðvelt að sjá slíkt Iff
f hillingum þegar maður er barn, hver vill
ekki sleppa við brauðstritið og leika sér að
því að leysa dularfull mál með ótæmandi
bankareikning að vopni? Hugmyndin sem
að baki liggur er væntanlega sú að faðir
Nancyar standi undir rekstrinum á dóttur
sinni en það kemur sjaldnast beinlínis fram
enda myndi það rýra ímynd hennar töluvert.
Þó að Nancy komist auðvitað oft í hann
krappann er umhverfi hennar þannig í raun
mjög öruggt og heimurinn kemst alltaf í
réttar skorður í lok hverrar bókar.
Og það er líklegast það sem er svo
heillandi við Nancybækurnar, heimurinn
kemst í uppnám, hrist er upp í viðteknum
hugmyndum sem síðan eru áréttaðar og allt
fellur í Ijúfa löð að lokum.
Höfundur er bókmenntafræðingur