Börn og menning - 01.04.2007, Page 22
20
Börn og menning
Um bækur
Ingólfur Gíslason
Er nauðsynlegt
að þrífa fyrir
afmælisveislur?
Afmæli prinsessunnar eftir Per Gustavsson
Hvenær hófst prinsessufárið? Ég er ekki
að meina prinsessuna á bauninni eða
prinsessur í gömlum ævintýrum, heldur
prinsessuna sem neysluvöru og imynd fyrir
ungar stúikur. Hvað er það sem fær þær
til að lifa í endalausum prinsessudraumi
allt frá tveggja eða þriggja ára aldri? Að
minnsta kosti er Ijóst að enginn skortur er á
fötum, dúkkum, teiknimyndum og öðrum
varningi þarsem gælt er við einhvers konar
prinsessuímyndir. Hin staðlaða prinsessa,
og þar á ég við ímyndina sem börnunum er
innrætt að þrá, er falleg og klædd í bleikt
og í sínum dapurlegustu myndum bíður
hún eftir þvi að prinsinn komi og bjargi
henni eða að minnsta kosti að góður maður
komi og veiti henni rétta prinsessumeðferð
með tilheyrandi dekri.
Bækur Pers Gustavsson, Svona gera
prinsessur og Afmæli prinsessunnar, eru
einskonar lítið andóf gegn einkennum
staðalprinsessunnar. f þeim er prinsessan
hvorki lítillát né hógvær. Hún bíður ekki eftir
að karlmenni komi henni til hjálpar eða skapi
henni örlög heldur tekur hún málin í eigin
hendur og það er hún sem bjargar prinsinum
sem hún svo giftist.
Afmæli prinsessunnar hefst á því að
prinsessan ætlar að halda afmæli. Hún þarf
að byrja á því að þrífa veislusalinn af því að
það var ekki nógu vel gert í fyrra. Læðist
þá að fullorðnum lesanda grunur um að
nú eigi að kenna mikilvægi þrifnaðar og
samviskusemi en annað kemur reyndar í Ijós
í lok bókar. Prinsessan undirbýr afmælið sjálf
og í veislunni þarf hún að hlusta á langar
ræður. Þá skiptir máli að lita út fyrir að vera
áhugasöm, segir í textanum. Hérna stingur
höfundur örsmátt gat á merkingarvefnað
veruleikans eða yfirborð hans. Hann tekur
sér stöðu með barninu eða lesandanum og
býður upp á ofurlítið samsæri.
( Ijós kemur að gleymst hefur að bjóða
galdrakarli nokkrum í veisluna. Hann hefnir
sín með því að galdra gestina burt og
prinsessan verður að fara og bjarga þeim.
Bæði í leiðangrinum og í lokauppgjörinu
við galdrakarlinn sýnir prinsessan samskipta-
snilld og vingast við andstæðinga sína.
Viðureigninni við galdrakarlinn lýkur með
því að hann nær áttum. Ég tel þetta stóran
kost þegar litið er til hinna ýmsu barnabóka,
til dæmis frá Disney-samsteypunni, þar sem
viðureignir enda með þvf að þeim vonda er
hreinlega refsað með barsmíðum, sem dæmi
má nefna bókina Litli úlfur og gervigrisinn
sem var send heim óumbeðið.
Að öllum átökum loknum fer prinsessan
í heitt bað og ákveður að geyma þrifin til
næsta árs. Sá boðskapur er ekki lítils virði.
Höfundur er stærðfræðingur